Umhverfisráðherra Þýskalands keypti Tesla Model S í hefndarskyni Finnur Thorlacius skrifar 29. desember 2016 13:44 Tesla Model S. Mikið er nú deilt á Umhverfisráðherra Þýskalands í heimalandi hans þar sem hann keypti nýverið bandarískan rafmagnsbíl, Tesla Model S 90D, en ekki þýskan. Hann keypti bílinn fyrir opinbert fé og ekki þykir það styrkja málstað hans. Hann svarar hinsvegar gagnrýninni með því að enginn þýskur rafmagnsbíll hefur nærri jafn mikið drægi og Tesla Model S 90D, eða 512 kílómetra. Sá sem næstur honum kemur af heimabílum er Volkswagen e-Golf með 300 km drægi og er sá bíll nýkominn á markað. Með kaupum sínum á Tesla bílnum er Umhverfisráherrann Johannes Remmel að skjóta á þýska bílaframleiðendur og benda þeim á að þeir bjóða ekki rafmagnsbíla með nærri því eins mikið drægi og Tesla. Þó svo að Volkswagen bílasamstæðan hafi uppi áætlanir um 30 nýja rafmagns- og tengiltvinnbíla fram til ársins 2025, þá sé enn ekki kominn fram rafmagnsbíll sem stenst Tesla bílum snúninginn hvað drægi varðar og ráðherrann er með kaupunum að hvetja þá til að bæta úr þessu sem fyrst. Volkswagen ætlar að setja á markað I.D. Concept rafmagnsbíl sinn árið 2020 með 600 km drægi, en í það er á fjórða ár og allt eins víst að rafmagnsbílaframleiðendur í öðrum löndum verði þá búnir að skáka honum við í drægi. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent
Mikið er nú deilt á Umhverfisráðherra Þýskalands í heimalandi hans þar sem hann keypti nýverið bandarískan rafmagnsbíl, Tesla Model S 90D, en ekki þýskan. Hann keypti bílinn fyrir opinbert fé og ekki þykir það styrkja málstað hans. Hann svarar hinsvegar gagnrýninni með því að enginn þýskur rafmagnsbíll hefur nærri jafn mikið drægi og Tesla Model S 90D, eða 512 kílómetra. Sá sem næstur honum kemur af heimabílum er Volkswagen e-Golf með 300 km drægi og er sá bíll nýkominn á markað. Með kaupum sínum á Tesla bílnum er Umhverfisráherrann Johannes Remmel að skjóta á þýska bílaframleiðendur og benda þeim á að þeir bjóða ekki rafmagnsbíla með nærri því eins mikið drægi og Tesla. Þó svo að Volkswagen bílasamstæðan hafi uppi áætlanir um 30 nýja rafmagns- og tengiltvinnbíla fram til ársins 2025, þá sé enn ekki kominn fram rafmagnsbíll sem stenst Tesla bílum snúninginn hvað drægi varðar og ráðherrann er með kaupunum að hvetja þá til að bæta úr þessu sem fyrst. Volkswagen ætlar að setja á markað I.D. Concept rafmagnsbíl sinn árið 2020 með 600 km drægi, en í það er á fjórða ár og allt eins víst að rafmagnsbílaframleiðendur í öðrum löndum verði þá búnir að skáka honum við í drægi.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent