Afar stressuð fyrir kossinn í Love Actually sem var fyrsti kossinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. desember 2016 17:00 Joanna smellir kossi á kinn Sam Leikkonan Olivia Olson segist aldrei hafa getað gert sér í hugarlund hve vinsæl kvikmyndin Love Actually yrði. Óhætt er að segja að hún sé orðin fastagestur á skjám fólks víða um heim en myndin skartar einvala liði leikara og er afar vinsæl. Þrettán ár eru liðin síðan myndin kom út. Flestir þekkja vel til myndarinnar sem fjallar um ástina frá ýmsum sjónarhornum, ómögulega ást, ást barna, ást efri stétta við þá neðri og þar fram eftir götunum. Olson leikur hina ungu Joönnu sem skólabróðir hennar Sam fellur fyrir. Til að gera langa sögu stutta þá endar þeirra saga fallega og smellir Joanna meðal annars kossi á kinn hins unga Sam, sem er handviss að hann er ástfanginn af henni. Thomas Brodie-Sangster fór með hlutverk Sam í myndinni. „Þetta var fyrsti kossinn minn, og á skjánum líka,“ segir Olson í viðtali við E-online sem má sjá hér að neðan. „Ég var mjög stressuð af því ég var pínulítið skotin í Thomas á sínum tíma og svo hafði ég líka áhyggjur af því ég var hávaxnari en hann,“ segir Olson. „Það er frábært að fyrsta myndin sem ég lék í varð að sígildri jólamynd,“ segir Olson. Það sé spennandi að fólk sé enn að tala um myndina. Olson minnist ráða sem Emma Thompson, sem fer með hlutverk í myndinni, deildi með leikurunum ungu hvernig maður ætti að fara að því að gráta. Thompson leikur konu sem lendir í því að eiginmaður hennar fer að sýna yngri konu áhuga. Olson hefur eftir Emmu: „Ég set mig í spor þess sem ég leik, ég hugsa ekki um neitt sorglegt. Ég hugsa bara um það hvernig mér myndi líða ef eiginmaður minn væri að halda framhjá mér.“ „Við krakkarnir í myndinni fylgdumst grannt með þegar atriðin voru skotin og við vorum full af aðdáun gagnvart henni og Alan Rickman,“ segir Olson. Rickman leikur eiginmann Thompson. Að neðan má sjá stiklu úr myndinni. Bíó og sjónvarp Mest lesið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Glæsilegt raðhús Maríu Paz til sölu Lífið Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Menning Fleiri fréttir „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Leikkonan Olivia Olson segist aldrei hafa getað gert sér í hugarlund hve vinsæl kvikmyndin Love Actually yrði. Óhætt er að segja að hún sé orðin fastagestur á skjám fólks víða um heim en myndin skartar einvala liði leikara og er afar vinsæl. Þrettán ár eru liðin síðan myndin kom út. Flestir þekkja vel til myndarinnar sem fjallar um ástina frá ýmsum sjónarhornum, ómögulega ást, ást barna, ást efri stétta við þá neðri og þar fram eftir götunum. Olson leikur hina ungu Joönnu sem skólabróðir hennar Sam fellur fyrir. Til að gera langa sögu stutta þá endar þeirra saga fallega og smellir Joanna meðal annars kossi á kinn hins unga Sam, sem er handviss að hann er ástfanginn af henni. Thomas Brodie-Sangster fór með hlutverk Sam í myndinni. „Þetta var fyrsti kossinn minn, og á skjánum líka,“ segir Olson í viðtali við E-online sem má sjá hér að neðan. „Ég var mjög stressuð af því ég var pínulítið skotin í Thomas á sínum tíma og svo hafði ég líka áhyggjur af því ég var hávaxnari en hann,“ segir Olson. „Það er frábært að fyrsta myndin sem ég lék í varð að sígildri jólamynd,“ segir Olson. Það sé spennandi að fólk sé enn að tala um myndina. Olson minnist ráða sem Emma Thompson, sem fer með hlutverk í myndinni, deildi með leikurunum ungu hvernig maður ætti að fara að því að gráta. Thompson leikur konu sem lendir í því að eiginmaður hennar fer að sýna yngri konu áhuga. Olson hefur eftir Emmu: „Ég set mig í spor þess sem ég leik, ég hugsa ekki um neitt sorglegt. Ég hugsa bara um það hvernig mér myndi líða ef eiginmaður minn væri að halda framhjá mér.“ „Við krakkarnir í myndinni fylgdumst grannt með þegar atriðin voru skotin og við vorum full af aðdáun gagnvart henni og Alan Rickman,“ segir Olson. Rickman leikur eiginmann Thompson. Að neðan má sjá stiklu úr myndinni.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Glæsilegt raðhús Maríu Paz til sölu Lífið Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Menning Fleiri fréttir „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira