Þú hélst ekki að lífið væri svona Friðrika Benónýsdóttir skrifar 26. nóvember 2016 10:45 Bækur Tvísaga Ásdís Halla Bragadóttir Veröld 2016 335 bls. Ásdís Halla Bragadóttir hefur skrifað ævisögu sem kannski er einsdæmi í íslenskum bókmenntum. Þar tekst hún á við sögu móður sinnar, fjölskyldu sinnar og um leið sína eigin sögu af miklum heiðarleika og skilar sterkri sögu úr íslenskri nærfortíð, sem á köflum fær lesandann til að grípa andann á lofti og velta því fyrir sér hvers konar þjóðfélag þetta sé sem við búum í. Ásdís Halla tekur reyndar fram að auðvitað sé sagan sem hún skráir aðeins sögð frá hennar eigin sjónarhóli og sjónarhóli móður hennar, sannleikurinn sé alltaf bundinn viðhorfi þess sem segir frá og ef einhver annar hefði sagt þessa sögu væri hún kannski öðruvísi. Fortíðin er alltaf að einhverju leyti skáldskapur, bundinn sýn þess sem á hana horfir og frá henni segir. Sögumaðurinn er alltaf afsprengi síns umhverfis og síns bakgrunns. Þetta er góður og þarfur varnagli og kemur í veg fyrir að lesandinn fitji upp á nefið og finnist sagan gera óþarflega mikið fórnarlamb úr móðurinni. Detti jafnvel í hug útbrunnir frasar eins og meðvirkni. Bókin skiptist í kafla frá mismunandi tímum og segir til skiptis sögu Ásdísar Höllu sjálfrar í 1. persónu og móður hennar og annarra fjölskyldumeðlima í 3. persónu. Þetta er sniðug aðferð við að setja fortíðina í búning skáldskapar en um leið dálítið truflandi þar sem lesandanum er eðlilega mest umhugað um að fá framvinduna í sögu móðurinnar án refja. Enda engin smáræðis saga þar á ferð, saga höfnunar, misnotkunar, mistaka og endalausrar baráttu við mannfjandsamlegt kerfi, en um leið saga fíknar og áhrifa hennar á fjölskyldur langt aftur í ættir til dagsins í dag. Símtalið dularfulla um faðerni Ásdísar Höllu, sem hratt að hennar sögn þessum skrifum af stað, er nánast aukaatriði í hinu stóra samhengi sögunnar og eiginlega það sem snertir lesandann minnst. Við höfum öll lesið fjöldann allan af skáldsögum og ævisögum um baráttu undirokaðrar alþýðu Íslands fyrir viðurkenningu og mannsæmandi lífi en sú saga sem hér er sögð er með þeim sterkari í þeim flokki. Þar kemur ýmislegt til. Ásdís Halla er prýðilegur penni, frásögnin rennur vel og persónur eru skýrar en mestu skiptir þó að hér er skrásetjari sögunnar í henni miðri, finnur afleiðingar gjörða úr fortíðinni á eigin skinni nánast daglega og hefur varið miklum tíma og orku til að leita skýringa og finna sátt. Sú vinna skilar sér til lesandans í texta Tvísögu og það verður að segjast að hversu skeptískur sem maður er á að vandamál móðurinnar séu að mestu öðrum að kenna, hin eilífa réttlæting fíkilsins, þá hrífst maður með og þykir vænt um þessa konu, finnur til með henni og óskar þess svo innilega að allt fari vel að lokum. Hvað svo sem það nú þýðir.Niðurstaða: Vel unnin, vel skrifuð og firnasterk saga sem spilar á alla tilfinningastrengi lesenda.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 26. nóvember 2016. Bókmenntir Menning Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Bækur Tvísaga Ásdís Halla Bragadóttir Veröld 2016 335 bls. Ásdís Halla Bragadóttir hefur skrifað ævisögu sem kannski er einsdæmi í íslenskum bókmenntum. Þar tekst hún á við sögu móður sinnar, fjölskyldu sinnar og um leið sína eigin sögu af miklum heiðarleika og skilar sterkri sögu úr íslenskri nærfortíð, sem á köflum fær lesandann til að grípa andann á lofti og velta því fyrir sér hvers konar þjóðfélag þetta sé sem við búum í. Ásdís Halla tekur reyndar fram að auðvitað sé sagan sem hún skráir aðeins sögð frá hennar eigin sjónarhóli og sjónarhóli móður hennar, sannleikurinn sé alltaf bundinn viðhorfi þess sem segir frá og ef einhver annar hefði sagt þessa sögu væri hún kannski öðruvísi. Fortíðin er alltaf að einhverju leyti skáldskapur, bundinn sýn þess sem á hana horfir og frá henni segir. Sögumaðurinn er alltaf afsprengi síns umhverfis og síns bakgrunns. Þetta er góður og þarfur varnagli og kemur í veg fyrir að lesandinn fitji upp á nefið og finnist sagan gera óþarflega mikið fórnarlamb úr móðurinni. Detti jafnvel í hug útbrunnir frasar eins og meðvirkni. Bókin skiptist í kafla frá mismunandi tímum og segir til skiptis sögu Ásdísar Höllu sjálfrar í 1. persónu og móður hennar og annarra fjölskyldumeðlima í 3. persónu. Þetta er sniðug aðferð við að setja fortíðina í búning skáldskapar en um leið dálítið truflandi þar sem lesandanum er eðlilega mest umhugað um að fá framvinduna í sögu móðurinnar án refja. Enda engin smáræðis saga þar á ferð, saga höfnunar, misnotkunar, mistaka og endalausrar baráttu við mannfjandsamlegt kerfi, en um leið saga fíknar og áhrifa hennar á fjölskyldur langt aftur í ættir til dagsins í dag. Símtalið dularfulla um faðerni Ásdísar Höllu, sem hratt að hennar sögn þessum skrifum af stað, er nánast aukaatriði í hinu stóra samhengi sögunnar og eiginlega það sem snertir lesandann minnst. Við höfum öll lesið fjöldann allan af skáldsögum og ævisögum um baráttu undirokaðrar alþýðu Íslands fyrir viðurkenningu og mannsæmandi lífi en sú saga sem hér er sögð er með þeim sterkari í þeim flokki. Þar kemur ýmislegt til. Ásdís Halla er prýðilegur penni, frásögnin rennur vel og persónur eru skýrar en mestu skiptir þó að hér er skrásetjari sögunnar í henni miðri, finnur afleiðingar gjörða úr fortíðinni á eigin skinni nánast daglega og hefur varið miklum tíma og orku til að leita skýringa og finna sátt. Sú vinna skilar sér til lesandans í texta Tvísögu og það verður að segjast að hversu skeptískur sem maður er á að vandamál móðurinnar séu að mestu öðrum að kenna, hin eilífa réttlæting fíkilsins, þá hrífst maður með og þykir vænt um þessa konu, finnur til með henni og óskar þess svo innilega að allt fari vel að lokum. Hvað svo sem það nú þýðir.Niðurstaða: Vel unnin, vel skrifuð og firnasterk saga sem spilar á alla tilfinningastrengi lesenda.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 26. nóvember 2016.
Bókmenntir Menning Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira