Aukning bílasölu 7 ár í röð vestra Finnur Thorlacius skrifar 27. desember 2016 15:55 Sala á Jeep bílum hefur verið frábær í Bandaríkjunum í ár, sem og víðar um heiminn. Nú er enn eitt árið að renna sitt skeið þar sem aukning hefur orðið í bílasölu í Bandaríkjunum og markar árið í ár það sjöunda í röðinni þar sem vöxtur hefur orðið milli ára. Það gerðist síðast fyrir meira en öld síðan og var þá keyrt áfram á síaukinni sölu T-Ford bílsins. Ekki mun muna miklu á sölunni í ár og í fyrra og er því spáð að aðeins muni muna 26.000 bílum, en bæði í ár og í fyrra er salan um 17,5 milljón bílar. Það var mjög mikil bílasala í nóvember sem líklega mun tryggja það að fleiri bílar seljist í ár en í fyrra. Einnig hefur það hjálpað mikið til að bílaframleiðendur og bílasalar hafa gefið mjög háa afslætti af nýjum bílum undanfarna mánuði og hafa hærri afslættir aldrei sést. Ástæða þess er aðallega vegna mikillar offramleiðslu bílaframleiðenda og hafa talsverðar birgðir safnast upp sem þessum aðilum er umhugað um að koma út sem fyrst. Allir bandarísku bílaframleiðendurnir hafa vegna þessa ákveðið að stöðva framleiðslu að mestu í fyrstu viku næsta árs í mörgum af verksmiðjum sínum og því verður áramótafríið óvenju langt hjá starfsfólki í þeim verksmiðjum. Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent
Nú er enn eitt árið að renna sitt skeið þar sem aukning hefur orðið í bílasölu í Bandaríkjunum og markar árið í ár það sjöunda í röðinni þar sem vöxtur hefur orðið milli ára. Það gerðist síðast fyrir meira en öld síðan og var þá keyrt áfram á síaukinni sölu T-Ford bílsins. Ekki mun muna miklu á sölunni í ár og í fyrra og er því spáð að aðeins muni muna 26.000 bílum, en bæði í ár og í fyrra er salan um 17,5 milljón bílar. Það var mjög mikil bílasala í nóvember sem líklega mun tryggja það að fleiri bílar seljist í ár en í fyrra. Einnig hefur það hjálpað mikið til að bílaframleiðendur og bílasalar hafa gefið mjög háa afslætti af nýjum bílum undanfarna mánuði og hafa hærri afslættir aldrei sést. Ástæða þess er aðallega vegna mikillar offramleiðslu bílaframleiðenda og hafa talsverðar birgðir safnast upp sem þessum aðilum er umhugað um að koma út sem fyrst. Allir bandarísku bílaframleiðendurnir hafa vegna þessa ákveðið að stöðva framleiðslu að mestu í fyrstu viku næsta árs í mörgum af verksmiðjum sínum og því verður áramótafríið óvenju langt hjá starfsfólki í þeim verksmiðjum.
Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent