Chevrolet Bolt bíll ársins hjá Motor Trend Finnur Thorlacius skrifar 16. nóvember 2016 09:57 Chevrolet Bolt. Bandaríska bílatímaritið Motor Trend valdi Chevrolet Bolt rafmagnsbílinn sem bíl ársins 2017. Motor Trend kaus einnig jeppa ársins og þá nafnbót hlaut Mercedes Benz GLC-Class og pallbíll ársins var valinn Ford Super Duty. Dómnefndarmenn rökstuddu val sitt á Bolt með því að þar færi “game changer” sem sameinaði langa drægni og lágt verð fyrir rafmagnsbíl sem kæmist allt að 400 km á hverri hleðslu. Dómnefndin nefndi einnig að akstureiginleikar bílsins væru einstakir. Nefndu þeir sérstaklega að verð bílsins væri svo gott að bíllinn væri á pari við hefðbundna bíla með brunavél af sömu stærð, en það hefði ekki áður sést með rafmagnsbíl. Dómnefndin var einnig mjög hrifin af snerpu Bolt bílsins og sagði að hann væri sneggri í hundraðið en Fiat 124 Spider sportbíllinn og aðeins hálfri sekúndu seinni en Volkswagen Golf GTI. Bílarnir sem komust í úrslit hjá Motor Trend voru Audi A4, Cadillac CT6, Chrysler Pacifica, Genesis G90 (frá Hyundai), Jaguar XE, Porsche 911, Tesla Model S 60/75 og Volvo S90. Það var því ekki slorlegur hópur bíla sem Chevrolet Bolt hafði sigur á. Fréttir ársins 2016 Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent
Bandaríska bílatímaritið Motor Trend valdi Chevrolet Bolt rafmagnsbílinn sem bíl ársins 2017. Motor Trend kaus einnig jeppa ársins og þá nafnbót hlaut Mercedes Benz GLC-Class og pallbíll ársins var valinn Ford Super Duty. Dómnefndarmenn rökstuddu val sitt á Bolt með því að þar færi “game changer” sem sameinaði langa drægni og lágt verð fyrir rafmagnsbíl sem kæmist allt að 400 km á hverri hleðslu. Dómnefndin nefndi einnig að akstureiginleikar bílsins væru einstakir. Nefndu þeir sérstaklega að verð bílsins væri svo gott að bíllinn væri á pari við hefðbundna bíla með brunavél af sömu stærð, en það hefði ekki áður sést með rafmagnsbíl. Dómnefndin var einnig mjög hrifin af snerpu Bolt bílsins og sagði að hann væri sneggri í hundraðið en Fiat 124 Spider sportbíllinn og aðeins hálfri sekúndu seinni en Volkswagen Golf GTI. Bílarnir sem komust í úrslit hjá Motor Trend voru Audi A4, Cadillac CT6, Chrysler Pacifica, Genesis G90 (frá Hyundai), Jaguar XE, Porsche 911, Tesla Model S 60/75 og Volvo S90. Það var því ekki slorlegur hópur bíla sem Chevrolet Bolt hafði sigur á.
Fréttir ársins 2016 Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent