Rússi ók inní flugstöð á flótta frá lögreglu Finnur Thorlacius skrifar 27. desember 2016 16:54 Allra furðulegustu og ótrúlegustu hlutir gerast einhverra hluta vegna flestir í Rússlandi. Lögreglumennirnir sem eltu þennan brotamann trúðu ekki sínum eigin augum þegar þeir horfðu á eftir honum aka Lada Samara bíl sínum inní flugstöðina á Kazan í Rússlandi á flótta sínum undan þeim. Til þess þurfti hann reyndar að aka nokkrum sinnum á hurðina inní flugstöðina uns hún loks gaf sig. Á meðan lömdu lögreglumennirnir bílinn að utan, en náðu ekki að stöðva för hans fyrr en hann hafði ekið dágóðan spöl um flugstöðina. Með ruddaakstri sínum náði brotamaðurinn að valda 11 milljón króna tjóni. Hann náðist þó að lokum og gistir nú fangaklefana í Kazan og bíður dóms fyrir verknað sinn. Helsta ástæðan fyrir því að hann var að flýja laganna verði var líklega sú að í bíl hans voru 4 grömm af marijuana. Það er þó ekki stór ástæða til að valda 11 milljón króna tjóni og setja fjölda fólks í mikla hættu. Myndskeiðið hér að ofan sýnir flóttatilraun hans. Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent
Allra furðulegustu og ótrúlegustu hlutir gerast einhverra hluta vegna flestir í Rússlandi. Lögreglumennirnir sem eltu þennan brotamann trúðu ekki sínum eigin augum þegar þeir horfðu á eftir honum aka Lada Samara bíl sínum inní flugstöðina á Kazan í Rússlandi á flótta sínum undan þeim. Til þess þurfti hann reyndar að aka nokkrum sinnum á hurðina inní flugstöðina uns hún loks gaf sig. Á meðan lömdu lögreglumennirnir bílinn að utan, en náðu ekki að stöðva för hans fyrr en hann hafði ekið dágóðan spöl um flugstöðina. Með ruddaakstri sínum náði brotamaðurinn að valda 11 milljón króna tjóni. Hann náðist þó að lokum og gistir nú fangaklefana í Kazan og bíður dóms fyrir verknað sinn. Helsta ástæðan fyrir því að hann var að flýja laganna verði var líklega sú að í bíl hans voru 4 grömm af marijuana. Það er þó ekki stór ástæða til að valda 11 milljón króna tjóni og setja fjölda fólks í mikla hættu. Myndskeiðið hér að ofan sýnir flóttatilraun hans.
Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent