Subaru Forester besti sportjeppinn að mati bílablaðamanna í Kanada Finnur Thorlacius skrifar 9. desember 2016 10:06 Subaru Forester í sínu rétta umhverfi. Samtök bílablaðamanna í Kanada kusu í vikunni nýjan Subaru Forester besta sportjeppann (2017 Best Compact Utility Vehicle) og sigraði hann m.a. Ford Escape, Kia Sportage og Toyota RAV4 í sínum flokki eftir margvíslegar profanir sem stóðu yfir í fjóra daga. Prófanirnar fóru fram í október þar sem níutíu kanadískir blaðamenn reyndu bílana í bílabrautinni Canadian Tire Motorsport Park í Clarington í Ontario. Prófunum var skipt í níu flokka þar sem ekið var á ólíku undirlagi, allt frá bestu skilyrðum hraðbrautarundirlags til torfærra og illfærra slóða til að finna við hversu fjölhæfar aðstæður kaupendur geta notað bílana. Þá var einnig mælt hversu vel hljóðeinangraðir bílarnir eru, þungir, sparneytnir og snarpir úr kyrrstöðu svo eitthvað sé nefnt. Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent
Samtök bílablaðamanna í Kanada kusu í vikunni nýjan Subaru Forester besta sportjeppann (2017 Best Compact Utility Vehicle) og sigraði hann m.a. Ford Escape, Kia Sportage og Toyota RAV4 í sínum flokki eftir margvíslegar profanir sem stóðu yfir í fjóra daga. Prófanirnar fóru fram í október þar sem níutíu kanadískir blaðamenn reyndu bílana í bílabrautinni Canadian Tire Motorsport Park í Clarington í Ontario. Prófunum var skipt í níu flokka þar sem ekið var á ólíku undirlagi, allt frá bestu skilyrðum hraðbrautarundirlags til torfærra og illfærra slóða til að finna við hversu fjölhæfar aðstæður kaupendur geta notað bílana. Þá var einnig mælt hversu vel hljóðeinangraðir bílarnir eru, þungir, sparneytnir og snarpir úr kyrrstöðu svo eitthvað sé nefnt.
Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent