Kerfisþvæla og auðvaldshroki Þórlindur Kjartansson skrifar 2. desember 2016 07:00 Krafa nútímans er gagnsæir verkferlar. Þegar eitthvað fer úrskeiðis eða orkar tvímælis í samfélaginu þá virkar einhvern veginn miklu faglegra að segja að „verkferlar hafi brugðist“ heldur en að benda á að einhver hafi gert mistök, hagað sér eins og asni og geti sjálfum sér um kennt. Af þessum sökum er stöðugt verið að setja reglur um hitt og þetta í mannlegum samskiptum. Á tímabili var til dæmis til staðar einhvers konar verkferli sem ætlað var að koma í veg fyrir að hægt væri að skrá hvaða vitleysu sem er sem starfsheiti í símaskrána. Á grundvelli þess var mér til að mynda meinað að skrá mig fyrir starfsheitinu „framtíðarfræðingur“. Svarið sem ég fékk var í raun og veru: „Vertu ekki að trufla okkur með þessu bulli.“ Einhverjir hafa þó eflaust verið þrasgjarnari en ég og staðið í langvinnum bréfaskiptum og stappi til þess að fá ákvörðun Símaskrárinnar hnekkt og vísað til orðhengilsháttar um reglurnar, sjálfsagðra mannréttinda, meðalhófsreglu stjórnarskrárinnar og vandaðrar stjórnsýslu. Þetta hefur líklega verið mjög leiðinleg vinna fyrir ritstjórn Símaskrárinnar.Hvað varð um Íslandsljónið? Fyrir stífninni voru þó einhver rök. Til dæmis væri það bagalegt ef símaskráin yrði eina ritaða heimild um samtímann sem sagnfræðingar hefðu aðgang að árið 2.416. Þeir myndu þá komast að því sér til undrunar að á Íslandi er á fjórða tug manna skráðir með atvinnuheitið „ljónatemjari“. Sagnfræðingarnir myndu vitaskuld álykta sem svo að eitt brýnasta úrlausnarefni íslensks veruleika í upphafi 21. aldarinnar hafi verið að hafa taumhald á íslenska ljónastofninum. Og út frá því yrðu til miklar pælingar um örlög íslenska ljónastofnsins og langvarandi illvígar deilur í fræðimannasamfélaginu um hvort kenna mætti ofveiði, loftlagsbreytingum, misheppnuðum kynbótum eða úrkynjun um hvarf Íslandsljónsins. En Símaskráin er nánast hætt að skipta sér af þessu, eins og glögglega má sjá á fjölda ljónatemjara. Það tók því bara ekki að standa í þessu. Fólki er því frjálst að titla sig sem geimgengla, klósettkafara, stjórnmálafræðinga, einhyrninga eða galdramenn. Allt er þetta látið afskiptalaust. Reyndar áskilur Já.is sér ennþá rétt til þess að skipta sér af skráningunni ef einhverjum dettur í hug að setja fram einhvern yfirgengilegan dónaskap. Á þetta mun lítið hafa reynt, en ef til þess kemur þá mun heilbrigð dómgreind starfsmanna fyrirtækisins vera látin ráða frekar en flóknar reglur. Þeir geta þá sagt: „Vertu ekki að trufla okkur með þessu bulli.“Stjórnsýslubull „Vertu ekki að trufla okkur með þessu bulli“ hefði líka að sjálfsögðu átt að vera svarið þegar einhverjum framtakssömum lögfræðingi hjá bresku verslunarkeðjunni Iceland datt í hug sú þvæla að heimta einkarétt á notkun orðsins Iceland í markaðstilgangi. En virðulegar stofnanir í Evrópu, eins og Evrópska einkaleyfastofan, þurfa að vera faglegar og gagnsæjar. Öll mál þurfa að fá réttláta málsmeðferð og synjun á fáránlegum kröfum verður að grundvallast á skýrum lagaheimildum. Af einhverjum ástæðum virðast lagasmiðirnir ekki hafa haft hugmyndaflug til þess að girða fyrir þá fásinnu sem breska verslunarkeðjan fór fram á. Og viti menn; eftir tíu ára þóf, með tilheyrandi fjáraustri í lögfræðikostnað, fundarhöld og skýrsluskrif, gubbaði kerfið út úr sér þeirri fráleitu niðurstöðu að það væru ekki til staðar haldbær rök til þess að synja búðarfólkinu um einkarétt á að nota orðið Iceland í markaðslegum tilgangi. Sem sagt, hin stórgáfulega niðurstaða hins faglega kerfis er að breska búðin Iceland getur komið í veg fyrir að íslensk fyrirtæki noti nafnið Iceland á vörurnar sínar í Evrópu.Auðvaldshroki Malcolm Walker, eigandi Iceland (verslunarkeðjunnar), virðist ekki hafa sómakennd til þess að átta sig á því hvers kyns vanvirðingu hann sýnir fullvalda ríki með því að halda til streitu kröfunni um einkaleyfið. Þess í stað þykist hann nú vilja „semja“ um lausn málsins við íslensk stjórnvöld. Til að bæta gráu ofan á svart hefur hann ákveðið—með alveg sérlega óaðlaðandi auðvaldshroka— að senda það sem hann kallar „high-level delegation“ til Íslands til viðræðna við stjórnvöld og lætur jafnvel að því liggja að sendinefndin hans muni eiga orðastað við utanríkisráðherra Íslands. Þvílík þvæla. Og hvernig er rétt að bregðast við þvælu? Kannski með enn meiri þvælu. Úr því að þessi sendinefnd er komin til landsins væri upplagt að senda hana rakleitt á Grandagarð í höfuðstöðvar Magga í Texas-borgurum. Áður en sendinefndin fer að „semja“ við Ísland um notkun á nafni landsins væri upplagt fyrir hana að æfa sig með því að fara fyrir hönd Magga til Houston í Texas, heimta fund með fylkisstjóranum og „semja“ um notkun á nafni ríkisins í markaðslegum tilgangi. Ef þeim gengur vel að „semja“ við Texas þá gætu þeir bankað aftur. Ef Malcolm Walker og sendinefnd hans líst ekki á að eiga orðastað við yfirvöld í Texas um hagsmuni Magga, þá ætti þessi „high-level delegation“ einfaldlega að fá þau skilaboð frá íslenskum stjórnvöldum að vera ekki að trufla með þessu bulli. Svo ætti að senda lögfræðingana hjá Evrópsku einkaleyfastofunni í námskeið í heilbrigðri skynsemi til ritstjórnar íslensku símaskrárinnar. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórlindur Kjartansson Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson Skoðun
Krafa nútímans er gagnsæir verkferlar. Þegar eitthvað fer úrskeiðis eða orkar tvímælis í samfélaginu þá virkar einhvern veginn miklu faglegra að segja að „verkferlar hafi brugðist“ heldur en að benda á að einhver hafi gert mistök, hagað sér eins og asni og geti sjálfum sér um kennt. Af þessum sökum er stöðugt verið að setja reglur um hitt og þetta í mannlegum samskiptum. Á tímabili var til dæmis til staðar einhvers konar verkferli sem ætlað var að koma í veg fyrir að hægt væri að skrá hvaða vitleysu sem er sem starfsheiti í símaskrána. Á grundvelli þess var mér til að mynda meinað að skrá mig fyrir starfsheitinu „framtíðarfræðingur“. Svarið sem ég fékk var í raun og veru: „Vertu ekki að trufla okkur með þessu bulli.“ Einhverjir hafa þó eflaust verið þrasgjarnari en ég og staðið í langvinnum bréfaskiptum og stappi til þess að fá ákvörðun Símaskrárinnar hnekkt og vísað til orðhengilsháttar um reglurnar, sjálfsagðra mannréttinda, meðalhófsreglu stjórnarskrárinnar og vandaðrar stjórnsýslu. Þetta hefur líklega verið mjög leiðinleg vinna fyrir ritstjórn Símaskrárinnar.Hvað varð um Íslandsljónið? Fyrir stífninni voru þó einhver rök. Til dæmis væri það bagalegt ef símaskráin yrði eina ritaða heimild um samtímann sem sagnfræðingar hefðu aðgang að árið 2.416. Þeir myndu þá komast að því sér til undrunar að á Íslandi er á fjórða tug manna skráðir með atvinnuheitið „ljónatemjari“. Sagnfræðingarnir myndu vitaskuld álykta sem svo að eitt brýnasta úrlausnarefni íslensks veruleika í upphafi 21. aldarinnar hafi verið að hafa taumhald á íslenska ljónastofninum. Og út frá því yrðu til miklar pælingar um örlög íslenska ljónastofnsins og langvarandi illvígar deilur í fræðimannasamfélaginu um hvort kenna mætti ofveiði, loftlagsbreytingum, misheppnuðum kynbótum eða úrkynjun um hvarf Íslandsljónsins. En Símaskráin er nánast hætt að skipta sér af þessu, eins og glögglega má sjá á fjölda ljónatemjara. Það tók því bara ekki að standa í þessu. Fólki er því frjálst að titla sig sem geimgengla, klósettkafara, stjórnmálafræðinga, einhyrninga eða galdramenn. Allt er þetta látið afskiptalaust. Reyndar áskilur Já.is sér ennþá rétt til þess að skipta sér af skráningunni ef einhverjum dettur í hug að setja fram einhvern yfirgengilegan dónaskap. Á þetta mun lítið hafa reynt, en ef til þess kemur þá mun heilbrigð dómgreind starfsmanna fyrirtækisins vera látin ráða frekar en flóknar reglur. Þeir geta þá sagt: „Vertu ekki að trufla okkur með þessu bulli.“Stjórnsýslubull „Vertu ekki að trufla okkur með þessu bulli“ hefði líka að sjálfsögðu átt að vera svarið þegar einhverjum framtakssömum lögfræðingi hjá bresku verslunarkeðjunni Iceland datt í hug sú þvæla að heimta einkarétt á notkun orðsins Iceland í markaðstilgangi. En virðulegar stofnanir í Evrópu, eins og Evrópska einkaleyfastofan, þurfa að vera faglegar og gagnsæjar. Öll mál þurfa að fá réttláta málsmeðferð og synjun á fáránlegum kröfum verður að grundvallast á skýrum lagaheimildum. Af einhverjum ástæðum virðast lagasmiðirnir ekki hafa haft hugmyndaflug til þess að girða fyrir þá fásinnu sem breska verslunarkeðjan fór fram á. Og viti menn; eftir tíu ára þóf, með tilheyrandi fjáraustri í lögfræðikostnað, fundarhöld og skýrsluskrif, gubbaði kerfið út úr sér þeirri fráleitu niðurstöðu að það væru ekki til staðar haldbær rök til þess að synja búðarfólkinu um einkarétt á að nota orðið Iceland í markaðslegum tilgangi. Sem sagt, hin stórgáfulega niðurstaða hins faglega kerfis er að breska búðin Iceland getur komið í veg fyrir að íslensk fyrirtæki noti nafnið Iceland á vörurnar sínar í Evrópu.Auðvaldshroki Malcolm Walker, eigandi Iceland (verslunarkeðjunnar), virðist ekki hafa sómakennd til þess að átta sig á því hvers kyns vanvirðingu hann sýnir fullvalda ríki með því að halda til streitu kröfunni um einkaleyfið. Þess í stað þykist hann nú vilja „semja“ um lausn málsins við íslensk stjórnvöld. Til að bæta gráu ofan á svart hefur hann ákveðið—með alveg sérlega óaðlaðandi auðvaldshroka— að senda það sem hann kallar „high-level delegation“ til Íslands til viðræðna við stjórnvöld og lætur jafnvel að því liggja að sendinefndin hans muni eiga orðastað við utanríkisráðherra Íslands. Þvílík þvæla. Og hvernig er rétt að bregðast við þvælu? Kannski með enn meiri þvælu. Úr því að þessi sendinefnd er komin til landsins væri upplagt að senda hana rakleitt á Grandagarð í höfuðstöðvar Magga í Texas-borgurum. Áður en sendinefndin fer að „semja“ við Ísland um notkun á nafni landsins væri upplagt fyrir hana að æfa sig með því að fara fyrir hönd Magga til Houston í Texas, heimta fund með fylkisstjóranum og „semja“ um notkun á nafni ríkisins í markaðslegum tilgangi. Ef þeim gengur vel að „semja“ við Texas þá gætu þeir bankað aftur. Ef Malcolm Walker og sendinefnd hans líst ekki á að eiga orðastað við yfirvöld í Texas um hagsmuni Magga, þá ætti þessi „high-level delegation“ einfaldlega að fá þau skilaboð frá íslenskum stjórnvöldum að vera ekki að trufla með þessu bulli. Svo ætti að senda lögfræðingana hjá Evrópsku einkaleyfastofunni í námskeið í heilbrigðri skynsemi til ritstjórnar íslensku símaskrárinnar. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun