Mamma fékk Bimma í jólagjöf frá sonunum Finnur Thorlacius skrifar 30. desember 2016 09:23 Það er alltaf gaman að færa óvæntar jólagjafir, ekki síst þegar þiggjandinn hefur dreymt um hana í marga áratugi. Bræðurnir Daniel og Jason, sem búa í Ástralíu, vildu sýna mömmu sinni hve vænt þeim þykir um hana og færðu henni BMW 3-línu bíl um jólin, en sá bíll hefur lengi vakið mikla aðdáun í augum móðurinnar. Þeir létu þau orð fylgja að móðir þeirra hefði fært svo miklar fórnir fyrir þá tvo í gegnum árin að nú væri tími til kominn að þakka aðeins fyrir sig. Bræðurnir höfðu safnað fyrir bílnum í heil 10 ár, en nú var komið að því að færa henni draumabílinn. Viðbrögð móðurinnar eru ansi skondin og þess virði að skoða hér að ofan. Hún trúir ekki sínum eigin augum og vill eiginlega ekki þiggja bílinn, en það varð þó úr á endanum. Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent
Það er alltaf gaman að færa óvæntar jólagjafir, ekki síst þegar þiggjandinn hefur dreymt um hana í marga áratugi. Bræðurnir Daniel og Jason, sem búa í Ástralíu, vildu sýna mömmu sinni hve vænt þeim þykir um hana og færðu henni BMW 3-línu bíl um jólin, en sá bíll hefur lengi vakið mikla aðdáun í augum móðurinnar. Þeir létu þau orð fylgja að móðir þeirra hefði fært svo miklar fórnir fyrir þá tvo í gegnum árin að nú væri tími til kominn að þakka aðeins fyrir sig. Bræðurnir höfðu safnað fyrir bílnum í heil 10 ár, en nú var komið að því að færa henni draumabílinn. Viðbrögð móðurinnar eru ansi skondin og þess virði að skoða hér að ofan. Hún trúir ekki sínum eigin augum og vill eiginlega ekki þiggja bílinn, en það varð þó úr á endanum.
Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent