Stærstu bíósmellir ársins 2016 Birgir Olgeirsson skrifar 12. desember 2016 10:00 Þessar myndir eru í fjórum efstu sætunum. Langar þig lesandi góður að verða ríkur af kvikmyndagerð? Þá ættirðu kannski að gera kvikmynd um annað hvort ofurhetjur eða talandi dýr, allavega ef marka má lista yfir aðsóknarmestu kvikmyndir ársins. Tölurnar eru fengnar af vef Box Office Mojo og þó eitthvað sé enn eftir af árinu, og að enn á eftir að frumsýna stjörnustríðsmyndina Rogue One: A Star Wars Story, þá leyfum við okkur hér á Vísi að taka saman þær myndir sem voru vinsælastar á árinu sem er að líða.Í 1. sæti er ofurhetjustórmyndin Captain America: Civil War sem þénaði 1,1 milljarð dollara í miðasölu á heimsvísu, eða sem nemur 122 milljörðum íslenskra króna.Í 2. sæti er teiknimyndin Finding Dory, framhald af Finding Nemo, um talandi fiska sem þénaði 1.027 milljónir dollara í miðasölu á heimsvísu.Í 3. sæti er teiknimyndin Zootopia sem þénaði aðeins minna en Finding Dory, eða 1.023 milljónir dollara.Í 4. sæti er The Jungle Book (Skógarlíf), um drenginn Móglí sem talar við dýrin í skóginum. Myndin þénaði 966 milljónir dollara í miðasölu á heimsvísu.Í 5. sæti er The Secret Life of Pets, ævintýri dýra sem tala við hvort annað, en sú mynd þénaði 874 milljónir dollara í miðasölu.Í 6. sæti er svo ofurhetjumyndin Batman v Superman: Dawn of Justice sem segir frá bardaga ofurmennisins og leðurblökumannsins sem verða svo vinir og taka höndum saman gegn sameiginlegum óvini. Myndin þénaði 873 milljónir dollara í miðasölu á heimsvísu.Í 7. sæti er ofurhetjumyndin Deadpool, en þeim karakter er væntanlega best lýst sem ósvífinni andhetju með hjarta úr gulli. Um er að ræða einn óvæntasta smell ársins sem þénaði 745 milljónir dollara á heimsvísu og skaut þar með mörgum stórmyndunum ref fyrir rass.Í 8. sæti er svo fjórða ofurhetjumyndin á listanum, Suicide Squad. Myndin segir frá illmennum úr myndasagna heimi DC-Comics sem taka höndum saman til að berjast gegn sameiginlegum óvini. Myndin þénaði 745 milljónir dollara í miðasölu á heimsvísu.Við höfum hvergi nærri sagt skilið við ofurhetjumyndirnar því í 9. sæti er kvikmynd um seiðkarlinn Doctor Strange sem hefur þénað 636 milljónir dollara á heimsvísu.Í 10. sæti er svo Harry Potter-undanfarinn Fantastic Beasts and Where To Find Them, sem hefur þénað 610 milljónir dollara í miðasölu á heimsvísu. Bíó og sjónvarp Fréttir ársins 2016 Tengdar fréttir Íslenska bíóárið 2016: Eiðurinn trónir ein á toppnum og langt í næstu myndir Rúmlega tvöfalt fleiri sáu Eiðinn en næst vinsælustu myndina. 9. desember 2016 14:45 Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Tónlist Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Langar þig lesandi góður að verða ríkur af kvikmyndagerð? Þá ættirðu kannski að gera kvikmynd um annað hvort ofurhetjur eða talandi dýr, allavega ef marka má lista yfir aðsóknarmestu kvikmyndir ársins. Tölurnar eru fengnar af vef Box Office Mojo og þó eitthvað sé enn eftir af árinu, og að enn á eftir að frumsýna stjörnustríðsmyndina Rogue One: A Star Wars Story, þá leyfum við okkur hér á Vísi að taka saman þær myndir sem voru vinsælastar á árinu sem er að líða.Í 1. sæti er ofurhetjustórmyndin Captain America: Civil War sem þénaði 1,1 milljarð dollara í miðasölu á heimsvísu, eða sem nemur 122 milljörðum íslenskra króna.Í 2. sæti er teiknimyndin Finding Dory, framhald af Finding Nemo, um talandi fiska sem þénaði 1.027 milljónir dollara í miðasölu á heimsvísu.Í 3. sæti er teiknimyndin Zootopia sem þénaði aðeins minna en Finding Dory, eða 1.023 milljónir dollara.Í 4. sæti er The Jungle Book (Skógarlíf), um drenginn Móglí sem talar við dýrin í skóginum. Myndin þénaði 966 milljónir dollara í miðasölu á heimsvísu.Í 5. sæti er The Secret Life of Pets, ævintýri dýra sem tala við hvort annað, en sú mynd þénaði 874 milljónir dollara í miðasölu.Í 6. sæti er svo ofurhetjumyndin Batman v Superman: Dawn of Justice sem segir frá bardaga ofurmennisins og leðurblökumannsins sem verða svo vinir og taka höndum saman gegn sameiginlegum óvini. Myndin þénaði 873 milljónir dollara í miðasölu á heimsvísu.Í 7. sæti er ofurhetjumyndin Deadpool, en þeim karakter er væntanlega best lýst sem ósvífinni andhetju með hjarta úr gulli. Um er að ræða einn óvæntasta smell ársins sem þénaði 745 milljónir dollara á heimsvísu og skaut þar með mörgum stórmyndunum ref fyrir rass.Í 8. sæti er svo fjórða ofurhetjumyndin á listanum, Suicide Squad. Myndin segir frá illmennum úr myndasagna heimi DC-Comics sem taka höndum saman til að berjast gegn sameiginlegum óvini. Myndin þénaði 745 milljónir dollara í miðasölu á heimsvísu.Við höfum hvergi nærri sagt skilið við ofurhetjumyndirnar því í 9. sæti er kvikmynd um seiðkarlinn Doctor Strange sem hefur þénað 636 milljónir dollara á heimsvísu.Í 10. sæti er svo Harry Potter-undanfarinn Fantastic Beasts and Where To Find Them, sem hefur þénað 610 milljónir dollara í miðasölu á heimsvísu.
Bíó og sjónvarp Fréttir ársins 2016 Tengdar fréttir Íslenska bíóárið 2016: Eiðurinn trónir ein á toppnum og langt í næstu myndir Rúmlega tvöfalt fleiri sáu Eiðinn en næst vinsælustu myndina. 9. desember 2016 14:45 Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Tónlist Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Íslenska bíóárið 2016: Eiðurinn trónir ein á toppnum og langt í næstu myndir Rúmlega tvöfalt fleiri sáu Eiðinn en næst vinsælustu myndina. 9. desember 2016 14:45