Akstur Volvo bíla Uber bannaður eftir umferðarlagabrot Finnur Thorlacius skrifar 16. desember 2016 09:18 Volvoinn frá Uber ekur hér yfir á rauðu ljósi. Í vikunni setti leigubílafyrirtækið Uber flota af sjálfkeyrandi Volvo XC90 bílum á göturnar í Kaliforníu og vakti það athygli fjölmiðla. Það vakti því ekki síður athygli í gær að yfirvöld bönnuðu Uber að nota bílana þar til að tilheyrandi leyfi væri í lagi. Hvort að ástæðan hafi verið sú að í gær náðist myndband af einum bíla Uber að aka yfir á rauðu ljósi við gangbraut skal ósagt látið, en tímaröðin er athyglisverð í þessu ljósi. Í yfirlýsingu frá Uber er bílstjóranum kennt um, en hér má sjá yfirlýsinguna í heild sinni: “Atvik þetta var vegna mannlegra mistaka. Þetta er einmitt ástæðan fyrir því að við trúum að sjálfkeyrandi bílar auka umferðaröryggi. Þessi tiltekni bíll var ekki hluti af kynningarprógramminu og var ekki með farþega innanborðs. Ökumaður bílsins hefur verið sendur í leyfi á meðan að rannsókn stendur yfir.” Þessi grein birtist fyrst á billinn.is Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent
Í vikunni setti leigubílafyrirtækið Uber flota af sjálfkeyrandi Volvo XC90 bílum á göturnar í Kaliforníu og vakti það athygli fjölmiðla. Það vakti því ekki síður athygli í gær að yfirvöld bönnuðu Uber að nota bílana þar til að tilheyrandi leyfi væri í lagi. Hvort að ástæðan hafi verið sú að í gær náðist myndband af einum bíla Uber að aka yfir á rauðu ljósi við gangbraut skal ósagt látið, en tímaröðin er athyglisverð í þessu ljósi. Í yfirlýsingu frá Uber er bílstjóranum kennt um, en hér má sjá yfirlýsinguna í heild sinni: “Atvik þetta var vegna mannlegra mistaka. Þetta er einmitt ástæðan fyrir því að við trúum að sjálfkeyrandi bílar auka umferðaröryggi. Þessi tiltekni bíll var ekki hluti af kynningarprógramminu og var ekki með farþega innanborðs. Ökumaður bílsins hefur verið sendur í leyfi á meðan að rannsókn stendur yfir.” Þessi grein birtist fyrst á billinn.is
Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent