120 BMW bílar ónýtir eftir lestarslys Finnur Thorlacius skrifar 7. desember 2016 12:15 Lestarslys í S-Karolínuríki Bandaríkjanna eyðilagði 120 glænýja BMW bíla, en slysið átti sér stað aðeins nokkra tugi kílómetra frá verksmiðju BMW í Spartanburg í S-Karolínu og var förinni heitið til hafnar í Charleston þar sem þeir áttu að fara á erlenda markaði. Bílarnir voru af gerðunum X3, X4, X5 og X6, þ.e. jeppar og jepplingar sem ekki teljast af ódýrari gerðinni. Bílarnir voru í alls 12 dráttarvögnum. Sumar heimildir herma að aðeins 97 þeirra hafi gereyðilagst, en aðrar segja að allir 120 bílar séu ónýtir. Eins og sést í myndskeiðinu hér að ofan eru bílarnir ansi illa farnir og ekki er farið um þá mjúkum höndum er þeir eru fjarlægðir úr lestarvögnunum og þá líklega til förgunar. Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent
Lestarslys í S-Karolínuríki Bandaríkjanna eyðilagði 120 glænýja BMW bíla, en slysið átti sér stað aðeins nokkra tugi kílómetra frá verksmiðju BMW í Spartanburg í S-Karolínu og var förinni heitið til hafnar í Charleston þar sem þeir áttu að fara á erlenda markaði. Bílarnir voru af gerðunum X3, X4, X5 og X6, þ.e. jeppar og jepplingar sem ekki teljast af ódýrari gerðinni. Bílarnir voru í alls 12 dráttarvögnum. Sumar heimildir herma að aðeins 97 þeirra hafi gereyðilagst, en aðrar segja að allir 120 bílar séu ónýtir. Eins og sést í myndskeiðinu hér að ofan eru bílarnir ansi illa farnir og ekki er farið um þá mjúkum höndum er þeir eru fjarlægðir úr lestarvögnunum og þá líklega til förgunar.
Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent