Í fyrsta sinn í 54 ár er Volvo ekki mest selda bílgerðin í Svíþjóð Finnur Thorlacius skrifar 2. janúar 2017 16:08 Zlatan Ibrahimovic og Volvo XC70. Svo bar við í fyrra að engin af bílgerðum Volvo var söluhæsti bíll ársins í Svíþjóð, heldur var það Volkswagen Golf. Alls seldust 372.296 bílar í Svíþjóð í fyrra og af þeim voru 22.084 af gerðinni Volkswagen Golf, eða tæp 6%. Í öðru sæti var Volvo V70/XC70 með 21.321 bíla selda en af þeirri bílgerð hafði selst 28.613 bílar árið áður og því um talvert minnkandi sölu milli ára, eða um 25,5%. Það skal tekið fram að Volvo S90/V90 leystu af hólmi V70/XC70 bílana á síðasta ári og er sala þeirra meðtalin í þessum tölum. Volvo átti reyndar einnig bílgerðina sem endaði í þriðja sætinu, eða Volvo V60. Samtals er Volvo ennþá með mesta markaðshlutdeild bílframleiðenda með 19,3% heildarmarkaðarins fyrir nýja bíla í fyrra. Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent
Svo bar við í fyrra að engin af bílgerðum Volvo var söluhæsti bíll ársins í Svíþjóð, heldur var það Volkswagen Golf. Alls seldust 372.296 bílar í Svíþjóð í fyrra og af þeim voru 22.084 af gerðinni Volkswagen Golf, eða tæp 6%. Í öðru sæti var Volvo V70/XC70 með 21.321 bíla selda en af þeirri bílgerð hafði selst 28.613 bílar árið áður og því um talvert minnkandi sölu milli ára, eða um 25,5%. Það skal tekið fram að Volvo S90/V90 leystu af hólmi V70/XC70 bílana á síðasta ári og er sala þeirra meðtalin í þessum tölum. Volvo átti reyndar einnig bílgerðina sem endaði í þriðja sætinu, eða Volvo V60. Samtals er Volvo ennþá með mesta markaðshlutdeild bílframleiðenda með 19,3% heildarmarkaðarins fyrir nýja bíla í fyrra.
Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent