Steindi missti tíu kíló á átta vikum fyrir 40 sekúndur: „Tók verkjatöflur þegar ég var kominn með hausverk úr svengd“ Stefán Árni Pálsson skrifar 16. nóvember 2016 12:15 Til vinstri má sjá mynd af Steinda í miðjum tökum í sumar. Hin myndin er glæný. mynd/brynjar snær „Ég fer með hlutverk Atla í myndinni Undir Trénu, en um er að ræða dramatíska mynd sem er bæði thriller og smá kómísk í leiðinni,“ segir Steinþór Hróar Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi Jr., en tökum á kvikmyndinni lauk fyrir tveimur mánuðum. Með aðalhlutverkin fara Steinþór Hróar, Sigurður Sigurjónssyni, Edda Björgvinsdóttir, Þorsteinn Bachmann og Selma Björnsdóttir. „Þessi mynd fjallar í raun og veru bara um venjulegt fólk sem missir tökin,“ segir Steindi sem varð að taka upp eina senu í kvikmyndinni um helgina. Fyrir það atriði varð hann að missa tíu kíló en sú sena gerist í fortíð Atla og hafði Steindi aðeins tvo mánuði til að missa kílóin. „Þessi sena er sirka fjörutíu sekúndur og ég og leikstjórinn ákváðum í sameiningu að taka hana upp tveimur mánuðum eftir að tökum lauk, þannig að ég hefði tíma til að grenna mig. Atli á að líta töluvert öðruvísi út í þessari senu. Ég missti tíu kíló og var allur vel rakaður, nýklipptur og flottur. Annars er karakterinn minn í myndinni frekar feitur, með úfið hár og subbulegur.“ Eins og áður segir þá missti Steindi tíu kíló á tveimur mánuðum og hafði hann mikið fyrir því. Hann var í tökum á Steypustöðinni á þessum tveimur mánuðum en Steypustöðin er grínþáttur sem hefur göngu sína á Stöð 2 á næsta ári. Borðaði bara hádegismat í tvær vikur „Við fengum alltaf hollan mat í hádeginu í tökunum á Steypustöðinni og síðan fékk ég mér bara Hámark í kvöldmat, ekkert annað. Ég tók matarræðið alveg í gegn og svindlaði kannski pínulítið. Síðustu tvær vikurnar byrjaði ég að fara í ræktina, borðaði hádegismat og síðan ekkert í kvöldmat. Ég tók verkjatöflur þegar ég var kominn með hausverk úr svengd.“ Steindi segir að hann hafi reynt að fara snemma að sofa síðustu tvær vikurnar, það hafi komið honum í gegnum þetta allt saman. „Ég vil endilega fá að taka það fram að ég mæli alls ekki með þessari aðferð. Ég gat bara ekki farið í ræktina eins og venjulegur maður allan tímann, þar sem ég var mikið fastur í tökum.“ Í dag er Steindi 79 kíló og var hann 89 kíló. Hann segist ætla reyna halda sér í svipuðu formi. „Mér finnst alveg notalegt að vera fitubolla, en ég finn samt strax fyrir því að mér oft svolítið kalt. En ég ætla kannski aðeins að passa mig í framhaldinu.“ Kvikmyndin Undir Trénu verður frumsýnd á næsta ári. Bíó og sjónvarp Steypustöðin Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Fleiri fréttir Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
„Ég fer með hlutverk Atla í myndinni Undir Trénu, en um er að ræða dramatíska mynd sem er bæði thriller og smá kómísk í leiðinni,“ segir Steinþór Hróar Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi Jr., en tökum á kvikmyndinni lauk fyrir tveimur mánuðum. Með aðalhlutverkin fara Steinþór Hróar, Sigurður Sigurjónssyni, Edda Björgvinsdóttir, Þorsteinn Bachmann og Selma Björnsdóttir. „Þessi mynd fjallar í raun og veru bara um venjulegt fólk sem missir tökin,“ segir Steindi sem varð að taka upp eina senu í kvikmyndinni um helgina. Fyrir það atriði varð hann að missa tíu kíló en sú sena gerist í fortíð Atla og hafði Steindi aðeins tvo mánuði til að missa kílóin. „Þessi sena er sirka fjörutíu sekúndur og ég og leikstjórinn ákváðum í sameiningu að taka hana upp tveimur mánuðum eftir að tökum lauk, þannig að ég hefði tíma til að grenna mig. Atli á að líta töluvert öðruvísi út í þessari senu. Ég missti tíu kíló og var allur vel rakaður, nýklipptur og flottur. Annars er karakterinn minn í myndinni frekar feitur, með úfið hár og subbulegur.“ Eins og áður segir þá missti Steindi tíu kíló á tveimur mánuðum og hafði hann mikið fyrir því. Hann var í tökum á Steypustöðinni á þessum tveimur mánuðum en Steypustöðin er grínþáttur sem hefur göngu sína á Stöð 2 á næsta ári. Borðaði bara hádegismat í tvær vikur „Við fengum alltaf hollan mat í hádeginu í tökunum á Steypustöðinni og síðan fékk ég mér bara Hámark í kvöldmat, ekkert annað. Ég tók matarræðið alveg í gegn og svindlaði kannski pínulítið. Síðustu tvær vikurnar byrjaði ég að fara í ræktina, borðaði hádegismat og síðan ekkert í kvöldmat. Ég tók verkjatöflur þegar ég var kominn með hausverk úr svengd.“ Steindi segir að hann hafi reynt að fara snemma að sofa síðustu tvær vikurnar, það hafi komið honum í gegnum þetta allt saman. „Ég vil endilega fá að taka það fram að ég mæli alls ekki með þessari aðferð. Ég gat bara ekki farið í ræktina eins og venjulegur maður allan tímann, þar sem ég var mikið fastur í tökum.“ Í dag er Steindi 79 kíló og var hann 89 kíló. Hann segist ætla reyna halda sér í svipuðu formi. „Mér finnst alveg notalegt að vera fitubolla, en ég finn samt strax fyrir því að mér oft svolítið kalt. En ég ætla kannski aðeins að passa mig í framhaldinu.“ Kvikmyndin Undir Trénu verður frumsýnd á næsta ári.
Bíó og sjónvarp Steypustöðin Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Fleiri fréttir Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira