Sýnir sjónvarpsbakara Skagann og skyrkökur í þætti Food Network Stefán Þór Hjartarson skrifar 14. desember 2016 11:00 Eva Laufey ætlar að henda í skyrkökur eins og henni einni er lagið fyrir Bretana. Vísir/Valli Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir verður tekin fyrir í þætti Paul Hollywood á Food Network. Hún ætlar að baka handa honum skyrkökur og sýna honum Akranes. Food Network fékk áhuga á Evu eftir að hafa lesið nýjustu bókina hennar Kökugleði Evu. „Food Network-teymið er á landinu að taka upp þátt og hann er að koma til mín hann Paul Hollywood, einn þekktasti bakari og sjónvarpsmaður í Bretlandi. Við erum að fara að baka saman,“ segir Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir, sjónvarpskokkur og matarbloggari. Paul Hollywood er hvað þekktastur fyrir að vera einn dómarinn í hinum gríðarvinsæla sjónvarpsþætti The Great British Bake Off á BBC, en þættirnir sem eru nú á sínu sjöunda ári eru taldir hafa endurvakið áhuga Breta á bakstri og voru langvinsælustu þættirnir á BBC Two fyrstu árin sem þeir voru sýndir og hafa nú verið færður yfir á BBC One.Paul Hollywood er vel þekktur og vinsæll í heimalandi sínu.NordicPhotos/Getty„Hann er sem sagt með þátt sem heitir Paul Hollywood City Bakes þar sem hann ferðast til mismunandi landa og fræðist um matargerð í hverju landi fyrir sig og nú er komið að Íslandi. Mitt hlutverk er að sýna honum íslenskan bakstur. Við ætlum mest að fjalla um skyr og skyrkökur. Ég mun leyfa honum að smakka nokkrar kökur og fara með honum upp á Akranes og sýna honum aðeins Skagann. Ég ætla að fara með hann í Verslun Einars Ólafssonar, sem er ein af elstu búðum landsins, svona kaupmaðurinn á horninu. Síðan ætlum við bara heim til mín og baka.“Hvernig kemur það til að þau á Food Network leita til þín? „Þau komu hingað í leiðangur fyrir svona mánuði og sáu þar kökubókina mína og fundu út að ég væri tilvalin í að sýna Paul skyrkökur og þess vegna ætlum við að gera skyrkökur.“ Eva Laufey gaf nýlega út bókina Kökugleði Evu þar sem hún birtir einar áttatíu uppskriftir að kökum og það er einmitt þessi bók sem Paul Hollywood og fólkið í Food Network fann í vettvangsleiðangri sínum til landsins.Hvenær getum við síðan horft á þessi herlegheit? „Ég veit ekki hvenær þetta verður sýnt en það er væntanlega eftir áramót í næstu seríu þáttanna,“ segir Eva Laufey að lokum. Það verður ansi fróðlegt að sjá hvernig Paul Hollywood líst á skyrkökurnar hennar Evu. Eva Laufey Matur Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir verður tekin fyrir í þætti Paul Hollywood á Food Network. Hún ætlar að baka handa honum skyrkökur og sýna honum Akranes. Food Network fékk áhuga á Evu eftir að hafa lesið nýjustu bókina hennar Kökugleði Evu. „Food Network-teymið er á landinu að taka upp þátt og hann er að koma til mín hann Paul Hollywood, einn þekktasti bakari og sjónvarpsmaður í Bretlandi. Við erum að fara að baka saman,“ segir Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir, sjónvarpskokkur og matarbloggari. Paul Hollywood er hvað þekktastur fyrir að vera einn dómarinn í hinum gríðarvinsæla sjónvarpsþætti The Great British Bake Off á BBC, en þættirnir sem eru nú á sínu sjöunda ári eru taldir hafa endurvakið áhuga Breta á bakstri og voru langvinsælustu þættirnir á BBC Two fyrstu árin sem þeir voru sýndir og hafa nú verið færður yfir á BBC One.Paul Hollywood er vel þekktur og vinsæll í heimalandi sínu.NordicPhotos/Getty„Hann er sem sagt með þátt sem heitir Paul Hollywood City Bakes þar sem hann ferðast til mismunandi landa og fræðist um matargerð í hverju landi fyrir sig og nú er komið að Íslandi. Mitt hlutverk er að sýna honum íslenskan bakstur. Við ætlum mest að fjalla um skyr og skyrkökur. Ég mun leyfa honum að smakka nokkrar kökur og fara með honum upp á Akranes og sýna honum aðeins Skagann. Ég ætla að fara með hann í Verslun Einars Ólafssonar, sem er ein af elstu búðum landsins, svona kaupmaðurinn á horninu. Síðan ætlum við bara heim til mín og baka.“Hvernig kemur það til að þau á Food Network leita til þín? „Þau komu hingað í leiðangur fyrir svona mánuði og sáu þar kökubókina mína og fundu út að ég væri tilvalin í að sýna Paul skyrkökur og þess vegna ætlum við að gera skyrkökur.“ Eva Laufey gaf nýlega út bókina Kökugleði Evu þar sem hún birtir einar áttatíu uppskriftir að kökum og það er einmitt þessi bók sem Paul Hollywood og fólkið í Food Network fann í vettvangsleiðangri sínum til landsins.Hvenær getum við síðan horft á þessi herlegheit? „Ég veit ekki hvenær þetta verður sýnt en það er væntanlega eftir áramót í næstu seríu þáttanna,“ segir Eva Laufey að lokum. Það verður ansi fróðlegt að sjá hvernig Paul Hollywood líst á skyrkökurnar hennar Evu.
Eva Laufey Matur Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira