Nintendo kynnir nýjan Super Mario til leiks Samúel Karl Ólason skrifar 16. nóvember 2016 13:14 Fyrirtækið Nintendo hefur kynnt nýjan Super Mario leik fyrir snjalltæki. Leikurinn ber heitið Super Mario Run og verður hann eingöngu fáanlegur fyrir snjalltæki Apple í fyrstu. Þá verður leikurinn ókeypis, en aðeins að vissu leyti. Hann kemur út þann 15. desember. Samstarf Nintendo og Apple var kynnt á kynningu Apple í september. Þá mætti leikjahönnuðurinn Shigeru Miyamoto á svið og tilkynnti leikinn opinberblega. Um er að ræða verulega stefnubreytingu fyrir fyrirtækið sem hingað til hefur ekki viljað koma nálægt snjalltækjamarkaðinum. Leikurinn Pokemon Go, er sagður hafa snúið forsvarsmönnum Nintendo í átt að þeim markaði. Eftir útgáfu Pokemon Go hækkuðu hlutabréf Nintendo verulega mikið í verði, áður en í ljós koma að fyrirtækið kom lítið sem ekkert að leiknum. Hægt verður að sækja leikinn án þess að borga fyrir hann. Hins vegar verður einungis hægt að spila lítinn hluta hans, en það kostar 9,99 dali að opna hann að fullu. Leikjavísir Mest lesið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira
Fyrirtækið Nintendo hefur kynnt nýjan Super Mario leik fyrir snjalltæki. Leikurinn ber heitið Super Mario Run og verður hann eingöngu fáanlegur fyrir snjalltæki Apple í fyrstu. Þá verður leikurinn ókeypis, en aðeins að vissu leyti. Hann kemur út þann 15. desember. Samstarf Nintendo og Apple var kynnt á kynningu Apple í september. Þá mætti leikjahönnuðurinn Shigeru Miyamoto á svið og tilkynnti leikinn opinberblega. Um er að ræða verulega stefnubreytingu fyrir fyrirtækið sem hingað til hefur ekki viljað koma nálægt snjalltækjamarkaðinum. Leikurinn Pokemon Go, er sagður hafa snúið forsvarsmönnum Nintendo í átt að þeim markaði. Eftir útgáfu Pokemon Go hækkuðu hlutabréf Nintendo verulega mikið í verði, áður en í ljós koma að fyrirtækið kom lítið sem ekkert að leiknum. Hægt verður að sækja leikinn án þess að borga fyrir hann. Hins vegar verður einungis hægt að spila lítinn hluta hans, en það kostar 9,99 dali að opna hann að fullu.
Leikjavísir Mest lesið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira