Volvo flytur framleiðslu S90 til Kína Finnur Thorlacius skrifar 15. nóvember 2016 13:28 Volvo S90 og V90. Flaggskip Volvo í fólksbílaflokki, Volvo S90, hefur hingað til verið framleitt í Gautaborg í Svíþjóð eins og svo margar aðrar gerðir Volvo bíla. Framleiðsla S90 verður hins vegar flutt bráðlega til Kína, nánar tiltekið til Daqing, og þaðan verður þessi stóri lúxusbíll fluttur til allra annarra markaða í heiminum. Í Daqing verða allar gerðir S90 framleiddar, þar á meðal lengri gerð bílsins sem selst vel í Asíu eins og flestar aðrar lengdar gerðir lúxusbíla.60 og 40 bílar Volvo að aukiVolvo 60-línan verður einnig brátt framleidd í Kína, þ.e. í Chengdu, og 40-línan í nýrri verksmiðju Volvo í Luqiao, suður af Shanghai. Hann er reyndar einnig framleiddur í Ghent í Belgíu. Verksmiðjan í Luqiao er í eigu Geely, sem á Volvo og í henni verða einnig framleiddir bílar undir nýju merki Geely, Lynk & Co. Volvo mun einnig opna nýja verksmiðju í Ridgeville í S-Karólínuríki Bandaríkjanna árið 2018 og þar verða nokkrar gerðir Volvo bíla smíðaðar fyrir Ameríkumarkað.Forstjóraútgáfa S90Volvo ætlar að framleiða Excellence gerð S90 bílsins og fer þar vandaðasta gerð hans, eiginlega hreinræktaður forsetabíll og verður hann sýndur fyrst á bílasýningunni Guangzhou Motor Show í Kína í þessum mánuði. Í þessum bíl hefur farþegasætið frammí verið fjarlægt og í stað þess komið vinnuborð, afþreyingartæki, kampavínskælir með kristalsglösum og skógeymsla fyrir forstjórann sem situr aftur í. Svona útbúnir bílar eru mun vinsælli í Asíu en í Evrópu og Bandaríkjunum.Kína að yfirtaka Bandaríkin sem stærsti lúxusbílamarkaðurinnLars Danielsson sem fer fyrir Volvo í Asíu og á Kyrrahafssvæðinu segir að Kína sé að taka við af Bandaríkjunum sem stærsti markaðurinn fyrir lúxusbíla og að á þessu ári muni seljast þar yfir tvær milljónir lúxusbíla. Það ætlar Volvo ekki að láta fram hjá sér fara og stefnan hjá Volvo er að ryðja þá braut í Kína umfram aðra lúxusbílaframleiðendur. Volvo hefur selt 54.496 bíla í Kína á fyrstu 8 mánuðum þessa árs og salan er 10 prósentum meiri en í fyrra, en heildarsalan í fyrra var 81.885 bílar. Til samanburðar var sala Volvo allt árið í fyrra í Bretlandi 44.000 bílar, en markmiðið er að hún verði komin í 60.000 bíla þar árið 2020.Stórtækar söluáætlanir í KínaVæntingar Volvo í Kína eru þó mun stórtækari og ætlar Volvo að selja 200.000 bíla árið 2020 og þá á heildarsala Volvo í heiminum öllum að vera komin í 800.000 bíla. Heildarsalan í fyrra var 503.127 bílar. Til þess að svo mikilli aukningu verði náð þarf að fjölga verksmiðjum þeim sem Volvo bílar eru framleiddir í og þar kemur eigandi Volvo, kínverska fyrirtækið Geely, til sögunnar, en um þriðjungur framleiðslunnar árið 2020 mun fara fram í verksmiðjum þess í Kína. Eins og staðan er nú hjá Volvo hefur fyrirtækið ekki við að framleiða vinsæla bíla sína og eftirspurnin t.d. eftir jeppanum XC90 er mun meiri en framboðið og það á við fleiri bílgerðir Volvo. Því eru áætlanir Volvo ef til vill ekki svo óraunhæfar. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent
Flaggskip Volvo í fólksbílaflokki, Volvo S90, hefur hingað til verið framleitt í Gautaborg í Svíþjóð eins og svo margar aðrar gerðir Volvo bíla. Framleiðsla S90 verður hins vegar flutt bráðlega til Kína, nánar tiltekið til Daqing, og þaðan verður þessi stóri lúxusbíll fluttur til allra annarra markaða í heiminum. Í Daqing verða allar gerðir S90 framleiddar, þar á meðal lengri gerð bílsins sem selst vel í Asíu eins og flestar aðrar lengdar gerðir lúxusbíla.60 og 40 bílar Volvo að aukiVolvo 60-línan verður einnig brátt framleidd í Kína, þ.e. í Chengdu, og 40-línan í nýrri verksmiðju Volvo í Luqiao, suður af Shanghai. Hann er reyndar einnig framleiddur í Ghent í Belgíu. Verksmiðjan í Luqiao er í eigu Geely, sem á Volvo og í henni verða einnig framleiddir bílar undir nýju merki Geely, Lynk & Co. Volvo mun einnig opna nýja verksmiðju í Ridgeville í S-Karólínuríki Bandaríkjanna árið 2018 og þar verða nokkrar gerðir Volvo bíla smíðaðar fyrir Ameríkumarkað.Forstjóraútgáfa S90Volvo ætlar að framleiða Excellence gerð S90 bílsins og fer þar vandaðasta gerð hans, eiginlega hreinræktaður forsetabíll og verður hann sýndur fyrst á bílasýningunni Guangzhou Motor Show í Kína í þessum mánuði. Í þessum bíl hefur farþegasætið frammí verið fjarlægt og í stað þess komið vinnuborð, afþreyingartæki, kampavínskælir með kristalsglösum og skógeymsla fyrir forstjórann sem situr aftur í. Svona útbúnir bílar eru mun vinsælli í Asíu en í Evrópu og Bandaríkjunum.Kína að yfirtaka Bandaríkin sem stærsti lúxusbílamarkaðurinnLars Danielsson sem fer fyrir Volvo í Asíu og á Kyrrahafssvæðinu segir að Kína sé að taka við af Bandaríkjunum sem stærsti markaðurinn fyrir lúxusbíla og að á þessu ári muni seljast þar yfir tvær milljónir lúxusbíla. Það ætlar Volvo ekki að láta fram hjá sér fara og stefnan hjá Volvo er að ryðja þá braut í Kína umfram aðra lúxusbílaframleiðendur. Volvo hefur selt 54.496 bíla í Kína á fyrstu 8 mánuðum þessa árs og salan er 10 prósentum meiri en í fyrra, en heildarsalan í fyrra var 81.885 bílar. Til samanburðar var sala Volvo allt árið í fyrra í Bretlandi 44.000 bílar, en markmiðið er að hún verði komin í 60.000 bíla þar árið 2020.Stórtækar söluáætlanir í KínaVæntingar Volvo í Kína eru þó mun stórtækari og ætlar Volvo að selja 200.000 bíla árið 2020 og þá á heildarsala Volvo í heiminum öllum að vera komin í 800.000 bíla. Heildarsalan í fyrra var 503.127 bílar. Til þess að svo mikilli aukningu verði náð þarf að fjölga verksmiðjum þeim sem Volvo bílar eru framleiddir í og þar kemur eigandi Volvo, kínverska fyrirtækið Geely, til sögunnar, en um þriðjungur framleiðslunnar árið 2020 mun fara fram í verksmiðjum þess í Kína. Eins og staðan er nú hjá Volvo hefur fyrirtækið ekki við að framleiða vinsæla bíla sína og eftirspurnin t.d. eftir jeppanum XC90 er mun meiri en framboðið og það á við fleiri bílgerðir Volvo. Því eru áætlanir Volvo ef til vill ekki svo óraunhæfar.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent