Nítján manns tróðu sér í Tesla Model S Finnur Thorlacius skrifar 30. desember 2016 14:25 Tesla Model S rafmagnsbíllinn er fremur stór fólksbíll og er reyndar skráður fyrir 7 manns, þó svo tvö af þeim sætum séu helst ætluð börnum. En hvað skildi margir í raun komast í Tesla Model S bíl? Það vildi margfaldur handhafi meta í heimsmetabóka Guinness, Carl Reese finna út og fékk fjölskyldu sína og vini í lið með sér. Einir 19 þeirra náðu að troða sér inní Tesla Model S bílinn. Það má örugglega gera betur en þetta því metið fyrir farþegafjölda í hinum smávaxna Mini er 26 manns. Nítján farþegar er samt ágætt fyrir rafmagnsbíl sem er með afar stór batterí. Þeim er þó svo haganlega fyrirkomið í botni bílsins að farþegarýmið er með því allra besta sem sést hefur í fólksbílum. Auk þess má segja Tesla Model S bílnum til hróss að þokkalegt flutningsrými er undir húddi bílsins, þar sem í hefðbundnum bílum væri vél. Rafmótorar bílsins eru þó ekki þar, heldur nær hjólum bílsins og því skapast þarna viðbótar flutningsrými. Smá má hvernig 19 manns troða sér inní Tesla bílinn hér að ofan. Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent
Tesla Model S rafmagnsbíllinn er fremur stór fólksbíll og er reyndar skráður fyrir 7 manns, þó svo tvö af þeim sætum séu helst ætluð börnum. En hvað skildi margir í raun komast í Tesla Model S bíl? Það vildi margfaldur handhafi meta í heimsmetabóka Guinness, Carl Reese finna út og fékk fjölskyldu sína og vini í lið með sér. Einir 19 þeirra náðu að troða sér inní Tesla Model S bílinn. Það má örugglega gera betur en þetta því metið fyrir farþegafjölda í hinum smávaxna Mini er 26 manns. Nítján farþegar er samt ágætt fyrir rafmagnsbíl sem er með afar stór batterí. Þeim er þó svo haganlega fyrirkomið í botni bílsins að farþegarýmið er með því allra besta sem sést hefur í fólksbílum. Auk þess má segja Tesla Model S bílnum til hróss að þokkalegt flutningsrými er undir húddi bílsins, þar sem í hefðbundnum bílum væri vél. Rafmótorar bílsins eru þó ekki þar, heldur nær hjólum bílsins og því skapast þarna viðbótar flutningsrými. Smá má hvernig 19 manns troða sér inní Tesla bílinn hér að ofan.
Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent