Svipaður umsóknarfjöldi hjá SVFR og í fyrra Karl Lúðvíksson skrifar 13. janúar 2017 11:36 Ari Hermóður Jafetsson framkvæmdastjóri SVFR Í vikunni leið sá frestur sem félagar SVFR hafa til að njóta forgangs í leyfi hjá félaginu og svipað og í fyrra eru ákveðin veiðisvæði vinsælli en önnur. "Það er svipaður umsóknarfjöldi hjá okkur og í fyrra og aðalstraumurinn liggur í Elliðaárnar eins og áður fyrr" sagði Ari Hermóður Jafetsson í samtali við Veiðivísi. "Það er líka mikill umsóknarfjöldi í smærri ársvæðin eins og Andakílsá, Gljúfurá, Fáskrúð og Grjótá og Tálma. Eins er Haukadalsá er þétt setin sem og Hítará sem er með svipaðan umsóknarþunga og áður. Gufudalsá, Flókadalsá og Hjaltadalsá eru vinsælar sem fyrr" bætir Ari við. Flaggskip félagsins er Langá á Mýrum en þar er mikill umsóknarfjöldi um staka daga í september sem og þá daga sem voru lausir í júní. Áin er vel bókuð og lausum dögum fækkar hratt. Veiðin í ánni í fyrra var 1497 laxar en hefði getað verið umtalsvert hærri hefðu skilyrðin verið betri en miklir þurrkar einkenndu sumarið í fyrra og þrátt fyrir að mikið væri af laxi í ánni tók hann illa við þessi skilyrði. Það kemur ekki á óvart að mikill þungi sé á umsóknir í Elliðaárnar en áin er líklega ein vinsælasta veiðiá landsins. Það var mun meira af laxi í Elliðaánum í fyrra en veiðitölur segja til um en veiðiálag var líklega ekki nema um 30% og eins og með aðrar laxveiðiár á vesturlandi þjáðist áinn af vatnsleysi og heitu vatni stærstan part sumars. Þau leyfi sem fóru ekki út til félagsmanna fara svo á söluvefinn hjá SVFR innan skamms. Mest lesið Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði Rjúpan kostar allt að 5000 krónur stykkið Veiði Svona á að hamfletta rjúpurnar Veiði Tröllvaxnir þorskar að veiðast á sundunum við Reykjavík Veiði Veiðimenn kalla eftir ódýrari gistingu Veiði Kvennadeild SVFR hittist annað kvöld Veiði Fjórir komu í land á Blöndu í morgun Veiði 99 laxa dagur í Miðfjarðará í gær Veiði Nokkur ráð varðandi að láta rjúpu hanga Veiði Lax að veiðast í Hítará þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði
Í vikunni leið sá frestur sem félagar SVFR hafa til að njóta forgangs í leyfi hjá félaginu og svipað og í fyrra eru ákveðin veiðisvæði vinsælli en önnur. "Það er svipaður umsóknarfjöldi hjá okkur og í fyrra og aðalstraumurinn liggur í Elliðaárnar eins og áður fyrr" sagði Ari Hermóður Jafetsson í samtali við Veiðivísi. "Það er líka mikill umsóknarfjöldi í smærri ársvæðin eins og Andakílsá, Gljúfurá, Fáskrúð og Grjótá og Tálma. Eins er Haukadalsá er þétt setin sem og Hítará sem er með svipaðan umsóknarþunga og áður. Gufudalsá, Flókadalsá og Hjaltadalsá eru vinsælar sem fyrr" bætir Ari við. Flaggskip félagsins er Langá á Mýrum en þar er mikill umsóknarfjöldi um staka daga í september sem og þá daga sem voru lausir í júní. Áin er vel bókuð og lausum dögum fækkar hratt. Veiðin í ánni í fyrra var 1497 laxar en hefði getað verið umtalsvert hærri hefðu skilyrðin verið betri en miklir þurrkar einkenndu sumarið í fyrra og þrátt fyrir að mikið væri af laxi í ánni tók hann illa við þessi skilyrði. Það kemur ekki á óvart að mikill þungi sé á umsóknir í Elliðaárnar en áin er líklega ein vinsælasta veiðiá landsins. Það var mun meira af laxi í Elliðaánum í fyrra en veiðitölur segja til um en veiðiálag var líklega ekki nema um 30% og eins og með aðrar laxveiðiár á vesturlandi þjáðist áinn af vatnsleysi og heitu vatni stærstan part sumars. Þau leyfi sem fóru ekki út til félagsmanna fara svo á söluvefinn hjá SVFR innan skamms.
Mest lesið Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði Rjúpan kostar allt að 5000 krónur stykkið Veiði Svona á að hamfletta rjúpurnar Veiði Tröllvaxnir þorskar að veiðast á sundunum við Reykjavík Veiði Veiðimenn kalla eftir ódýrari gistingu Veiði Kvennadeild SVFR hittist annað kvöld Veiði Fjórir komu í land á Blöndu í morgun Veiði 99 laxa dagur í Miðfjarðará í gær Veiði Nokkur ráð varðandi að láta rjúpu hanga Veiði Lax að veiðast í Hítará þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði