210 hestafla Yaris frumsýndur í Genf Finnur Thorlacius skrifar 12. janúar 2017 11:19 210 hestafla Yaris. Toyota Yaris hefur hingað til ekki verið í boði sem spyrnukerra, en það er þó að breytast. Toyota ætlar að kynna 210 hestafla útgáfu þessa smávaxna bíls á komandi bílasýningu í Genf í mars. Aflið fær bíllinn frá nýrri 1,6 lítra forþjöppudrifinni fjögurra strokka vél sem á ýmislegt skylt við vélina sem er í rallkeppnisbílum Toyota. Toyota ætlar ekki bara að kynna þessa kraftaútgáfu Yaris í Genf heldur einnig nýtt útlit Yaris yfirhöfuð. Kraftaútgáfan verður mjög auðkennanleg frá hefðbundnum Yaris með sinn svartlakkaða vindkljúf sem festur er við þakið aftast á bílnum. Auk þess verða hliðarspeglarnir svartir, sem og felgurnar. Bíllinn stendur lægra á vegi, fjöðrunin verður stífari og bremsurnar stærri en í hefðbundnum Yaris. Toyota segir hinsvegar að ný kynslóð Yaris verði hlaðin af tækninýjungum og að aksturseiginleikar bílsins muni einnig batna umtalsvert. Í Genf verða allt í senn til sýnis hefðbundin ný gerð Yaris, kraftabíllinn og útgáfan sem notuð er í heimsmeistarakeppninni í rallakstri. R´ðett um 2 mánuðir eru í opnun bílasýningarinnar í Genf.Einkennandi vindkjúfur að aftan. Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent
Toyota Yaris hefur hingað til ekki verið í boði sem spyrnukerra, en það er þó að breytast. Toyota ætlar að kynna 210 hestafla útgáfu þessa smávaxna bíls á komandi bílasýningu í Genf í mars. Aflið fær bíllinn frá nýrri 1,6 lítra forþjöppudrifinni fjögurra strokka vél sem á ýmislegt skylt við vélina sem er í rallkeppnisbílum Toyota. Toyota ætlar ekki bara að kynna þessa kraftaútgáfu Yaris í Genf heldur einnig nýtt útlit Yaris yfirhöfuð. Kraftaútgáfan verður mjög auðkennanleg frá hefðbundnum Yaris með sinn svartlakkaða vindkljúf sem festur er við þakið aftast á bílnum. Auk þess verða hliðarspeglarnir svartir, sem og felgurnar. Bíllinn stendur lægra á vegi, fjöðrunin verður stífari og bremsurnar stærri en í hefðbundnum Yaris. Toyota segir hinsvegar að ný kynslóð Yaris verði hlaðin af tækninýjungum og að aksturseiginleikar bílsins muni einnig batna umtalsvert. Í Genf verða allt í senn til sýnis hefðbundin ný gerð Yaris, kraftabíllinn og útgáfan sem notuð er í heimsmeistarakeppninni í rallakstri. R´ðett um 2 mánuðir eru í opnun bílasýningarinnar í Genf.Einkennandi vindkjúfur að aftan.
Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent