Metsala Benz í fyrra Finnur Thorlacius skrifar 5. janúar 2017 09:26 Mercedes Benz GLS. Mercedes-Benz setti sölumet á Íslandi á árinu 2016 en alls seldust 412 Mercedes-Benz fólksbílar hér á landi. Söluaukningin á nýjum Mercedes-Benz bílum á síðasta ári, miðað við árið 2015, var 25,6%. Mercedes-Benz er áfram söluhæsta lúxusbílamerkið á Íslandi enn eitt árið. Þá seldust alls 223 nýir Mercedes-Benz atvinnubílar á árinu 2016, þar af 147 Sprinter bílar. ,,Við erum að vonum mjög ánægð með þennan frábæra árangur að ná metsölu með Mercedes-Benz bíla á árinu 2016. Nýja árið fer mjög vel af stað og það er mikil eftirspurn eftir GLE og GLC sportjeppunum og einnig er talsverð eftirspurn eftir GLS og GLC Coupé. Vörulína Mercedes-Benz er orðin svo breið að við höfum bíla sem henta öllum. Tengiltvinnbílarnir voru mjög vinsælir á síðasta ári og þá sérstaklega jepparnir og ég á ekki von á öðru en þeir verði það áfram. Spennandi verður að sjá nýja útgáfu af GLA núna í vor og svo nýjan S-Class síðar á árinu. Einnig er von á að hægt verði að byrja að panta X-Class pallbílinn í haust. Við horfum því björtum augum á árið og stefnum á að halda okkar striki," segir Ásgrímur Helgi Einarsson, sölustjóri Mercedes-Benz fólksbíla hjá bílaumboðinu Öskju. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent
Mercedes-Benz setti sölumet á Íslandi á árinu 2016 en alls seldust 412 Mercedes-Benz fólksbílar hér á landi. Söluaukningin á nýjum Mercedes-Benz bílum á síðasta ári, miðað við árið 2015, var 25,6%. Mercedes-Benz er áfram söluhæsta lúxusbílamerkið á Íslandi enn eitt árið. Þá seldust alls 223 nýir Mercedes-Benz atvinnubílar á árinu 2016, þar af 147 Sprinter bílar. ,,Við erum að vonum mjög ánægð með þennan frábæra árangur að ná metsölu með Mercedes-Benz bíla á árinu 2016. Nýja árið fer mjög vel af stað og það er mikil eftirspurn eftir GLE og GLC sportjeppunum og einnig er talsverð eftirspurn eftir GLS og GLC Coupé. Vörulína Mercedes-Benz er orðin svo breið að við höfum bíla sem henta öllum. Tengiltvinnbílarnir voru mjög vinsælir á síðasta ári og þá sérstaklega jepparnir og ég á ekki von á öðru en þeir verði það áfram. Spennandi verður að sjá nýja útgáfu af GLA núna í vor og svo nýjan S-Class síðar á árinu. Einnig er von á að hægt verði að byrja að panta X-Class pallbílinn í haust. Við horfum því björtum augum á árið og stefnum á að halda okkar striki," segir Ásgrímur Helgi Einarsson, sölustjóri Mercedes-Benz fólksbíla hjá bílaumboðinu Öskju.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent