Nintendo kynnir nýjan Super Mario til leiks Samúel Karl Ólason skrifar 16. nóvember 2016 13:14 Fyrirtækið Nintendo hefur kynnt nýjan Super Mario leik fyrir snjalltæki. Leikurinn ber heitið Super Mario Run og verður hann eingöngu fáanlegur fyrir snjalltæki Apple í fyrstu. Þá verður leikurinn ókeypis, en aðeins að vissu leyti. Hann kemur út þann 15. desember. Samstarf Nintendo og Apple var kynnt á kynningu Apple í september. Þá mætti leikjahönnuðurinn Shigeru Miyamoto á svið og tilkynnti leikinn opinberblega. Um er að ræða verulega stefnubreytingu fyrir fyrirtækið sem hingað til hefur ekki viljað koma nálægt snjalltækjamarkaðinum. Leikurinn Pokemon Go, er sagður hafa snúið forsvarsmönnum Nintendo í átt að þeim markaði. Eftir útgáfu Pokemon Go hækkuðu hlutabréf Nintendo verulega mikið í verði, áður en í ljós koma að fyrirtækið kom lítið sem ekkert að leiknum. Hægt verður að sækja leikinn án þess að borga fyrir hann. Hins vegar verður einungis hægt að spila lítinn hluta hans, en það kostar 9,99 dali að opna hann að fullu. Leikjavísir Mest lesið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Fleiri fréttir Avowed: Í senn hefðbundinn og framúrskarandi hlutverkaleikur GameTíví: Erfið fjallganga hjá strákunum Kingdom Come Deliverance 2: Geggjuð fyrirsögn um geggjaðan leik Gráir fyrir járnum í GameTíví Sniper Elite: Resistance - Fátt nýtt í annars allt í lagi leik Sjá meira
Fyrirtækið Nintendo hefur kynnt nýjan Super Mario leik fyrir snjalltæki. Leikurinn ber heitið Super Mario Run og verður hann eingöngu fáanlegur fyrir snjalltæki Apple í fyrstu. Þá verður leikurinn ókeypis, en aðeins að vissu leyti. Hann kemur út þann 15. desember. Samstarf Nintendo og Apple var kynnt á kynningu Apple í september. Þá mætti leikjahönnuðurinn Shigeru Miyamoto á svið og tilkynnti leikinn opinberblega. Um er að ræða verulega stefnubreytingu fyrir fyrirtækið sem hingað til hefur ekki viljað koma nálægt snjalltækjamarkaðinum. Leikurinn Pokemon Go, er sagður hafa snúið forsvarsmönnum Nintendo í átt að þeim markaði. Eftir útgáfu Pokemon Go hækkuðu hlutabréf Nintendo verulega mikið í verði, áður en í ljós koma að fyrirtækið kom lítið sem ekkert að leiknum. Hægt verður að sækja leikinn án þess að borga fyrir hann. Hins vegar verður einungis hægt að spila lítinn hluta hans, en það kostar 9,99 dali að opna hann að fullu.
Leikjavísir Mest lesið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Fleiri fréttir Avowed: Í senn hefðbundinn og framúrskarandi hlutverkaleikur GameTíví: Erfið fjallganga hjá strákunum Kingdom Come Deliverance 2: Geggjuð fyrirsögn um geggjaðan leik Gráir fyrir járnum í GameTíví Sniper Elite: Resistance - Fátt nýtt í annars allt í lagi leik Sjá meira