Toyota GT86 kemur af annarri kynslóð Finnur Thorlacius skrifar 8. desember 2016 14:17 Toyota GT86. Fram að þessu hafa bæði Toyota og Subaru, sem framleiddu GT86/BRZ bílinn saman, ekkert átið uppi um það hvort önnur kynslóð sportbílsins kæmi af annarri kynslóð. Þeirri þögn hefur nú verið aflétt því haft var nýlega eftir Karl Schlicht, einum varaforstjóra Toyota í Evrópu að von væri á annarri kynslóð bílsins. Aðdáendur hans munu kætast við þessar fréttir og krossa fingurna að fyrirtækin tvö setji nú í hann aðeins öflugri vél, að minnsta kosti sem valkost, en fyrsta kynslóðin, sem nú er orðin 5 ára, var eingöngu í boði með 200 hestafla vél. Sú vél var framleidd af Subaru og er af Boxer-gerð og með því var tryggður lágur þyngdarpunktur bílsins, sem er jú einkar eftirsóknarvert í sportbílum. Vélin í næsta bíl verður einnig frá Subaru og af Boxer-gerð. Toyota hefur engin áform um að yfirgefa sportbílamarkaðinn heldur þveröfugt, því Toyota er einnig í samstarfi við BMW með smíði arftaka Supra bíls Toyota og í tilfelli BMW verður þessi bíll arftaki BMW Z4 bílsins. Engar frekari upplýsingar um næstu kynslóð Toyota GT86 fengust uppúr Karl Schlicht, en stefnan er ljós, næsta kynslóð verður smíðuð og er það vel. Aðspurður hvort að blæjuútgáfa annarrar kynslóðar muni verða í boði sagði Karl að það sé ólíklegt í ljósi þess að hvorugt fyrirtækið, Toyota né Subaru, hafði vilja til þess að smíða fyrstu útgáfuna með þeim hætti. Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent
Fram að þessu hafa bæði Toyota og Subaru, sem framleiddu GT86/BRZ bílinn saman, ekkert átið uppi um það hvort önnur kynslóð sportbílsins kæmi af annarri kynslóð. Þeirri þögn hefur nú verið aflétt því haft var nýlega eftir Karl Schlicht, einum varaforstjóra Toyota í Evrópu að von væri á annarri kynslóð bílsins. Aðdáendur hans munu kætast við þessar fréttir og krossa fingurna að fyrirtækin tvö setji nú í hann aðeins öflugri vél, að minnsta kosti sem valkost, en fyrsta kynslóðin, sem nú er orðin 5 ára, var eingöngu í boði með 200 hestafla vél. Sú vél var framleidd af Subaru og er af Boxer-gerð og með því var tryggður lágur þyngdarpunktur bílsins, sem er jú einkar eftirsóknarvert í sportbílum. Vélin í næsta bíl verður einnig frá Subaru og af Boxer-gerð. Toyota hefur engin áform um að yfirgefa sportbílamarkaðinn heldur þveröfugt, því Toyota er einnig í samstarfi við BMW með smíði arftaka Supra bíls Toyota og í tilfelli BMW verður þessi bíll arftaki BMW Z4 bílsins. Engar frekari upplýsingar um næstu kynslóð Toyota GT86 fengust uppúr Karl Schlicht, en stefnan er ljós, næsta kynslóð verður smíðuð og er það vel. Aðspurður hvort að blæjuútgáfa annarrar kynslóðar muni verða í boði sagði Karl að það sé ólíklegt í ljósi þess að hvorugt fyrirtækið, Toyota né Subaru, hafði vilja til þess að smíða fyrstu útgáfuna með þeim hætti.
Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent