Stærstu bíósmellir ársins 2016 Birgir Olgeirsson skrifar 12. desember 2016 10:00 Þessar myndir eru í fjórum efstu sætunum. Langar þig lesandi góður að verða ríkur af kvikmyndagerð? Þá ættirðu kannski að gera kvikmynd um annað hvort ofurhetjur eða talandi dýr, allavega ef marka má lista yfir aðsóknarmestu kvikmyndir ársins. Tölurnar eru fengnar af vef Box Office Mojo og þó eitthvað sé enn eftir af árinu, og að enn á eftir að frumsýna stjörnustríðsmyndina Rogue One: A Star Wars Story, þá leyfum við okkur hér á Vísi að taka saman þær myndir sem voru vinsælastar á árinu sem er að líða.Í 1. sæti er ofurhetjustórmyndin Captain America: Civil War sem þénaði 1,1 milljarð dollara í miðasölu á heimsvísu, eða sem nemur 122 milljörðum íslenskra króna.Í 2. sæti er teiknimyndin Finding Dory, framhald af Finding Nemo, um talandi fiska sem þénaði 1.027 milljónir dollara í miðasölu á heimsvísu.Í 3. sæti er teiknimyndin Zootopia sem þénaði aðeins minna en Finding Dory, eða 1.023 milljónir dollara.Í 4. sæti er The Jungle Book (Skógarlíf), um drenginn Móglí sem talar við dýrin í skóginum. Myndin þénaði 966 milljónir dollara í miðasölu á heimsvísu.Í 5. sæti er The Secret Life of Pets, ævintýri dýra sem tala við hvort annað, en sú mynd þénaði 874 milljónir dollara í miðasölu.Í 6. sæti er svo ofurhetjumyndin Batman v Superman: Dawn of Justice sem segir frá bardaga ofurmennisins og leðurblökumannsins sem verða svo vinir og taka höndum saman gegn sameiginlegum óvini. Myndin þénaði 873 milljónir dollara í miðasölu á heimsvísu.Í 7. sæti er ofurhetjumyndin Deadpool, en þeim karakter er væntanlega best lýst sem ósvífinni andhetju með hjarta úr gulli. Um er að ræða einn óvæntasta smell ársins sem þénaði 745 milljónir dollara á heimsvísu og skaut þar með mörgum stórmyndunum ref fyrir rass.Í 8. sæti er svo fjórða ofurhetjumyndin á listanum, Suicide Squad. Myndin segir frá illmennum úr myndasagna heimi DC-Comics sem taka höndum saman til að berjast gegn sameiginlegum óvini. Myndin þénaði 745 milljónir dollara í miðasölu á heimsvísu.Við höfum hvergi nærri sagt skilið við ofurhetjumyndirnar því í 9. sæti er kvikmynd um seiðkarlinn Doctor Strange sem hefur þénað 636 milljónir dollara á heimsvísu.Í 10. sæti er svo Harry Potter-undanfarinn Fantastic Beasts and Where To Find Them, sem hefur þénað 610 milljónir dollara í miðasölu á heimsvísu. Bíó og sjónvarp Fréttir ársins 2016 Tengdar fréttir Íslenska bíóárið 2016: Eiðurinn trónir ein á toppnum og langt í næstu myndir Rúmlega tvöfalt fleiri sáu Eiðinn en næst vinsælustu myndina. 9. desember 2016 14:45 Mest lesið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira
Langar þig lesandi góður að verða ríkur af kvikmyndagerð? Þá ættirðu kannski að gera kvikmynd um annað hvort ofurhetjur eða talandi dýr, allavega ef marka má lista yfir aðsóknarmestu kvikmyndir ársins. Tölurnar eru fengnar af vef Box Office Mojo og þó eitthvað sé enn eftir af árinu, og að enn á eftir að frumsýna stjörnustríðsmyndina Rogue One: A Star Wars Story, þá leyfum við okkur hér á Vísi að taka saman þær myndir sem voru vinsælastar á árinu sem er að líða.Í 1. sæti er ofurhetjustórmyndin Captain America: Civil War sem þénaði 1,1 milljarð dollara í miðasölu á heimsvísu, eða sem nemur 122 milljörðum íslenskra króna.Í 2. sæti er teiknimyndin Finding Dory, framhald af Finding Nemo, um talandi fiska sem þénaði 1.027 milljónir dollara í miðasölu á heimsvísu.Í 3. sæti er teiknimyndin Zootopia sem þénaði aðeins minna en Finding Dory, eða 1.023 milljónir dollara.Í 4. sæti er The Jungle Book (Skógarlíf), um drenginn Móglí sem talar við dýrin í skóginum. Myndin þénaði 966 milljónir dollara í miðasölu á heimsvísu.Í 5. sæti er The Secret Life of Pets, ævintýri dýra sem tala við hvort annað, en sú mynd þénaði 874 milljónir dollara í miðasölu.Í 6. sæti er svo ofurhetjumyndin Batman v Superman: Dawn of Justice sem segir frá bardaga ofurmennisins og leðurblökumannsins sem verða svo vinir og taka höndum saman gegn sameiginlegum óvini. Myndin þénaði 873 milljónir dollara í miðasölu á heimsvísu.Í 7. sæti er ofurhetjumyndin Deadpool, en þeim karakter er væntanlega best lýst sem ósvífinni andhetju með hjarta úr gulli. Um er að ræða einn óvæntasta smell ársins sem þénaði 745 milljónir dollara á heimsvísu og skaut þar með mörgum stórmyndunum ref fyrir rass.Í 8. sæti er svo fjórða ofurhetjumyndin á listanum, Suicide Squad. Myndin segir frá illmennum úr myndasagna heimi DC-Comics sem taka höndum saman til að berjast gegn sameiginlegum óvini. Myndin þénaði 745 milljónir dollara í miðasölu á heimsvísu.Við höfum hvergi nærri sagt skilið við ofurhetjumyndirnar því í 9. sæti er kvikmynd um seiðkarlinn Doctor Strange sem hefur þénað 636 milljónir dollara á heimsvísu.Í 10. sæti er svo Harry Potter-undanfarinn Fantastic Beasts and Where To Find Them, sem hefur þénað 610 milljónir dollara í miðasölu á heimsvísu.
Bíó og sjónvarp Fréttir ársins 2016 Tengdar fréttir Íslenska bíóárið 2016: Eiðurinn trónir ein á toppnum og langt í næstu myndir Rúmlega tvöfalt fleiri sáu Eiðinn en næst vinsælustu myndina. 9. desember 2016 14:45 Mest lesið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira
Íslenska bíóárið 2016: Eiðurinn trónir ein á toppnum og langt í næstu myndir Rúmlega tvöfalt fleiri sáu Eiðinn en næst vinsælustu myndina. 9. desember 2016 14:45