Bleikir tyggjópakkar veittu innblástur Guðný Hrönn skrifar 19. desember 2016 16:15 Plötuumslagið utan um plötuna Bubblegum Bitch var unnið af ljósmyndaranum Jiri Hroník, grafíska hönnuðinum Jaromír Hárovník og skúlptúrlistamanninum Vojtéch Nerad. Rapparinn Andrea Rán Jóhannsdóttir, einnig þekkt sem Alvia Islandia, hlaut Kraumsverðlaunin fyrir plötuna sína Bubblegum Bitch fyrr í vikunni. Hún er himinlifandi með viðurkenninguna. „Mér líður eins og ég hafi verið að útskrifast úr menntaskóla,“ segir Alvia og hlær aðspurð hvaða þýðingu Kraumsverðlaunin hafi fyrir hana. „Nema í staðinn fyrir að fara í menntaskóla þá fór ég mína leið og fylgdi draumnum sem var að gefa út plötu. Þetta er það skemmtilegasta sem ég hef gert og ég lærði mikið af því. Þannig að já, að fá svona viðurkenningu, það er mjög nett.“Rapparinn Andrea eða Alvia Islandia er að gera góða hluti.Ljósmynd/Helga BlingAlvia var búin að sjá fyrir sér að gera plötuna í þrjú ár. „Já, og ég skrifaði textana á sex mánuðum. Platan var svo tekin upp á þremur dögum uppi í Shades Studio með Hermanni Bridde og hann mixaði síðan plötuna,“ segir Alvia sem er ein af fáum stelpum í rappsenunni á Íslandi. „Það er æðislegt, ég elska að vera stelpa!“ Það sem veitti Alviu innblástur við gerð plötunnar voru bleikir tyggjópakkar, sleikjóar, draumar, tilfinningar og eilífðin að hennar sögn. Hún lýsir plötunni sem „slow trap“-plötu með djúpum bassa sem virkar vel í bílinn og partíið. Alvia er spennt fyrir framhaldinu. „Það er að koma nýtt ár og 2017 verður yndislegt! Það eru fullt af tónleikum framundan og mig langar rosalega að fara hringinn um landið og spila úti á landi. Svo er nóg af nýrri músík og myndböndum á leiðinni og meira skemmtilegt frá mér og GumGumClan,“ segir Alvia og mælir með að áhugasamir fylgist með framhaldinu á vefnum gumgumclan.com. Tónlist Tengdar fréttir Þessi hlutu Kraumsverðlaunin 2016 Kraumsverðlaunin, plötuverðlaun tónlistarsjóðsins Kraums, voru afhent í níunda sinn í dag. 15. desember 2016 18:00 Mest lesið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Lífið Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Lífið Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Lífið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun Fleiri fréttir Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Rapparinn Andrea Rán Jóhannsdóttir, einnig þekkt sem Alvia Islandia, hlaut Kraumsverðlaunin fyrir plötuna sína Bubblegum Bitch fyrr í vikunni. Hún er himinlifandi með viðurkenninguna. „Mér líður eins og ég hafi verið að útskrifast úr menntaskóla,“ segir Alvia og hlær aðspurð hvaða þýðingu Kraumsverðlaunin hafi fyrir hana. „Nema í staðinn fyrir að fara í menntaskóla þá fór ég mína leið og fylgdi draumnum sem var að gefa út plötu. Þetta er það skemmtilegasta sem ég hef gert og ég lærði mikið af því. Þannig að já, að fá svona viðurkenningu, það er mjög nett.“Rapparinn Andrea eða Alvia Islandia er að gera góða hluti.Ljósmynd/Helga BlingAlvia var búin að sjá fyrir sér að gera plötuna í þrjú ár. „Já, og ég skrifaði textana á sex mánuðum. Platan var svo tekin upp á þremur dögum uppi í Shades Studio með Hermanni Bridde og hann mixaði síðan plötuna,“ segir Alvia sem er ein af fáum stelpum í rappsenunni á Íslandi. „Það er æðislegt, ég elska að vera stelpa!“ Það sem veitti Alviu innblástur við gerð plötunnar voru bleikir tyggjópakkar, sleikjóar, draumar, tilfinningar og eilífðin að hennar sögn. Hún lýsir plötunni sem „slow trap“-plötu með djúpum bassa sem virkar vel í bílinn og partíið. Alvia er spennt fyrir framhaldinu. „Það er að koma nýtt ár og 2017 verður yndislegt! Það eru fullt af tónleikum framundan og mig langar rosalega að fara hringinn um landið og spila úti á landi. Svo er nóg af nýrri músík og myndböndum á leiðinni og meira skemmtilegt frá mér og GumGumClan,“ segir Alvia og mælir með að áhugasamir fylgist með framhaldinu á vefnum gumgumclan.com.
Tónlist Tengdar fréttir Þessi hlutu Kraumsverðlaunin 2016 Kraumsverðlaunin, plötuverðlaun tónlistarsjóðsins Kraums, voru afhent í níunda sinn í dag. 15. desember 2016 18:00 Mest lesið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Lífið Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Lífið Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Lífið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun Fleiri fréttir Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Þessi hlutu Kraumsverðlaunin 2016 Kraumsverðlaunin, plötuverðlaun tónlistarsjóðsins Kraums, voru afhent í níunda sinn í dag. 15. desember 2016 18:00
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið