Goðsagnapersónur snúa aftur til Þingvalla Magnús Guðmundsson skrifar 28. nóvember 2016 10:45 Bækur Hestvík Gerður Kristný Útgefandi: Mál og menning Kápuhönnun: Alexandra Buhl / Forlagið Prentun: Oddi Fjöldi síðna: 163 Goðsögur og goðsagakenndir heimar eru heillandi fyrirbæri. Eðli goðsögunnar er ekki síst að hjálpa okkur að skilja ákveðinn veruleika. Kenndir, tilfinningar og þrár sem geta kallast sammannlegar og mannkynið hefur velt fyrir sér og tekist á við í gegnum aldirnar. Ödipus, Sísyfos og Akkiles eru ágæt dæmi um slíkar grunnhvatir eða eigindir sem skilgreina okkur sem manneskjur með einum eða öðrum hætti. Þá er einnig ágætt að hafa í huga að þjóðsagan er skyld goðsögunni. Í höfundarverki Gerðar Kristnýjar er víða að finna sterk tengsl við goðsögur og goðsöguleg fyrirbæri og þá bæði grískar sem og norrænar. Þannig er því einnig farið í Hestvík, nýjustu skáldsögu Gerðar og jafnframt þeirri þriðju sem er ætluð fullorðnum. Höfundarverk Gerðar Krisnýjar er reyndar einstaklega fjölbreytt þar sem hún fer um víðan völl lesenda í aldri og áhugasviðum. Þessarar fjölbreytni gætir einnig í Hestvík þar sem segir frá því sem í fyrstu virðist ætla að verða hæglát sumarbústaðarferð Elínar textílkennara og Halldórs, tólf ára sonar hennar, í gamlan og frumstæðan sumarbústað í Hestvík við Þingvallavatn. Bústaðurinn hafði verið í eigu foreldra hennar sem eru fallnir frá en markmið Elínar með ferðinni er ekki síst að gera sér grein fyrir því hvað hún geti fengið fyrir bústaðinn til þess að standa í skilum við bankann í bænum. Hugur Elínar hneigist til æskustunda við vatnið, einfaldari og öruggari tíma, með foreldrum sínum og koma þau því talsvert við sögu ásamt fleiri persónum úr fortíð aðalpersónunnar. Það væri þó ekki fallega gert gagnvart lesendum að ljóstra upp of miklu um söguþráð og aðrar persónur og skal það því ósagt látið. Hestvík er saga sem þróast og breytist eftir því sem á líður og þessa breytingu er ekki einvörðungu að finna í framvindu sögunnar og atburðum heldur einnig stílnum. Setningarnar lengjast og verða flóknari eftir því sem á líður og lögum merkingar og túlkunarmöguleikum fjölgar. Samtöl eru á stundum líka dáldið stirð og á stundum finnst manni sem hegðun aðalpersónunnar sé drifin áfram eftir hentisemi sögunnar fremur en að vera eðlilegt viðbrag við erfiðum aðstæðum. En sagan verður fullorðinslegri og sterkari eftir því sem á líður, atburðir og umgjörð fyllast hægt en örugglega nokkuð óhugnarlegum andblæ og sakleysi æskunnar dofnar. Þetta er vel upp byggt hjá Gerði og það er gaman að sjá hana nýta sér þau ólíku form sem hún hefur tekist á við á ferli sínum í einni og sömu skáldsögunni. Vandinn er að þetta leiðir reyndar til þess að sagan er helst til lengi í gang og dálítið til unglingaleg framan af. Þetta er í raun helsti galli sögunnar þrátt fyrir að þar sé á ferðinni skemmtileg tilraun af hálfu höfundar. Því þegar fléttan fer að þéttast og sagan að ná sér á flug þá styrkist hún með hverri síðu. Og það er einmitt goðsagnir og tengingar við goðsögulega heima sem eru hvað forvitnilegasta eigindin í Hestvík. Táknin og tengingarnar eru fjölmargar, einkum eftir því sem á líður, en sem dæmi má nefna að Elín er íslenskun á nafni Helenu. Halldór merkir steinn eða hamar Þórs með tilheyrandi eldglæringum. Við sögu koma tvíburar sem gætu vel verið hinir óstýrlátu, Kastor og Pollux, úr samnefndu stjörnumerki, ásamt þjóðsagnalegra hugmynda á borð við umskiptinga svo eitthvað sé nefnt. Lesandinn þarf í sjálfu sér ekki að þekkja til þessa goðsagnaheims en það bætir við söguna. Gefur henni fleiri víddir og lög sem auka á ánægjuna við lesturinn og fá kannski viðkomandi til þess að skoða viðhorf sín og samfélag með aðeins öðrum hætti.Niðurstaða: Marglaga og skemmtileg skáldsaga sem flestir ættu að geta haft gaman af. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 28. nóvember 2016. Bókmenntir Menning Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Bækur Hestvík Gerður Kristný Útgefandi: Mál og menning Kápuhönnun: Alexandra Buhl / Forlagið Prentun: Oddi Fjöldi síðna: 163 Goðsögur og goðsagakenndir heimar eru heillandi fyrirbæri. Eðli goðsögunnar er ekki síst að hjálpa okkur að skilja ákveðinn veruleika. Kenndir, tilfinningar og þrár sem geta kallast sammannlegar og mannkynið hefur velt fyrir sér og tekist á við í gegnum aldirnar. Ödipus, Sísyfos og Akkiles eru ágæt dæmi um slíkar grunnhvatir eða eigindir sem skilgreina okkur sem manneskjur með einum eða öðrum hætti. Þá er einnig ágætt að hafa í huga að þjóðsagan er skyld goðsögunni. Í höfundarverki Gerðar Kristnýjar er víða að finna sterk tengsl við goðsögur og goðsöguleg fyrirbæri og þá bæði grískar sem og norrænar. Þannig er því einnig farið í Hestvík, nýjustu skáldsögu Gerðar og jafnframt þeirri þriðju sem er ætluð fullorðnum. Höfundarverk Gerðar Krisnýjar er reyndar einstaklega fjölbreytt þar sem hún fer um víðan völl lesenda í aldri og áhugasviðum. Þessarar fjölbreytni gætir einnig í Hestvík þar sem segir frá því sem í fyrstu virðist ætla að verða hæglát sumarbústaðarferð Elínar textílkennara og Halldórs, tólf ára sonar hennar, í gamlan og frumstæðan sumarbústað í Hestvík við Þingvallavatn. Bústaðurinn hafði verið í eigu foreldra hennar sem eru fallnir frá en markmið Elínar með ferðinni er ekki síst að gera sér grein fyrir því hvað hún geti fengið fyrir bústaðinn til þess að standa í skilum við bankann í bænum. Hugur Elínar hneigist til æskustunda við vatnið, einfaldari og öruggari tíma, með foreldrum sínum og koma þau því talsvert við sögu ásamt fleiri persónum úr fortíð aðalpersónunnar. Það væri þó ekki fallega gert gagnvart lesendum að ljóstra upp of miklu um söguþráð og aðrar persónur og skal það því ósagt látið. Hestvík er saga sem þróast og breytist eftir því sem á líður og þessa breytingu er ekki einvörðungu að finna í framvindu sögunnar og atburðum heldur einnig stílnum. Setningarnar lengjast og verða flóknari eftir því sem á líður og lögum merkingar og túlkunarmöguleikum fjölgar. Samtöl eru á stundum líka dáldið stirð og á stundum finnst manni sem hegðun aðalpersónunnar sé drifin áfram eftir hentisemi sögunnar fremur en að vera eðlilegt viðbrag við erfiðum aðstæðum. En sagan verður fullorðinslegri og sterkari eftir því sem á líður, atburðir og umgjörð fyllast hægt en örugglega nokkuð óhugnarlegum andblæ og sakleysi æskunnar dofnar. Þetta er vel upp byggt hjá Gerði og það er gaman að sjá hana nýta sér þau ólíku form sem hún hefur tekist á við á ferli sínum í einni og sömu skáldsögunni. Vandinn er að þetta leiðir reyndar til þess að sagan er helst til lengi í gang og dálítið til unglingaleg framan af. Þetta er í raun helsti galli sögunnar þrátt fyrir að þar sé á ferðinni skemmtileg tilraun af hálfu höfundar. Því þegar fléttan fer að þéttast og sagan að ná sér á flug þá styrkist hún með hverri síðu. Og það er einmitt goðsagnir og tengingar við goðsögulega heima sem eru hvað forvitnilegasta eigindin í Hestvík. Táknin og tengingarnar eru fjölmargar, einkum eftir því sem á líður, en sem dæmi má nefna að Elín er íslenskun á nafni Helenu. Halldór merkir steinn eða hamar Þórs með tilheyrandi eldglæringum. Við sögu koma tvíburar sem gætu vel verið hinir óstýrlátu, Kastor og Pollux, úr samnefndu stjörnumerki, ásamt þjóðsagnalegra hugmynda á borð við umskiptinga svo eitthvað sé nefnt. Lesandinn þarf í sjálfu sér ekki að þekkja til þessa goðsagnaheims en það bætir við söguna. Gefur henni fleiri víddir og lög sem auka á ánægjuna við lesturinn og fá kannski viðkomandi til þess að skoða viðhorf sín og samfélag með aðeins öðrum hætti.Niðurstaða: Marglaga og skemmtileg skáldsaga sem flestir ættu að geta haft gaman af. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 28. nóvember 2016.
Bókmenntir Menning Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira