Magnús Magnús Magnússon Guðmundur Andri Thorsson skrifar 2. janúar 2017 17:00 Svei mér þá ef ég var ekki hreinlega klökkur í gær þar sem ég var að aka einn í Öskjuhlíðinni á heimleið upp úr hádegi. Guðni forseti hafði nýlokið sínu vel samda og skörulega flutta ávarpi og ábúðarmikill kór söng þjóðsönginn. Ég hækkaði í útvarpinu og hoppaði milli bassa og tenórs eftir hentugleikum, af gömlu kórlauslæti, horfði á túristana þar sem þeir örkuðu hlýðnir en ögn ráðvilltir í átt að Perlunni, til þess eins væntanlega að komast að því að hún er helgidómur utan um ekki nokkurn skapaðan hlut, og var að rífa mig upp í eitt eiíííílífðar smáblóm þegar hann kom allt í einu í hugann, Magnús Magnús Magnússon, og í stað þess að góla þarna útbelgdur af ættjarðarást, fór ég að hlæja með sjálfum mér.Hinn mikliMagnús Magnús Magnússon er ein af mörgum persónum úr hinu frábæra áramótaskaupi fyrrakvöldsins sem lifa með manni áfram og á örugglega eftir að verða eitt af menningarmiðum manns á komandi tíð; maður á eftir að segja við fólk í ýmsum aðstæðum að það sé nú bara eins og Magnús Magnús Magnússon. Aðrar eftirminnilegar týpur eru matarsóunarkonan, persónulegi trúbadorinn Helgi sem færði í tóna það sem við hugsum öll um bankamálin, persóna Bjarna Benediktssonar sem færði umbúðarlaus í orð það sem hann hugsar kannski sjálfur um bankamálin – og auðvitað Indriði. En Magnús Magnús Magnússon var alveg sérstaklega ánægjulegur í öllum sínum dugnaðarlega og þrautseiga vanmætti. Hann er svo margt. Til dæmis bara nafnið: Magnús þýðir „hinn mikli“ og má segja að þessi þrástögun á nafninu endurspegli þjóðarkríli með útblásna sjálfsmynd. Endurtekningin er líka til vitnis um gríðarlega þörf Íslendinga til að vera eins. Vera og gera það sama aftur og aftur og aftur. Við getum flest séð okkur í grátbroslegri þrá mannsins til að falla í sama mót og fjöldinn, gera það sama og allir aðrir, hugsa það sama, þar sem stærsti óttinn er ævinlega við að skera sig úr en hin æðsta skylda að vera hluti af hjörð og elta leiðtoga, jórtra sömu tuggur og öll hin, láta reka sig í þau hólf sem fjallkóngar stjórnmálaflokkanna telja sig ráða yfir – hafa horn í síðu allra sem ekki þramma með. Þessi lífseiga tilhneiging Íslendinga til að samsama sig sauðkindinni kemur fram með ýmsu móti, nú síðast fyrir jól í því að Forystufé, snilldarbók eftir Ásgeir Jónsson frá Gottorp varð ein söluhæsta bók síðasta árs – þó að mann gruni að vísu að býsna margir sjái sig frekar sem forystufé en hitt sem fylgir.Boðskapur sögunnarMagnús Magnús Magnússon er að vísu hvorugt. Hann er ekki augljós forystuhrútur heldur þráir það eitt að falla í hjörðina og láta sál sína falla inn í hina stóru íslensku hópsál. Það sem er einmitt svo hrífandi við hann er fullkomið getuleysi hans til þess að vera eins og allir aðrir. Hann bara getur það alls ekki. Honum er fyrirmunað að klappa í takt. Hann hreinlega getur ekki verið eins og hjörðin. Er hann of mikill einstaklingur? Hefur hann sjálfur of sterkan takt í sér? Er hann forystuhrútur innst inni sem borinn er til að láta aðra fylgja sér? Eða er hann bara taktlaus og músíkfalskur Íslendingur af því tagi sem alltaf tekst að sölsa undir sig fjöldaklapp á tónleikum með því að klappa staðfastlega á fyrsta og þriðja takti en ekki öðrum og fjórða eins og músíkantarnir eru alltaf að reyna að láta íslenska salinn gera, þegar á að vera gaman á tónleikum? Eins og öll góð list gerir skilur þetta atriði áhorfandann eftir með fleiri spurningar en svarað er, en manni finnst samt eins og maður hafi orðið vitni að einhverju sem segi manni eitthvað um mannlegt eðli, hópsálareðli – smáþjóðareðli; og hversu erfitt það getur verið og þungbært að elta æðin sem með reglulegu millibili tröllríða þjóðlífinu. Og eins og öll góð list gerir, þá reif minningin um þetta atriði í mig á augnabliki þegar ég var að gefa mig á vald hugsunarlítilli tilfinningasemi sem beindist að landi og þjóð. Ættjarðarást er góð og holl, að unna sínum heimahögum, jörðinni sem fóstrar mann og fólk á undan manni hefur tengst með margvíslegu móti – slíkri kennd fylgir virðing og umhyggja við gróandanum. Og líka hitt að virða minningu og menningu genginna kynslóða og sjá til þess að rofni ekki samhengið í íslenskri tungu. En slíkum kenndum á alltaf að fylgja umhugsun, efasemd – og umfram allt: bros, hlátur, gleði. Ég þakka lesendum allt gamalt og gott og óska þeim velfarnaðar á nýju ári.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun
Svei mér þá ef ég var ekki hreinlega klökkur í gær þar sem ég var að aka einn í Öskjuhlíðinni á heimleið upp úr hádegi. Guðni forseti hafði nýlokið sínu vel samda og skörulega flutta ávarpi og ábúðarmikill kór söng þjóðsönginn. Ég hækkaði í útvarpinu og hoppaði milli bassa og tenórs eftir hentugleikum, af gömlu kórlauslæti, horfði á túristana þar sem þeir örkuðu hlýðnir en ögn ráðvilltir í átt að Perlunni, til þess eins væntanlega að komast að því að hún er helgidómur utan um ekki nokkurn skapaðan hlut, og var að rífa mig upp í eitt eiíííílífðar smáblóm þegar hann kom allt í einu í hugann, Magnús Magnús Magnússon, og í stað þess að góla þarna útbelgdur af ættjarðarást, fór ég að hlæja með sjálfum mér.Hinn mikliMagnús Magnús Magnússon er ein af mörgum persónum úr hinu frábæra áramótaskaupi fyrrakvöldsins sem lifa með manni áfram og á örugglega eftir að verða eitt af menningarmiðum manns á komandi tíð; maður á eftir að segja við fólk í ýmsum aðstæðum að það sé nú bara eins og Magnús Magnús Magnússon. Aðrar eftirminnilegar týpur eru matarsóunarkonan, persónulegi trúbadorinn Helgi sem færði í tóna það sem við hugsum öll um bankamálin, persóna Bjarna Benediktssonar sem færði umbúðarlaus í orð það sem hann hugsar kannski sjálfur um bankamálin – og auðvitað Indriði. En Magnús Magnús Magnússon var alveg sérstaklega ánægjulegur í öllum sínum dugnaðarlega og þrautseiga vanmætti. Hann er svo margt. Til dæmis bara nafnið: Magnús þýðir „hinn mikli“ og má segja að þessi þrástögun á nafninu endurspegli þjóðarkríli með útblásna sjálfsmynd. Endurtekningin er líka til vitnis um gríðarlega þörf Íslendinga til að vera eins. Vera og gera það sama aftur og aftur og aftur. Við getum flest séð okkur í grátbroslegri þrá mannsins til að falla í sama mót og fjöldinn, gera það sama og allir aðrir, hugsa það sama, þar sem stærsti óttinn er ævinlega við að skera sig úr en hin æðsta skylda að vera hluti af hjörð og elta leiðtoga, jórtra sömu tuggur og öll hin, láta reka sig í þau hólf sem fjallkóngar stjórnmálaflokkanna telja sig ráða yfir – hafa horn í síðu allra sem ekki þramma með. Þessi lífseiga tilhneiging Íslendinga til að samsama sig sauðkindinni kemur fram með ýmsu móti, nú síðast fyrir jól í því að Forystufé, snilldarbók eftir Ásgeir Jónsson frá Gottorp varð ein söluhæsta bók síðasta árs – þó að mann gruni að vísu að býsna margir sjái sig frekar sem forystufé en hitt sem fylgir.Boðskapur sögunnarMagnús Magnús Magnússon er að vísu hvorugt. Hann er ekki augljós forystuhrútur heldur þráir það eitt að falla í hjörðina og láta sál sína falla inn í hina stóru íslensku hópsál. Það sem er einmitt svo hrífandi við hann er fullkomið getuleysi hans til þess að vera eins og allir aðrir. Hann bara getur það alls ekki. Honum er fyrirmunað að klappa í takt. Hann hreinlega getur ekki verið eins og hjörðin. Er hann of mikill einstaklingur? Hefur hann sjálfur of sterkan takt í sér? Er hann forystuhrútur innst inni sem borinn er til að láta aðra fylgja sér? Eða er hann bara taktlaus og músíkfalskur Íslendingur af því tagi sem alltaf tekst að sölsa undir sig fjöldaklapp á tónleikum með því að klappa staðfastlega á fyrsta og þriðja takti en ekki öðrum og fjórða eins og músíkantarnir eru alltaf að reyna að láta íslenska salinn gera, þegar á að vera gaman á tónleikum? Eins og öll góð list gerir skilur þetta atriði áhorfandann eftir með fleiri spurningar en svarað er, en manni finnst samt eins og maður hafi orðið vitni að einhverju sem segi manni eitthvað um mannlegt eðli, hópsálareðli – smáþjóðareðli; og hversu erfitt það getur verið og þungbært að elta æðin sem með reglulegu millibili tröllríða þjóðlífinu. Og eins og öll góð list gerir, þá reif minningin um þetta atriði í mig á augnabliki þegar ég var að gefa mig á vald hugsunarlítilli tilfinningasemi sem beindist að landi og þjóð. Ættjarðarást er góð og holl, að unna sínum heimahögum, jörðinni sem fóstrar mann og fólk á undan manni hefur tengst með margvíslegu móti – slíkri kennd fylgir virðing og umhyggja við gróandanum. Og líka hitt að virða minningu og menningu genginna kynslóða og sjá til þess að rofni ekki samhengið í íslenskri tungu. En slíkum kenndum á alltaf að fylgja umhugsun, efasemd – og umfram allt: bros, hlátur, gleði. Ég þakka lesendum allt gamalt og gott og óska þeim velfarnaðar á nýju ári.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu