VW Arteon leysir af CC Finnur Thorlacius skrifar 28. nóvember 2016 11:27 Volkswagen Sport Coupe Concept GTE tilraunabíllinn. Í síðustu viku tilkynnti Volkswagen að fyrirtækið myndi hætta framleiðslu á CC bíl sínum, en ekki leið langur tími uns Volkswagen tilkynnti um arftaka hans. Hann mun heita Arteon og er að svipaðri stærð og CC bíllinn og ef eitthvað er enn sportlegri. Arteon er stærri bíll en Passat, líka fjögurra hurða en eins og sannur sportbíll með enga ramma utanum framhliðarrúðurnar. Forveri þessa bíls er tilraunabíllinn Sport Coupe Concept GTE sem sést hér að ofan og endanlegt útlit Arteon verður víst nokkuð líkt honum. Í grunninn er þessi nýi bíll þó örlítið stækkuð útgáfa af Passat með coupe-lagi, en með mjög vönduðum frágangi og nýjustu tækni. Hann verður þó með mun stærra skottrými en forverinn CC. Þessi bíll verður nokkuð dýrari en Passat, enda talsvert meira í hann lagt. Arteon mun fá sömu vélar og er að finna í Passat, en þó veður einni öflugri vél bætt við sem flaggskip bílgerðarinnar. Volkswagen ætlar að sýna þennan nýja Arteon bíl á bílasýningunni í Genf í mars næstkomandi og hann fer svo í sölu í sumar. Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent
Í síðustu viku tilkynnti Volkswagen að fyrirtækið myndi hætta framleiðslu á CC bíl sínum, en ekki leið langur tími uns Volkswagen tilkynnti um arftaka hans. Hann mun heita Arteon og er að svipaðri stærð og CC bíllinn og ef eitthvað er enn sportlegri. Arteon er stærri bíll en Passat, líka fjögurra hurða en eins og sannur sportbíll með enga ramma utanum framhliðarrúðurnar. Forveri þessa bíls er tilraunabíllinn Sport Coupe Concept GTE sem sést hér að ofan og endanlegt útlit Arteon verður víst nokkuð líkt honum. Í grunninn er þessi nýi bíll þó örlítið stækkuð útgáfa af Passat með coupe-lagi, en með mjög vönduðum frágangi og nýjustu tækni. Hann verður þó með mun stærra skottrými en forverinn CC. Þessi bíll verður nokkuð dýrari en Passat, enda talsvert meira í hann lagt. Arteon mun fá sömu vélar og er að finna í Passat, en þó veður einni öflugri vél bætt við sem flaggskip bílgerðarinnar. Volkswagen ætlar að sýna þennan nýja Arteon bíl á bílasýningunni í Genf í mars næstkomandi og hann fer svo í sölu í sumar.
Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent