S-Kórea sektar Volkswagen um 3,5 milljarða fyrir dísilvélasvindlið Finnur Thorlacius skrifar 8. desember 2016 10:09 Dísilvél í Volkswagen bíl. Yfirvöld í S-Kóreu hafa lagt 3,5 milljarða króna sekt á Volkswagen vegna villandi auglýsinga fyrirtækisins á dísilbílum sínum í S-Kóreu og er þetta hæsta sekt sem þar hefur verið lögð á fyrirtæki hingað til vegna slíks brots. Bílar Volkswagen reyndust menga mun meira en auglýsingar þess bentu til og þess vegna er sektin lögð fram. Í auglýsingunum var sagt að dísilbílar Volkswagen væri afar umhverfisvænir, en annað kom í ljós við mælingar á þeim. Auk þessarar sektar hafa saksóknarar í S-Kóreu verið beðnir að rannsaka fimm núverandi og fyrrverandi yfirmenn Volkswagen í S-Kóreu og gætu þeir átt yfir höfðu sér fangelsisvist ef þeir verða fundnir sekir, sem og álagðar fjársektir. Yfirvöld í S-Kóreu hafa einnig bannað sölu 80 bílgerða með dísilvélum frá bílafjölskyldu Volkswagen í S-Kóreu, þar á meðal bíla frá Audi og Bentley. Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent
Yfirvöld í S-Kóreu hafa lagt 3,5 milljarða króna sekt á Volkswagen vegna villandi auglýsinga fyrirtækisins á dísilbílum sínum í S-Kóreu og er þetta hæsta sekt sem þar hefur verið lögð á fyrirtæki hingað til vegna slíks brots. Bílar Volkswagen reyndust menga mun meira en auglýsingar þess bentu til og þess vegna er sektin lögð fram. Í auglýsingunum var sagt að dísilbílar Volkswagen væri afar umhverfisvænir, en annað kom í ljós við mælingar á þeim. Auk þessarar sektar hafa saksóknarar í S-Kóreu verið beðnir að rannsaka fimm núverandi og fyrrverandi yfirmenn Volkswagen í S-Kóreu og gætu þeir átt yfir höfðu sér fangelsisvist ef þeir verða fundnir sekir, sem og álagðar fjársektir. Yfirvöld í S-Kóreu hafa einnig bannað sölu 80 bílgerða með dísilvélum frá bílafjölskyldu Volkswagen í S-Kóreu, þar á meðal bíla frá Audi og Bentley.
Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent