Faraday Future í íslenskri náttúru Finnur Thorlacius skrifar 9. janúar 2017 09:52 Faraday Future FF 91 í íslenskri náttúru. Það eru ófáir bílaframleiðendurnir sem komið hafa hingað til lands með nýja bíla sína svo hafa megi íslenska náttúru í bakgrunni við myndatökur á þeim. Einn þeirra og líklega sá nýjasti er rafmagnsbílaframleiðendinn Faraday Future sem virðist í haust hafa komið með FF 91 bíl sinn hingað til lands og myndað hann í bak og fyrir, aðallega með hrjóstrugt og sendið landslag í bakgrunni. Þessar myndir sem hér sjást eru áberandi um allan heim þessa dagana og mikið notaðar við kynningu á þessum magnaða bíl. Faraday Future kynnti þennan nýja bíl sinn í síðustu viku á stórri raftækjasýningu í Las Vegas og eðlilega vakti hann þar mikla eftirvæntingu, en hér fer 1.050 hestafla rafmagnsbíll með 610 km drægi. Þessi bíll er ansi snöggur úr sporunum og kemst á 100 km hraða á 2,39 sekúndum.Kunnuglegt landslag.Hrjóstrugt landslag Íslands virðist líka þeim Faraday mönnum.Sandur og meiri sandur. Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Erlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent
Það eru ófáir bílaframleiðendurnir sem komið hafa hingað til lands með nýja bíla sína svo hafa megi íslenska náttúru í bakgrunni við myndatökur á þeim. Einn þeirra og líklega sá nýjasti er rafmagnsbílaframleiðendinn Faraday Future sem virðist í haust hafa komið með FF 91 bíl sinn hingað til lands og myndað hann í bak og fyrir, aðallega með hrjóstrugt og sendið landslag í bakgrunni. Þessar myndir sem hér sjást eru áberandi um allan heim þessa dagana og mikið notaðar við kynningu á þessum magnaða bíl. Faraday Future kynnti þennan nýja bíl sinn í síðustu viku á stórri raftækjasýningu í Las Vegas og eðlilega vakti hann þar mikla eftirvæntingu, en hér fer 1.050 hestafla rafmagnsbíll með 610 km drægi. Þessi bíll er ansi snöggur úr sporunum og kemst á 100 km hraða á 2,39 sekúndum.Kunnuglegt landslag.Hrjóstrugt landslag Íslands virðist líka þeim Faraday mönnum.Sandur og meiri sandur.
Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Erlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent