Ótrúleg heppni mótorhjólamanns Finnur Thorlacius skrifar 21. nóvember 2016 13:27 Sá heppni að taka flugið. Því fylgir alltaf nokkur hætta að aka mótorhjóli, enda ökumenn þeirra bæði berskjaldaðri og ekki eins sýnilegir og bílar. Skertum sýnileika var þó ekki fyrir að fara í þessu tilfelli þar sem ökumaður mótorhjóls ekur bæði alltof hratt að gatnamótum og dúndrar líkt og viljandi beint á saklausan ökumann Lada leigubíls. Þetta gerðist í umferðinni í Rússlandi um daginn, eins og reyndar margt annað skrautlegt sem endar á vefnum. Það sem er þó merkilegast við þennan árekstur eru afdrif mótorhjólamannsins, en hann verður að teljast með heppnari mönnum. Við áreksturinn svífur hann í loft upp og fær þægilega lendingu uppá þaki Lada bílsins, eins og þangað hafi alltaf verið meiningin að fara. Hann rennur sér að lokum ofan af bílnum, alveg stráheill. Í flestum svona árekstrum eru afdrif ökumanna mótorhjóla ekki á þessa lund, en þessi virðist eiga sér nokkur líf. Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent
Því fylgir alltaf nokkur hætta að aka mótorhjóli, enda ökumenn þeirra bæði berskjaldaðri og ekki eins sýnilegir og bílar. Skertum sýnileika var þó ekki fyrir að fara í þessu tilfelli þar sem ökumaður mótorhjóls ekur bæði alltof hratt að gatnamótum og dúndrar líkt og viljandi beint á saklausan ökumann Lada leigubíls. Þetta gerðist í umferðinni í Rússlandi um daginn, eins og reyndar margt annað skrautlegt sem endar á vefnum. Það sem er þó merkilegast við þennan árekstur eru afdrif mótorhjólamannsins, en hann verður að teljast með heppnari mönnum. Við áreksturinn svífur hann í loft upp og fær þægilega lendingu uppá þaki Lada bílsins, eins og þangað hafi alltaf verið meiningin að fara. Hann rennur sér að lokum ofan af bílnum, alveg stráheill. Í flestum svona árekstrum eru afdrif ökumanna mótorhjóla ekki á þessa lund, en þessi virðist eiga sér nokkur líf.
Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent