Steindi missti tíu kíló á átta vikum fyrir 40 sekúndur: „Tók verkjatöflur þegar ég var kominn með hausverk úr svengd“ Stefán Árni Pálsson skrifar 16. nóvember 2016 12:15 Til vinstri má sjá mynd af Steinda í miðjum tökum í sumar. Hin myndin er glæný. mynd/brynjar snær „Ég fer með hlutverk Atla í myndinni Undir Trénu, en um er að ræða dramatíska mynd sem er bæði thriller og smá kómísk í leiðinni,“ segir Steinþór Hróar Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi Jr., en tökum á kvikmyndinni lauk fyrir tveimur mánuðum. Með aðalhlutverkin fara Steinþór Hróar, Sigurður Sigurjónssyni, Edda Björgvinsdóttir, Þorsteinn Bachmann og Selma Björnsdóttir. „Þessi mynd fjallar í raun og veru bara um venjulegt fólk sem missir tökin,“ segir Steindi sem varð að taka upp eina senu í kvikmyndinni um helgina. Fyrir það atriði varð hann að missa tíu kíló en sú sena gerist í fortíð Atla og hafði Steindi aðeins tvo mánuði til að missa kílóin. „Þessi sena er sirka fjörutíu sekúndur og ég og leikstjórinn ákváðum í sameiningu að taka hana upp tveimur mánuðum eftir að tökum lauk, þannig að ég hefði tíma til að grenna mig. Atli á að líta töluvert öðruvísi út í þessari senu. Ég missti tíu kíló og var allur vel rakaður, nýklipptur og flottur. Annars er karakterinn minn í myndinni frekar feitur, með úfið hár og subbulegur.“ Eins og áður segir þá missti Steindi tíu kíló á tveimur mánuðum og hafði hann mikið fyrir því. Hann var í tökum á Steypustöðinni á þessum tveimur mánuðum en Steypustöðin er grínþáttur sem hefur göngu sína á Stöð 2 á næsta ári. Borðaði bara hádegismat í tvær vikur „Við fengum alltaf hollan mat í hádeginu í tökunum á Steypustöðinni og síðan fékk ég mér bara Hámark í kvöldmat, ekkert annað. Ég tók matarræðið alveg í gegn og svindlaði kannski pínulítið. Síðustu tvær vikurnar byrjaði ég að fara í ræktina, borðaði hádegismat og síðan ekkert í kvöldmat. Ég tók verkjatöflur þegar ég var kominn með hausverk úr svengd.“ Steindi segir að hann hafi reynt að fara snemma að sofa síðustu tvær vikurnar, það hafi komið honum í gegnum þetta allt saman. „Ég vil endilega fá að taka það fram að ég mæli alls ekki með þessari aðferð. Ég gat bara ekki farið í ræktina eins og venjulegur maður allan tímann, þar sem ég var mikið fastur í tökum.“ Í dag er Steindi 79 kíló og var hann 89 kíló. Hann segist ætla reyna halda sér í svipuðu formi. „Mér finnst alveg notalegt að vera fitubolla, en ég finn samt strax fyrir því að mér oft svolítið kalt. En ég ætla kannski aðeins að passa mig í framhaldinu.“ Kvikmyndin Undir Trénu verður frumsýnd á næsta ári. Bíó og sjónvarp Steypustöðin Mest lesið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Tónlist Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Lífið „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Fleiri fréttir Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira
„Ég fer með hlutverk Atla í myndinni Undir Trénu, en um er að ræða dramatíska mynd sem er bæði thriller og smá kómísk í leiðinni,“ segir Steinþór Hróar Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi Jr., en tökum á kvikmyndinni lauk fyrir tveimur mánuðum. Með aðalhlutverkin fara Steinþór Hróar, Sigurður Sigurjónssyni, Edda Björgvinsdóttir, Þorsteinn Bachmann og Selma Björnsdóttir. „Þessi mynd fjallar í raun og veru bara um venjulegt fólk sem missir tökin,“ segir Steindi sem varð að taka upp eina senu í kvikmyndinni um helgina. Fyrir það atriði varð hann að missa tíu kíló en sú sena gerist í fortíð Atla og hafði Steindi aðeins tvo mánuði til að missa kílóin. „Þessi sena er sirka fjörutíu sekúndur og ég og leikstjórinn ákváðum í sameiningu að taka hana upp tveimur mánuðum eftir að tökum lauk, þannig að ég hefði tíma til að grenna mig. Atli á að líta töluvert öðruvísi út í þessari senu. Ég missti tíu kíló og var allur vel rakaður, nýklipptur og flottur. Annars er karakterinn minn í myndinni frekar feitur, með úfið hár og subbulegur.“ Eins og áður segir þá missti Steindi tíu kíló á tveimur mánuðum og hafði hann mikið fyrir því. Hann var í tökum á Steypustöðinni á þessum tveimur mánuðum en Steypustöðin er grínþáttur sem hefur göngu sína á Stöð 2 á næsta ári. Borðaði bara hádegismat í tvær vikur „Við fengum alltaf hollan mat í hádeginu í tökunum á Steypustöðinni og síðan fékk ég mér bara Hámark í kvöldmat, ekkert annað. Ég tók matarræðið alveg í gegn og svindlaði kannski pínulítið. Síðustu tvær vikurnar byrjaði ég að fara í ræktina, borðaði hádegismat og síðan ekkert í kvöldmat. Ég tók verkjatöflur þegar ég var kominn með hausverk úr svengd.“ Steindi segir að hann hafi reynt að fara snemma að sofa síðustu tvær vikurnar, það hafi komið honum í gegnum þetta allt saman. „Ég vil endilega fá að taka það fram að ég mæli alls ekki með þessari aðferð. Ég gat bara ekki farið í ræktina eins og venjulegur maður allan tímann, þar sem ég var mikið fastur í tökum.“ Í dag er Steindi 79 kíló og var hann 89 kíló. Hann segist ætla reyna halda sér í svipuðu formi. „Mér finnst alveg notalegt að vera fitubolla, en ég finn samt strax fyrir því að mér oft svolítið kalt. En ég ætla kannski aðeins að passa mig í framhaldinu.“ Kvikmyndin Undir Trénu verður frumsýnd á næsta ári.
Bíó og sjónvarp Steypustöðin Mest lesið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Tónlist Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Lífið „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Fleiri fréttir Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira