Knastáslaus vél í fyrsta fjöldaframleidda bílinn 21. nóvember 2016 12:30 Svíinn Christian von Koenigsegg hefur lengi unnið að þróun knastáslausrar bílvélar, en slíkar vélar hafa óumdeilda kosti umfram vélar með knastásum. Nú er svo komið að því að slík vél sjáist í fyrsta fjöldaframleidda bílnum því kínverski bílaframleiðandinn Qoros ætlar að setja slíka vél í Qoros 3 bíl og sýna hann seinna í þessum mánuði á bílasýningu í Guangshou í Kína. Þessi vél kemur úr smiðju FreeValve sem er dótturfyrirtæki Koenigsegg og er hún um margt merkileg. Í fyrsta lagi er hún með 47% meira afl en samskonar vél með knastása. Vélin er aðeins 1,6 lítra en skilar 230 hestöflum. Hún er með 45% meira tog, eða 320 Nm og mengar 15% minna. Auk þess að nota ekki hefðbundna knastása til að opna innsogs- og útblástursventla þá slekkur vélin á þeim strokkum sem ekki er not fyrir þegar vélin vinnur undir litlu álagi og með því lækkar eyðsla vélarinnar enn frekar. Í meðfylgjandi myndskeiði er tæknin bak við þessa tímamóta vél útskýrð að einhverju leiti. Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Foráttuveður í kortunum Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent
Svíinn Christian von Koenigsegg hefur lengi unnið að þróun knastáslausrar bílvélar, en slíkar vélar hafa óumdeilda kosti umfram vélar með knastásum. Nú er svo komið að því að slík vél sjáist í fyrsta fjöldaframleidda bílnum því kínverski bílaframleiðandinn Qoros ætlar að setja slíka vél í Qoros 3 bíl og sýna hann seinna í þessum mánuði á bílasýningu í Guangshou í Kína. Þessi vél kemur úr smiðju FreeValve sem er dótturfyrirtæki Koenigsegg og er hún um margt merkileg. Í fyrsta lagi er hún með 47% meira afl en samskonar vél með knastása. Vélin er aðeins 1,6 lítra en skilar 230 hestöflum. Hún er með 45% meira tog, eða 320 Nm og mengar 15% minna. Auk þess að nota ekki hefðbundna knastása til að opna innsogs- og útblástursventla þá slekkur vélin á þeim strokkum sem ekki er not fyrir þegar vélin vinnur undir litlu álagi og með því lækkar eyðsla vélarinnar enn frekar. Í meðfylgjandi myndskeiði er tæknin bak við þessa tímamóta vél útskýrð að einhverju leiti.
Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Foráttuveður í kortunum Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent