Fiat Chrysler ásakað um dísilvélasvindl Finnur Thorlacius skrifar 12. janúar 2017 16:45 Fiat Chrysler er ekki í góðum málum nú. Nú stendur yfir rannsókn í Bandaríkjunum á ætluðu dísilvélasvindli Jeep og RAM vegna bílanna Jeep Grand Cherokee og RAM 1500 með dísilvélum. Á þetta við um 104.000 bíla sem smíðaðir hafa verið frá árinu 2014. Bílarnir menga miklu meira af NOx sóti en reglugerðir segja til um og EPA (United States Environmental Protection Agency) segir að fundist hafi hugbúnaður sem villi um fyrir mengun bílanna við mælingar. Þegar Fiat Chrysler, eigandi Jeep og RAM, skráði upplýsingar til EPA um dísilvélarnar sem í umræddum bílum er var ekki greint frá búnaði sem síðan fannst í stjórnbúnaði vélanna. Ef Fiat Chrysler verður fundið sekt um að hafa ólöglega komið fyrir þessum búnaði býður fyrirtækisins hár sektir sem numið gæti 44.539 dollurum á hvern þann bíl sem settur var á markað. Ef sú upphæð er margfölduð með 104.000 gæti sektin hljóðað uppá 4,63 milljarða dollara, eða 528 milljarða króna. Slík upphæð gæti riðið Fiat Chrysler að fullu. Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent
Nú stendur yfir rannsókn í Bandaríkjunum á ætluðu dísilvélasvindli Jeep og RAM vegna bílanna Jeep Grand Cherokee og RAM 1500 með dísilvélum. Á þetta við um 104.000 bíla sem smíðaðir hafa verið frá árinu 2014. Bílarnir menga miklu meira af NOx sóti en reglugerðir segja til um og EPA (United States Environmental Protection Agency) segir að fundist hafi hugbúnaður sem villi um fyrir mengun bílanna við mælingar. Þegar Fiat Chrysler, eigandi Jeep og RAM, skráði upplýsingar til EPA um dísilvélarnar sem í umræddum bílum er var ekki greint frá búnaði sem síðan fannst í stjórnbúnaði vélanna. Ef Fiat Chrysler verður fundið sekt um að hafa ólöglega komið fyrir þessum búnaði býður fyrirtækisins hár sektir sem numið gæti 44.539 dollurum á hvern þann bíl sem settur var á markað. Ef sú upphæð er margfölduð með 104.000 gæti sektin hljóðað uppá 4,63 milljarða dollara, eða 528 milljarða króna. Slík upphæð gæti riðið Fiat Chrysler að fullu.
Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent