Kveikt í 945 bílum í Frakklandi um áramótin Finnur Thorlacius skrifar 4. janúar 2017 10:59 Sá leiði ósiður heldur áfram um hver áramót í Frakklandi að kveikja í bílum og valda með því miklu tjóni. Þessi áramót voru engin undanteknig frá því þar sem kveikt var í 945 bílum. Þessarar hrinu skemmdarverka fór fyrst að gæta uppúr 1990 í Strasbourg í austurhluta Frakklands, en þar býr mikið af fátæku fólki. Þaðan hefur ósiðurinn breiðst út til annarra borga í Frakklandi á nýarsnótt. Talið er að óánægð ungmenni sem hafa orðið undir í frönsku þjóðfélagi standi fyrir þessum íkveikjum. Þessa nýliðna nýársnótt var kveikt í 17% fleiri bílum en árið á undan og því virðist þessu bylgja skemmdarverka aðeins vera í vexti. Sem betur fer meiddist enginn alvarlega í þessum hildarleik þetta árið, en tjónið er sannarlega mikið. Franska lögreglan handtók 454 einstaklinga sem grunaðir eru um íkveikjur í bílum þessa dramtísku nótt og voru 301 þeirra settir undir lás og slá. Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Foráttuveður í kortunum Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent
Sá leiði ósiður heldur áfram um hver áramót í Frakklandi að kveikja í bílum og valda með því miklu tjóni. Þessi áramót voru engin undanteknig frá því þar sem kveikt var í 945 bílum. Þessarar hrinu skemmdarverka fór fyrst að gæta uppúr 1990 í Strasbourg í austurhluta Frakklands, en þar býr mikið af fátæku fólki. Þaðan hefur ósiðurinn breiðst út til annarra borga í Frakklandi á nýarsnótt. Talið er að óánægð ungmenni sem hafa orðið undir í frönsku þjóðfélagi standi fyrir þessum íkveikjum. Þessa nýliðna nýársnótt var kveikt í 17% fleiri bílum en árið á undan og því virðist þessu bylgja skemmdarverka aðeins vera í vexti. Sem betur fer meiddist enginn alvarlega í þessum hildarleik þetta árið, en tjónið er sannarlega mikið. Franska lögreglan handtók 454 einstaklinga sem grunaðir eru um íkveikjur í bílum þessa dramtísku nótt og voru 301 þeirra settir undir lás og slá.
Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Foráttuveður í kortunum Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent