Poppstjarnan Nik Kershaw kominn til Reykjavíkur Heimir Már Pétursson skrifar 10. nóvember 2016 20:42 Breska poppstjarnan Nik Kershaw kemur fram með Todmobile á stórtónleikum í Hörpu annað kvöld þar sem tekin verða mörg hans þekktustu laga ásamt úrvali laga Todmobile. Hann hlakkar til tónleikanna og segir aldrei að vita nema þessi hópur tónlistarmanna eigi eftir að vinna meira saman í framtíðinni. Nik Kershaw sló fyrst í gegn snemma á níuna áratugnum og átti þá átta lög á topp fjörutíu listanum í Bretlandi. Lög hans hljómuðu einnig árum saman á öldum ljósvakans á Íslandi sem og á dansstöðum landsmanna. Hann hefur gefið út átta stórar plötur, þá síðustu árið 2012 og það styttist í næstu plötu. En nú er hann kominn til Íslands og nú þegar búinn að hljóðrita nýja útgáfu af laginu Riddle með hljómsveitinni sem hann treður upp með í Eldborgarsal Hörpu annað kvöld. Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson gítarleikari Todmobile segir Nik Kershaw í miklu uppáhaldi hjá Eiði bassaleikara hljómsveitarinnar. „Við höfum hlustað mikið á þessa tónlist og hún mótaði okkur heilmikið. Þannig að núna er gaman að fá að vinna með manninum,“ segir Þorvaldur Bjarni. Todmobile hafa áður haldið tónleika með Jon Anderson úr Yes og Steve Hacket gítarleikara Genesis og hafa þeir tónleikar verið birtir á YouTube. Nik Kershaw hlakkar til tónleikanna annað kvöld en hann hitti hljómsveitarmeðlimina í fyrsta skipti í eigin persónu í dag, þótt hann hafi sungið inn á undirleik hennar við The Riddle. „Sameiginlegur vinur okkar, Steve Hackett, hafði samband við mig og spurði hvort mér væri sama hvort maður mætti hafa samband við mig Hann sendi líka hlekk á Youtube-myndband þar sem Steve spilaði með þessum náungum. Þetta var frábært og ég var alveg til í slaginn. Þeir höfðu samband við mig um að spila á þessum tónleikum og hingað er ég kominn,” sagði Kershaw og taldi inn í lag með Todmobile, sem sjá má hér að ofan. Mest lesið Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Lífið Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Lífið Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Tíska og hönnun Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Lífið Næsti Dumbledore fundinn Bíó og sjónvarp Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Lífið Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Gagnrýni „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Lífið Fleiri fréttir Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Breska poppstjarnan Nik Kershaw kemur fram með Todmobile á stórtónleikum í Hörpu annað kvöld þar sem tekin verða mörg hans þekktustu laga ásamt úrvali laga Todmobile. Hann hlakkar til tónleikanna og segir aldrei að vita nema þessi hópur tónlistarmanna eigi eftir að vinna meira saman í framtíðinni. Nik Kershaw sló fyrst í gegn snemma á níuna áratugnum og átti þá átta lög á topp fjörutíu listanum í Bretlandi. Lög hans hljómuðu einnig árum saman á öldum ljósvakans á Íslandi sem og á dansstöðum landsmanna. Hann hefur gefið út átta stórar plötur, þá síðustu árið 2012 og það styttist í næstu plötu. En nú er hann kominn til Íslands og nú þegar búinn að hljóðrita nýja útgáfu af laginu Riddle með hljómsveitinni sem hann treður upp með í Eldborgarsal Hörpu annað kvöld. Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson gítarleikari Todmobile segir Nik Kershaw í miklu uppáhaldi hjá Eiði bassaleikara hljómsveitarinnar. „Við höfum hlustað mikið á þessa tónlist og hún mótaði okkur heilmikið. Þannig að núna er gaman að fá að vinna með manninum,“ segir Þorvaldur Bjarni. Todmobile hafa áður haldið tónleika með Jon Anderson úr Yes og Steve Hacket gítarleikara Genesis og hafa þeir tónleikar verið birtir á YouTube. Nik Kershaw hlakkar til tónleikanna annað kvöld en hann hitti hljómsveitarmeðlimina í fyrsta skipti í eigin persónu í dag, þótt hann hafi sungið inn á undirleik hennar við The Riddle. „Sameiginlegur vinur okkar, Steve Hackett, hafði samband við mig og spurði hvort mér væri sama hvort maður mætti hafa samband við mig Hann sendi líka hlekk á Youtube-myndband þar sem Steve spilaði með þessum náungum. Þetta var frábært og ég var alveg til í slaginn. Þeir höfðu samband við mig um að spila á þessum tónleikum og hingað er ég kominn,” sagði Kershaw og taldi inn í lag með Todmobile, sem sjá má hér að ofan.
Mest lesið Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Lífið Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Lífið Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Tíska og hönnun Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Lífið Næsti Dumbledore fundinn Bíó og sjónvarp Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Lífið Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Gagnrýni „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Lífið Fleiri fréttir Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira