Veiðikortið 2017 komið út Karl Lúðvíksson skrifar 7. desember 2016 09:31 Veiðikortið 2017 er komið út. Mynd: IB Veiðikortið hefur notið mikilla vinsælda síðan það kom fyrst út og hefur gert það að verkum að sífellt fleiri stunda vatnaveiði og eru að sama skapi duglegri að prófa ný vötn. Verið er að leggja lokahönd á útgáfu Veiðikortsins 2017 og mun það koma út um næstu mánaðarmót en það fer í dreifingu eins og vanalega í byrjun desembermánaðar. Kortið verður því klárt í jólapakka veiðimanna í tíma. Það er ánægjulegt að kynna að Berufjarðarvatn sem nýtt vatn innan vébanda Veiðikortsins. Um er að ræða lítið og fengsælt vatn rétt við Hótel Bjarkarlund við þjóðveginn. Meðalfellsvatn mun hins vegar detta út fyrir komandi ár. Aðrar breytingar eru ekki á döfunni þannig að handhafar Veiðikortsins geta veitt á 35 vatnasvæðum vítt og breitt um landið á óbreyttu verði eða kr. 6.900. Veiðitímabilið hefst að nýju 1. apríl 2017 og það eru því rétt tæpir fjórir mánuðir þangað til veiðimenn munda stangirnar aftur og það er nokkuð víst að þeir eru margir sem þegar telja niður dagana. Mest lesið 43 laxar á 5 dögum úr Brynjudalsá Veiði Bleikjan að taka um allt vatn Veiði Óska eftir tilboðum í Eldvatn Veiði Aðalfundur SVFR og kosning til stjórnar Veiði Affallið alltaf gott á haustin Veiði Elliðavatn búið að vera gjöfult Veiði Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði Mikið um Sæsteinsugubit fyir austann Veiði Kvennahollin gera það gott við Langá Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði
Veiðikortið hefur notið mikilla vinsælda síðan það kom fyrst út og hefur gert það að verkum að sífellt fleiri stunda vatnaveiði og eru að sama skapi duglegri að prófa ný vötn. Verið er að leggja lokahönd á útgáfu Veiðikortsins 2017 og mun það koma út um næstu mánaðarmót en það fer í dreifingu eins og vanalega í byrjun desembermánaðar. Kortið verður því klárt í jólapakka veiðimanna í tíma. Það er ánægjulegt að kynna að Berufjarðarvatn sem nýtt vatn innan vébanda Veiðikortsins. Um er að ræða lítið og fengsælt vatn rétt við Hótel Bjarkarlund við þjóðveginn. Meðalfellsvatn mun hins vegar detta út fyrir komandi ár. Aðrar breytingar eru ekki á döfunni þannig að handhafar Veiðikortsins geta veitt á 35 vatnasvæðum vítt og breitt um landið á óbreyttu verði eða kr. 6.900. Veiðitímabilið hefst að nýju 1. apríl 2017 og það eru því rétt tæpir fjórir mánuðir þangað til veiðimenn munda stangirnar aftur og það er nokkuð víst að þeir eru margir sem þegar telja niður dagana.
Mest lesið 43 laxar á 5 dögum úr Brynjudalsá Veiði Bleikjan að taka um allt vatn Veiði Óska eftir tilboðum í Eldvatn Veiði Aðalfundur SVFR og kosning til stjórnar Veiði Affallið alltaf gott á haustin Veiði Elliðavatn búið að vera gjöfult Veiði Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði Mikið um Sæsteinsugubit fyir austann Veiði Kvennahollin gera það gott við Langá Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði