Steindi kennir á Maraþon Now Tinni Sveinsson 29. nóvember 2016 12:00 Steindi fer yfir það hvernig hægt er að finna sér eitthvað gott til að glápa á. Nú í haust setti Stöð 2 nýja streymisveitu í loftið, Maraþon Now. Í henni er hægt að horfa á efni stöðvarinnar í vefspilara á netinu, snjallsímum, spjaldtölvum, Apple TV og í myndlyklum Símans. Aðgangur að þjónustunni fæst fyrir 2.990 krónur á mánuði. Steindi Jr. var nýlega fenginn til þess að tala inn á kennslumyndbönd fyrir þjónustuna en hægt er að sjá þau í spilurunum hér fyrir neðan. Þar fer hann á einfaldan máta í gegnum innskráningarferlið og hvernig hægt er að finna sér eitthvað skemmtilegt til að glápa á.„Við bjóðum upp á þessa nýja streymisveitu þannig að það fólk geti til dæmis horft á heilar þáttaraðir þegar því hentar, sagði Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri 365, í viðtali í Bítinu á Bylgjunni þegar þjónustan var kynnt til leiks. „Þarna er hægt að horfa á gríðarlegt magn af efni sem Stöð 2 hefur framleitt í gegnum tíðina. Við erum búin að dæla inn á þessa veitu. Það er mjög mikið efni komið inn sem hefur ekki verið aðgengilegt lengi.“Á Stöð 2 Maraþon Now er að finna fjölda vandaðra íslenskra þáttaraða, sjónvarpsefni frá HBO, talsett barnaefni, erlendar þáttaraðir, kvikmyndir fyrir alla fjölskylduna, áhugavert heimildarefni, matreiðsluþætti, tónleika og ótal margt fleira. „Sérstaða okkar er augljós. Íslenska efnið er ekki til staðar hjá öðrum. Auk þess erum við með talsett barnaefni í hundruðum klukkustunda og allt efni HBO. Þeir þættir teljast vera eitt besta gæðaefni sem framleitt er í sjónvarpi í dag,“ sagði Sævar. Þeir sem eru með áskrift að Stöð 2 fyrir fá þessa þjónustu frítt. Aðrir geta keypt hana á 2.990 krónur á mánuði. Hægt er að prófa þjónustuna frítt í þrjá daga áður en ákveðið er hvort eigi að kaupa hana. Nánar á 2now.is. Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Fleiri fréttir Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Ókeypis trygging með öllum Hakkapeliita dekkjum frá Nokian Tyres Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Sjá meira
Nú í haust setti Stöð 2 nýja streymisveitu í loftið, Maraþon Now. Í henni er hægt að horfa á efni stöðvarinnar í vefspilara á netinu, snjallsímum, spjaldtölvum, Apple TV og í myndlyklum Símans. Aðgangur að þjónustunni fæst fyrir 2.990 krónur á mánuði. Steindi Jr. var nýlega fenginn til þess að tala inn á kennslumyndbönd fyrir þjónustuna en hægt er að sjá þau í spilurunum hér fyrir neðan. Þar fer hann á einfaldan máta í gegnum innskráningarferlið og hvernig hægt er að finna sér eitthvað skemmtilegt til að glápa á.„Við bjóðum upp á þessa nýja streymisveitu þannig að það fólk geti til dæmis horft á heilar þáttaraðir þegar því hentar, sagði Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri 365, í viðtali í Bítinu á Bylgjunni þegar þjónustan var kynnt til leiks. „Þarna er hægt að horfa á gríðarlegt magn af efni sem Stöð 2 hefur framleitt í gegnum tíðina. Við erum búin að dæla inn á þessa veitu. Það er mjög mikið efni komið inn sem hefur ekki verið aðgengilegt lengi.“Á Stöð 2 Maraþon Now er að finna fjölda vandaðra íslenskra þáttaraða, sjónvarpsefni frá HBO, talsett barnaefni, erlendar þáttaraðir, kvikmyndir fyrir alla fjölskylduna, áhugavert heimildarefni, matreiðsluþætti, tónleika og ótal margt fleira. „Sérstaða okkar er augljós. Íslenska efnið er ekki til staðar hjá öðrum. Auk þess erum við með talsett barnaefni í hundruðum klukkustunda og allt efni HBO. Þeir þættir teljast vera eitt besta gæðaefni sem framleitt er í sjónvarpi í dag,“ sagði Sævar. Þeir sem eru með áskrift að Stöð 2 fyrir fá þessa þjónustu frítt. Aðrir geta keypt hana á 2.990 krónur á mánuði. Hægt er að prófa þjónustuna frítt í þrjá daga áður en ákveðið er hvort eigi að kaupa hana. Nánar á 2now.is.
Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Fleiri fréttir Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Ókeypis trygging með öllum Hakkapeliita dekkjum frá Nokian Tyres Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent