Opið hús hjá Kvennadeild SVFR Karl Lúðvíksson skrifar 22. nóvember 2016 15:14 Sífellt fleiri konur stunda stangveiði sér til ánægju Félagsskapur kvenna í stangveiði er alltaf að verð öflugari og er konum sífellt að fjölga við árbakkann á hverju sumri. Kvennadeild SVFR hefur unnið að því að auka áhuga kvenna á stangveiði og virkja þær konur sem nú þegar veiða mikið til að kynna sportið fyrir konum á öllum aldri. Hluti af þeirri kynningu er að halda "Opin Hús" á vegum Kvennadeildar Stangaveiðifélags Reykjavíkur. Fyrsta Opna hús vetrarins hjá Kvennadeildinni er næstkomandi föstudag 25. nóvember og verður þetta Opna Hús í formi uppskeruhátíðar hjá deildinni og verður skemmtileg dagskrá af því tilefni. Meðal þess sem verður boðið uppá er heimsókn frá kvennaveiðihópum sem segja frá skemmtilegu starfi sínu. Vala Árnadóttir sem veitt hefur út um allan heim kíkir til okkar og segir frá sinni veiði, kynning á veiðiferðum kvennadeildar næsta sumars, Jólaveiðigjafir – hannyrðalistakonur koma í heimsókn og einnig verður boðið uppá veitingar sem hæfa tilefninu. Allar konur eru velkomnar. Kvöldið hefst stundvíslega klukkan 20:00 og er haldið í salnum hjá SVFR við rafstöðvarveg 14, bakatil. Mest lesið 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Kanadíska leiðin möguleg á Íslandi við rjúpnaveiðar? Veiði Síðsumars flugurnar fyrir laxveiðina Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Fín veiði á sjóbirtingsslóðum Veiði Þrjár síðsumars flugur í laxaboxið Veiði Veiðivísir orðinn sýnilegri og kominn á Facebook Veiði Útskrift hjá leiðsögumönnum í veiði Veiði Hvolsá og Staðarhólsá til Veiða.is Veiði Hópur kvenna heldur til Eistlands á skotveiðar Veiði
Félagsskapur kvenna í stangveiði er alltaf að verð öflugari og er konum sífellt að fjölga við árbakkann á hverju sumri. Kvennadeild SVFR hefur unnið að því að auka áhuga kvenna á stangveiði og virkja þær konur sem nú þegar veiða mikið til að kynna sportið fyrir konum á öllum aldri. Hluti af þeirri kynningu er að halda "Opin Hús" á vegum Kvennadeildar Stangaveiðifélags Reykjavíkur. Fyrsta Opna hús vetrarins hjá Kvennadeildinni er næstkomandi föstudag 25. nóvember og verður þetta Opna Hús í formi uppskeruhátíðar hjá deildinni og verður skemmtileg dagskrá af því tilefni. Meðal þess sem verður boðið uppá er heimsókn frá kvennaveiðihópum sem segja frá skemmtilegu starfi sínu. Vala Árnadóttir sem veitt hefur út um allan heim kíkir til okkar og segir frá sinni veiði, kynning á veiðiferðum kvennadeildar næsta sumars, Jólaveiðigjafir – hannyrðalistakonur koma í heimsókn og einnig verður boðið uppá veitingar sem hæfa tilefninu. Allar konur eru velkomnar. Kvöldið hefst stundvíslega klukkan 20:00 og er haldið í salnum hjá SVFR við rafstöðvarveg 14, bakatil.
Mest lesið 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Kanadíska leiðin möguleg á Íslandi við rjúpnaveiðar? Veiði Síðsumars flugurnar fyrir laxveiðina Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Fín veiði á sjóbirtingsslóðum Veiði Þrjár síðsumars flugur í laxaboxið Veiði Veiðivísir orðinn sýnilegri og kominn á Facebook Veiði Útskrift hjá leiðsögumönnum í veiði Veiði Hvolsá og Staðarhólsá til Veiða.is Veiði Hópur kvenna heldur til Eistlands á skotveiðar Veiði