Góðlátlegar lygar, að eilífu, amen Sif Sigmarsdóttir skrifar 14. janúar 2017 07:00 Í svefnherberginu mínu er kommóða sem fyllir mig í senn fjörgandi gleði og lamandi harmi. Kommóðan er barmafull af barnafötum sem sjö mánaða sonur minn er að mestu vaxinn upp úr. En þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að grisja skúffurnar og búa til pláss fyrir föt sem passa liggur framtíðarfatnaður drengsins vegalaus í plastbala á svefnherbergisgólfinu. Sonurinn stóð í göngugrind við hlið mér. Þetta var þriðja tilraun til að tækla kommóðuna. Ég opnaði efstu skúffuna. Þar lá grái samfestingurinn með broddgöltunum sem hann klæddist þegar hann kom heim af spítalanum. Þarna voru skórnir sem ég færði hann í þegar ég tók eftir fyrstu tönninni. Sonur minn skríkti, beraði góminn. Tennurnar voru orðnar fjórar. Fjórar! Nei. Verkið var mér um megn. Ég lokaði skúffunni.Þrjú þúsund milljón sinnum Þrá okkar eftir varanleika, löngunin til að ekkert breytist, ristir djúpt. Við geymum úr sér gengin seðlaveski í öruggum hirslum innan um götuð vegabréf og ónýt armbandsúr. Við heimsækjum æskuslóðirnar og okkur hlýnar um hjartarætur er við sjáum gamla sandkassann og öndum að okkur sætri lykt af kattahlandi. Því ef eitthvað er varanlegt í veröldinni getum við kannski verið það líka. Í þrá okkar eftir óbreytanleika speglast von okkar um ódauðleika. Trúleysingjar og aðrir sem ekki ganga út frá lífi eftir dauðann eru oft spurðir að því hvernig þeir fari að því að setja annan fótinn fram fyrir hinn; hvernig þeir finni tilgang til að ganga fram veginn ef þeir telji að hann leiði aðeins að ókleifum grjótvegg. Bandaríski eðlisfræðingurinn Sean Carroll leitaðist við að svara spurningunni í nýrri bók sinni The Big Picture: On the Origins of Life, Meaning, and the Universe Itself. Niðurstaða hans var á þessa leið: Meðal mannshjartað slær aðeins þrjú þúsund milljón sinnum áður en yfir lýkur. Við þeirri staðreynd er hægt að bregðast með tvennum hætti. 1) Láta bugast af því hve grimmilega nauman tíma náttúran skammtar okkur. 2) Nýta hvern einasta hjartslátt til hins ýtrasta.Skattaskjóls-skipstjóri í stafni Í liðinni viku furðuðu fjölmargir erlendir fjölmiðlar sig á okkur Íslendingum. Ástæðan var hin nýja ríkisstjórn landsins. Í kjölfar Panamalekans kölluðum við svo hátt eftir breytingum, við börðumst svo hart fyrir því að siðferðilega vankaðir aflendingar hunskuðust úr valdastólum, að boða varð til kosninga. Niðurstaðan liggur nú fyrir: Í stafni stendur á ný skattaskjóls-skipstjóri. Stefnumál nýrrar stjórnar eru í grófum dráttum þau sömu og þeirrar gömlu. Pólitísk undanbrögð, útúrsnúningar og lygar virðast enn hornsteinn stjórnmálamenningarinnar. Það er eitthvað hughreystandi við það að hlutirnir breytist ekki, við hið gamla góða. Kannski að Bjarni Ben geti haldið föðurlegum hlífiskildi yfir okkur og logið góðlátlega að okkur um skýrslur og aflandseignir eins og foreldri lýgur að barni um jólasveininn um alla eilífð. Kannski að sonur minn geti þá um alla eilífð verið sjö mánaða brosböggull með bollukinnar og fjórar tennur sem aldrei er með unglinga uppsteyt og flytur aldrei að heiman. Kannski. Við vitum þó öll sannleikann. Dægurflugan lifir aðeins einn dag. Sólin mun lognast út af eftir fimm milljarða ára. Endalokin eru í eðli náttúrunnar. En í stað þess að loka augunum fyrir þeirri staðreynd ættum við að nýta okkur hana.Þegar allt má bíða „Dauðinn er dökka undirlagið sem spegill þarf að hafa til að maður sjái eitthvað í honum.“ Saul Bellow. Segjum sem svo að við lifðum að eilífu. Þá væri engin ástæða til að hefja loks háskólanámið, sækja um stöðuhækkunina, lesa Halldór Laxness, finna ástina, eignast börn, fara í heilsuátak. Ef við hefðum óendanlega mikinn tíma gætum við gert allt – en allt mætti líka bíða. Dauðinn gerir lífið aðkallandi. Hann setur hlutina í samhengi. Beinir athygli okkar að því sem skiptir máli. Þrír milljarðar hjartslátta. Klukkan tifar. Kannski að við ættum að muna það næst þegar við stígum inn í kjörklefa. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun
Í svefnherberginu mínu er kommóða sem fyllir mig í senn fjörgandi gleði og lamandi harmi. Kommóðan er barmafull af barnafötum sem sjö mánaða sonur minn er að mestu vaxinn upp úr. En þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að grisja skúffurnar og búa til pláss fyrir föt sem passa liggur framtíðarfatnaður drengsins vegalaus í plastbala á svefnherbergisgólfinu. Sonurinn stóð í göngugrind við hlið mér. Þetta var þriðja tilraun til að tækla kommóðuna. Ég opnaði efstu skúffuna. Þar lá grái samfestingurinn með broddgöltunum sem hann klæddist þegar hann kom heim af spítalanum. Þarna voru skórnir sem ég færði hann í þegar ég tók eftir fyrstu tönninni. Sonur minn skríkti, beraði góminn. Tennurnar voru orðnar fjórar. Fjórar! Nei. Verkið var mér um megn. Ég lokaði skúffunni.Þrjú þúsund milljón sinnum Þrá okkar eftir varanleika, löngunin til að ekkert breytist, ristir djúpt. Við geymum úr sér gengin seðlaveski í öruggum hirslum innan um götuð vegabréf og ónýt armbandsúr. Við heimsækjum æskuslóðirnar og okkur hlýnar um hjartarætur er við sjáum gamla sandkassann og öndum að okkur sætri lykt af kattahlandi. Því ef eitthvað er varanlegt í veröldinni getum við kannski verið það líka. Í þrá okkar eftir óbreytanleika speglast von okkar um ódauðleika. Trúleysingjar og aðrir sem ekki ganga út frá lífi eftir dauðann eru oft spurðir að því hvernig þeir fari að því að setja annan fótinn fram fyrir hinn; hvernig þeir finni tilgang til að ganga fram veginn ef þeir telji að hann leiði aðeins að ókleifum grjótvegg. Bandaríski eðlisfræðingurinn Sean Carroll leitaðist við að svara spurningunni í nýrri bók sinni The Big Picture: On the Origins of Life, Meaning, and the Universe Itself. Niðurstaða hans var á þessa leið: Meðal mannshjartað slær aðeins þrjú þúsund milljón sinnum áður en yfir lýkur. Við þeirri staðreynd er hægt að bregðast með tvennum hætti. 1) Láta bugast af því hve grimmilega nauman tíma náttúran skammtar okkur. 2) Nýta hvern einasta hjartslátt til hins ýtrasta.Skattaskjóls-skipstjóri í stafni Í liðinni viku furðuðu fjölmargir erlendir fjölmiðlar sig á okkur Íslendingum. Ástæðan var hin nýja ríkisstjórn landsins. Í kjölfar Panamalekans kölluðum við svo hátt eftir breytingum, við börðumst svo hart fyrir því að siðferðilega vankaðir aflendingar hunskuðust úr valdastólum, að boða varð til kosninga. Niðurstaðan liggur nú fyrir: Í stafni stendur á ný skattaskjóls-skipstjóri. Stefnumál nýrrar stjórnar eru í grófum dráttum þau sömu og þeirrar gömlu. Pólitísk undanbrögð, útúrsnúningar og lygar virðast enn hornsteinn stjórnmálamenningarinnar. Það er eitthvað hughreystandi við það að hlutirnir breytist ekki, við hið gamla góða. Kannski að Bjarni Ben geti haldið föðurlegum hlífiskildi yfir okkur og logið góðlátlega að okkur um skýrslur og aflandseignir eins og foreldri lýgur að barni um jólasveininn um alla eilífð. Kannski að sonur minn geti þá um alla eilífð verið sjö mánaða brosböggull með bollukinnar og fjórar tennur sem aldrei er með unglinga uppsteyt og flytur aldrei að heiman. Kannski. Við vitum þó öll sannleikann. Dægurflugan lifir aðeins einn dag. Sólin mun lognast út af eftir fimm milljarða ára. Endalokin eru í eðli náttúrunnar. En í stað þess að loka augunum fyrir þeirri staðreynd ættum við að nýta okkur hana.Þegar allt má bíða „Dauðinn er dökka undirlagið sem spegill þarf að hafa til að maður sjái eitthvað í honum.“ Saul Bellow. Segjum sem svo að við lifðum að eilífu. Þá væri engin ástæða til að hefja loks háskólanámið, sækja um stöðuhækkunina, lesa Halldór Laxness, finna ástina, eignast börn, fara í heilsuátak. Ef við hefðum óendanlega mikinn tíma gætum við gert allt – en allt mætti líka bíða. Dauðinn gerir lífið aðkallandi. Hann setur hlutina í samhengi. Beinir athygli okkar að því sem skiptir máli. Þrír milljarðar hjartslátta. Klukkan tifar. Kannski að við ættum að muna það næst þegar við stígum inn í kjörklefa. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun