Lífið fyrir framan hvíta tjaldið Sigríður Jónsdóttir skrifar 13. janúar 2017 10:00 Hjörtur Jóhann Jónsson, Kristín Þóra Haraldsdóttir og Davíð Þór Katrínarson standa sig vel í hlutverkum sínum í Ræmunni í Borgarleikhúsinu. Mynd/Grímur Bjarnason Leikhús Ræman Höfundur: Annie Baker Leikstjóri: Dóra Jóhannsdóttir Leikarar: Hjörtur Jóhann Jónsson, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Davíð Þór Katrínarson, Eysteinn Sigurðarson og Arnar Dan Kristjánsson Leikmynd og búningar: Helga I. Stefánsdóttir Lýsing: Þórður Orri Pétursson Tónlist: Valdimar Jóhannsson Hljóð: Garðar Borgþórsson Leikgervi: Elín S. Gísladóttir Þýðing: Halldór Laxness Halldórsson Þann 11. janúar síðastliðinn hélt Leikfélag Reykjavíkur upp á 120 ára afmæli sitt með pompi og prakt í Borgarleikhúsinu. Ræman er að auki sex hundraðasta viðfangsefni leikfélagsins en höfundurinn Annie Baker vann hin virtu Pulitzer-verðlaun fyrir leikritið árið 2014. Ræman fer öll fram í niðurníddum bíósal í Reykjavíkurborg en kvikmyndahúsið er það síðasta sem sýnir af filmu, frekar en stafrænt. Verkið fjallar um samskipti þriggja starfsmanna hússins sem drepa tímann með hversdagslegu spjalli á meðan poppinu er sópað burt. Þau Andrés, Rósa og Siggi eru ósköp venjulegt ungt fólk sem er að reyna finna sinn stað í tilvistinni. Textinn er lipurlega þýddur af Halldóri Laxness Halldórssyni sem hikar ekki við að halda í ensku sletturnar þar sem það hæfir en setja má spurningarmerki við þá ákvörðun að staðfæra verkið, þrátt fyrir að sú vinna sé hugvitssamlega útfærð. Davíð Þór Katrínarson þreytir hér frumraun sína í íslensku leikhúsi í hlutverki hins hlédræga og taugatrekkta Andrésar sem er með kvikmyndir á heilanum. Þvílíkur fundur fyrir Borgarleikhúsið. Náttúruleg framkoma hans og einlægni er ekki einungis hjartnæm heldur líka fádæma átakanleg. Hina bröttu Rósu leikur Kristín Þóra Haraldsdóttir af mikilli næmni en þrátt fyrir grófleika persónunnar kemur Kristín Þóra vel til skila að stælarnir eru einungis yfirskin. Hjörtur Jóhann Jónsson leikur Sigga kostulega, tímasetningar hans eru með eindæmum góðar en hann nær nýjum hæðum þegar þögnin verður Sigga óbærileg og hann leggur hjarta sitt á teppalagðan sýningarsalinn. Leikstjórnin er í höndum Dóru Jóhannsdóttur en hún er líka nýliði, þetta er í fyrsta skipti sem hún leikstýrir verki af þessu tagi í einum af stóru húsunum. Leikverkið er ekki auðvelt í meðförum enda frægt fyrir lengd sína og langar þagnir, en stundum er sem vofa Samuels Beckett svífi yfir bíósalnum. Eitt það markverðasta við sýninguna er mótleikurinn, hvernig leikararnir hlusta hver á annan og bregðast síðan við með tilsvari eða jafnvel líkamlegum viðbrögðum. Svo virðist vera að verkið hafi verið stytt, allavega í framsetningu, en upphaflega sýningin var þrír tímar. Það er vissulega synd að hafa ekki fengið að sjá leikritið í fullri lengd en skemmir ekki fyrir gæðum þessarar útgáfu. Nýja sviðið er tilvalinn salur fyrir sýningar á borð við Ræmuna og sviðshönnun Helgu I. Stefánsdóttur færir leikarana jafnvel enn þá nær áhorfendum þar sem sviðinu hallar hressilega fram á við. Einnig eru búningar hennar fallegir í öllum sínu hverdagsleika. Þórður Orri Pétursson vinnur lýsinguna listilega vel þar sem dauf loftljósin setja skemmtilegan svip á salinn. Um hljóðið sér Garðar Borgþórsson og tónlistin er í höndum Valdimars Jóhannssonar en þeir brúa bilið á milli atriða fagurlega. Ofsögum væri sagt að Ræman sé einhvers konar stórdrama en hversdagsleikinn er það sjaldnast. Aftur á móti er þetta afskaplega vel leikin og smellin sýning þar sem áhorfendum er gefinn tími til að kynnast og finna til með Andrési, Rósu og Sigga. Svoleiðis leikhús er ferðarinnar virði.Niðurstaða: Eftirminnileg sýning þar sem góður leikur fær að njóta sín. Leikhús Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Leikhús Ræman Höfundur: Annie Baker Leikstjóri: Dóra Jóhannsdóttir Leikarar: Hjörtur Jóhann Jónsson, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Davíð Þór Katrínarson, Eysteinn Sigurðarson og Arnar Dan Kristjánsson Leikmynd og búningar: Helga I. Stefánsdóttir Lýsing: Þórður Orri Pétursson Tónlist: Valdimar Jóhannsson Hljóð: Garðar Borgþórsson Leikgervi: Elín S. Gísladóttir Þýðing: Halldór Laxness Halldórsson Þann 11. janúar síðastliðinn hélt Leikfélag Reykjavíkur upp á 120 ára afmæli sitt með pompi og prakt í Borgarleikhúsinu. Ræman er að auki sex hundraðasta viðfangsefni leikfélagsins en höfundurinn Annie Baker vann hin virtu Pulitzer-verðlaun fyrir leikritið árið 2014. Ræman fer öll fram í niðurníddum bíósal í Reykjavíkurborg en kvikmyndahúsið er það síðasta sem sýnir af filmu, frekar en stafrænt. Verkið fjallar um samskipti þriggja starfsmanna hússins sem drepa tímann með hversdagslegu spjalli á meðan poppinu er sópað burt. Þau Andrés, Rósa og Siggi eru ósköp venjulegt ungt fólk sem er að reyna finna sinn stað í tilvistinni. Textinn er lipurlega þýddur af Halldóri Laxness Halldórssyni sem hikar ekki við að halda í ensku sletturnar þar sem það hæfir en setja má spurningarmerki við þá ákvörðun að staðfæra verkið, þrátt fyrir að sú vinna sé hugvitssamlega útfærð. Davíð Þór Katrínarson þreytir hér frumraun sína í íslensku leikhúsi í hlutverki hins hlédræga og taugatrekkta Andrésar sem er með kvikmyndir á heilanum. Þvílíkur fundur fyrir Borgarleikhúsið. Náttúruleg framkoma hans og einlægni er ekki einungis hjartnæm heldur líka fádæma átakanleg. Hina bröttu Rósu leikur Kristín Þóra Haraldsdóttir af mikilli næmni en þrátt fyrir grófleika persónunnar kemur Kristín Þóra vel til skila að stælarnir eru einungis yfirskin. Hjörtur Jóhann Jónsson leikur Sigga kostulega, tímasetningar hans eru með eindæmum góðar en hann nær nýjum hæðum þegar þögnin verður Sigga óbærileg og hann leggur hjarta sitt á teppalagðan sýningarsalinn. Leikstjórnin er í höndum Dóru Jóhannsdóttur en hún er líka nýliði, þetta er í fyrsta skipti sem hún leikstýrir verki af þessu tagi í einum af stóru húsunum. Leikverkið er ekki auðvelt í meðförum enda frægt fyrir lengd sína og langar þagnir, en stundum er sem vofa Samuels Beckett svífi yfir bíósalnum. Eitt það markverðasta við sýninguna er mótleikurinn, hvernig leikararnir hlusta hver á annan og bregðast síðan við með tilsvari eða jafnvel líkamlegum viðbrögðum. Svo virðist vera að verkið hafi verið stytt, allavega í framsetningu, en upphaflega sýningin var þrír tímar. Það er vissulega synd að hafa ekki fengið að sjá leikritið í fullri lengd en skemmir ekki fyrir gæðum þessarar útgáfu. Nýja sviðið er tilvalinn salur fyrir sýningar á borð við Ræmuna og sviðshönnun Helgu I. Stefánsdóttur færir leikarana jafnvel enn þá nær áhorfendum þar sem sviðinu hallar hressilega fram á við. Einnig eru búningar hennar fallegir í öllum sínu hverdagsleika. Þórður Orri Pétursson vinnur lýsinguna listilega vel þar sem dauf loftljósin setja skemmtilegan svip á salinn. Um hljóðið sér Garðar Borgþórsson og tónlistin er í höndum Valdimars Jóhannssonar en þeir brúa bilið á milli atriða fagurlega. Ofsögum væri sagt að Ræman sé einhvers konar stórdrama en hversdagsleikinn er það sjaldnast. Aftur á móti er þetta afskaplega vel leikin og smellin sýning þar sem áhorfendum er gefinn tími til að kynnast og finna til með Andrési, Rósu og Sigga. Svoleiðis leikhús er ferðarinnar virði.Niðurstaða: Eftirminnileg sýning þar sem góður leikur fær að njóta sín.
Leikhús Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira