Bílar

Tárin runnu er afi fékk aftur Chevrolet ´55 Bel Air

Finnur Thorlacius skrifar
Foreldrar afa gamla gáfu honum draumabílinn Chevrolet´55 Bel Air þegar hann var 16 ára en þegar eldri systir hans og eiginmaður voru á leið til Kaliforníu tók móðir hans af honum bílinn. Þau óku áleiðis en bíllinn bilaði á leiðinni og þau seldu hann í brotajárn. Hann sá aldrei bílinn aftur og hefur grátið hann síðan.

Í raun átti hann bara tvo drauma í lífinu, að eignast hús yfir höfuðið og eiga Chevrolet ´55 Bel Air. Afabarn hans gaf honum hús og hér sést þegar hann gefur honum einnig algjörlega uppgerðan Chevrolet ´55 Bel Air.

Afi gamli getur ekki hamið tárin og víst er að einhverjir eiga eftir að gera það líka við að horfa á myndskeiðið hér að ofan. Alls ekki slæmt að eiga barnabörn eins og þennan gjafmilda mann.






×