Renault rafmagnsbíll á undir milljón Finnur Thorlacius skrifar 13. desember 2016 13:27 Renault hefur selt vel af litla rafmagnsbílnum Zoe. Í síðustu viku gaf Renault frá sér fréttatilkynningu þar sem sagt var frá yfirmannsskiptum í rafmagnsbíladeild Renault. Ef til vill ekki mjög fréttnæmt það, en nokkru neðar í tilkynningunni er getið um nýsmíði afar ódýrs rafmagnsbíls sem Renault vinnur nú að. Hann á að kosta á bilinu 7.000 til 8.000 dollara, eða 770.000 til 880.000 krónur og það áður en til koma endurgreiðslur sem stjórnvöld víða um heim greiða þeim sem kjósa að fjárfesta í rafmagnsbílum. Renault er að þróa þennan bíl með systurfyrirtæki sínu Nissan, en engar nákvæmari upplýsingar eru gefnar upp um bílinn ódýra. Þessi tilkynning frá Renault kemur í kjölfar kynningar á nýjum Renault Kangoo sendibíls sem kemst nú 60% lengra á hverri hleðslu og er með 270 km drægi og 2017 árgerðarinnar af Renault Zoe rafmagnsbílnum sem nú er með 300 km drægni. Það er því greinilega allt að gerast hjá Renault hvað rafmagnsbíla varðar. Renault er með 25% markaðshlutdeild í rafmagnsbílum í Evrópu og hefur selt meira en 100.000 rafmagnsbíla í Evrópu frá árinu 2012. Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent
Í síðustu viku gaf Renault frá sér fréttatilkynningu þar sem sagt var frá yfirmannsskiptum í rafmagnsbíladeild Renault. Ef til vill ekki mjög fréttnæmt það, en nokkru neðar í tilkynningunni er getið um nýsmíði afar ódýrs rafmagnsbíls sem Renault vinnur nú að. Hann á að kosta á bilinu 7.000 til 8.000 dollara, eða 770.000 til 880.000 krónur og það áður en til koma endurgreiðslur sem stjórnvöld víða um heim greiða þeim sem kjósa að fjárfesta í rafmagnsbílum. Renault er að þróa þennan bíl með systurfyrirtæki sínu Nissan, en engar nákvæmari upplýsingar eru gefnar upp um bílinn ódýra. Þessi tilkynning frá Renault kemur í kjölfar kynningar á nýjum Renault Kangoo sendibíls sem kemst nú 60% lengra á hverri hleðslu og er með 270 km drægi og 2017 árgerðarinnar af Renault Zoe rafmagnsbílnum sem nú er með 300 km drægni. Það er því greinilega allt að gerast hjá Renault hvað rafmagnsbíla varðar. Renault er með 25% markaðshlutdeild í rafmagnsbílum í Evrópu og hefur selt meira en 100.000 rafmagnsbíla í Evrópu frá árinu 2012.
Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent