"Ætlar þú að landa honum á Selfossi?" Karl Lúðvíksson skrifar 2. janúar 2017 10:27 Laxinn þreyttur í ánni en ekki með veiðimanninn langt uppá bakka. Það er margt sem leiðsögumenn upplifa með veiðimönnum sem þeir fylgja um árnar og vonandi margt sem veiðimenn læra af leiðsögumönnum á sama tíma. Það er mikilvægt að hlusta á það sem leiðsögumaðurinn segir þér við bakkann því hann er alltaf með það að markmiði að þú veiðir ekki bara vel heldur að þú "veiðir vel" og þá er átt við að yfirferðin yfir veiðistaðin sé rétt, flugan sé rétt borin fyrir laxinn og umgengnin við veiðistaðinn góð þannig að von sé á að taka fleiri en einn og að sá sem á eftir þér kemur geti líka náð laxi í hylnum. Leiðsögumenn hika ekki við að kenna þér ný brögð og venja þig af gömlum ósiðum sem valda því kannski að þú veiðir minna en þú ættir að gera og ert kannski mikið að missa laxa. Ég ætla svo sem ekki að telja upp öll mistökin sem geta átt sér stað hjá óreyndum veiðimönnum þegar verið er að veiða lax en ein mistök ætla ég þó að nefna og það er þessi óskiljanlega árátta til að bakka lengst uppá land þegar verið er að þreyta lax. Ef þú stendur í ánni og laxinn tekur þá bakkar maður að landi og yfirleitt þreytir laxinn við bakkann. Kosturinn við að gera þetta er að sé stönginni haldið réttri í ca. 45 gráðu halla frá líkamanum er línan yfirleitt ekki í neinni hætti við að fara í steina í ánni og það sem skiptir mestu máli er að nú er stöngin að þreyta laxinn. Þegar laxinn fer að þreytast kemur meiri lína inn og það sem skal varast er að draga tauminn inn fyrir efstu lykkju. það er á þessum tímapunkti sem það er í lagi að bakka til að stranda laxinum en ekki fyrr. Sumarið 2016 var ég mað afar skemmtilegum viðskiptavin í veiði og var ég að leiðbeina þessum manni með sinn fyrsta flugulax. Þegar laxinn var kominn á og hann búinn að takast á við hann í 2 mínútur kannski sótti ég háfinn til að hafa hann klárann. Ég stóð síðan við hliðina á veiðimanninum og horfði í hylinn til að sjá laxinn og hvernig hann væri að haga sér meðan það væri verið að þreyta hann til að hægt væri að bregðast við óvæntum snúningum hans. Ég tek þá eftir því að línan er alltaf að leggjast neðar og neðar, lít þá til hliðar og hafði ekki tekið eftir því að kúnninn var kominn 10-12 metra inní land og var að reyna bakka lengra. Hnaut þá úr mér "ætlar þú að landa þessum laxi á Selfossi?". Hlátrasköll gullu við og öll einbeitning hvarf. Laxinn slapp en það breytti engu því þessi ágæti veiðimaður hló svo mikið að sínum eigin aðförum að það þurfti smá pásu til að jafna sig. Hann áttaði sig þó á mistökunum og sagði að einhver frændinn hefði sagt honum að þetta gerðu menn þegar væri verið að þreyta lax á flugu en það fylgdi bara ekki ráðunum hvenær það ætti að hætta að bakka. Mest lesið Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Varar við áætlunum um virkjanir í Þjórsá Veiði Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði
Það er margt sem leiðsögumenn upplifa með veiðimönnum sem þeir fylgja um árnar og vonandi margt sem veiðimenn læra af leiðsögumönnum á sama tíma. Það er mikilvægt að hlusta á það sem leiðsögumaðurinn segir þér við bakkann því hann er alltaf með það að markmiði að þú veiðir ekki bara vel heldur að þú "veiðir vel" og þá er átt við að yfirferðin yfir veiðistaðin sé rétt, flugan sé rétt borin fyrir laxinn og umgengnin við veiðistaðinn góð þannig að von sé á að taka fleiri en einn og að sá sem á eftir þér kemur geti líka náð laxi í hylnum. Leiðsögumenn hika ekki við að kenna þér ný brögð og venja þig af gömlum ósiðum sem valda því kannski að þú veiðir minna en þú ættir að gera og ert kannski mikið að missa laxa. Ég ætla svo sem ekki að telja upp öll mistökin sem geta átt sér stað hjá óreyndum veiðimönnum þegar verið er að veiða lax en ein mistök ætla ég þó að nefna og það er þessi óskiljanlega árátta til að bakka lengst uppá land þegar verið er að þreyta lax. Ef þú stendur í ánni og laxinn tekur þá bakkar maður að landi og yfirleitt þreytir laxinn við bakkann. Kosturinn við að gera þetta er að sé stönginni haldið réttri í ca. 45 gráðu halla frá líkamanum er línan yfirleitt ekki í neinni hætti við að fara í steina í ánni og það sem skiptir mestu máli er að nú er stöngin að þreyta laxinn. Þegar laxinn fer að þreytast kemur meiri lína inn og það sem skal varast er að draga tauminn inn fyrir efstu lykkju. það er á þessum tímapunkti sem það er í lagi að bakka til að stranda laxinum en ekki fyrr. Sumarið 2016 var ég mað afar skemmtilegum viðskiptavin í veiði og var ég að leiðbeina þessum manni með sinn fyrsta flugulax. Þegar laxinn var kominn á og hann búinn að takast á við hann í 2 mínútur kannski sótti ég háfinn til að hafa hann klárann. Ég stóð síðan við hliðina á veiðimanninum og horfði í hylinn til að sjá laxinn og hvernig hann væri að haga sér meðan það væri verið að þreyta hann til að hægt væri að bregðast við óvæntum snúningum hans. Ég tek þá eftir því að línan er alltaf að leggjast neðar og neðar, lít þá til hliðar og hafði ekki tekið eftir því að kúnninn var kominn 10-12 metra inní land og var að reyna bakka lengra. Hnaut þá úr mér "ætlar þú að landa þessum laxi á Selfossi?". Hlátrasköll gullu við og öll einbeitning hvarf. Laxinn slapp en það breytti engu því þessi ágæti veiðimaður hló svo mikið að sínum eigin aðförum að það þurfti smá pásu til að jafna sig. Hann áttaði sig þó á mistökunum og sagði að einhver frændinn hefði sagt honum að þetta gerðu menn þegar væri verið að þreyta lax á flugu en það fylgdi bara ekki ráðunum hvenær það ætti að hætta að bakka.
Mest lesið Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Varar við áætlunum um virkjanir í Þjórsá Veiði Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði