Ískaldur hljóðheimur Högna fyrir 66°Norður Benedikt Bóas skrifar 17. nóvember 2016 13:00 Það þarf að huga að ýmsu þegar samið er verk fyrir stórfyrirtæki. Á 90 ára afmæli 66°Norður var tónlistarmaðurinn Högni Egilsson fenginn til að semja tónlist fyrir fyrirtækið. Ný vetrarherferð merkisins – Á tökustað – var í vikunni tilnefnd til evrópsku auglýsingaverðlaunanna Epica, ein íslenskra auglýsinga. „Veðurfarið er náttúrulega brjálæðislegt hér á landi og mig langaði að vinna með þessar andstæður sem eru til staðar í veðrinu,“ segir Högni Egilsson tónlistarmaður sem var fenginn til að semja tónlist fyrir merkið 66°Norður. Uppleggið var að brúa bilið milli íslenskrar kórtónlistar „sem hefur fornan blæ“ eins og Högni orðar það og „nýrri tónlistar sem minnir á það sem heyrist á klúbbum og í útvarpinu.“Frá tökum á nýrro línu 66°Norður.Þannig er hægt að minna á arfleifð 66°Norður með tónlistinni, en fyrirtækið framleiddi sem kunnugt er föt fyrir sjófarendur í upphafi en er orðið risastórt fyrirtæki sem selur fatnað sem hæfir bæði við vinnu á Norður-Atlantshafi sem og á strætum stórborga. Verkið sem Högni samdi er kórverk sem kammerkórinn Schola Cantorum flutti. Verkið var svo klippt í sundur og endurhljóðblandað af Högna og Marteini Hjartarsyni sem hefur getið sér gott orð nýverið fyrir taktsmíði fyrir rappara á borð við GKR.Högni Egilsson stýrði kammerkórnum Schola Cantorum.„Ef maður er úti að ganga og það er hræðilegt veður þá er það stundum svo yfirþyrmandi að veðrið skapar einhvern innri frið. Mig langaði til að finna fyrir þessari ró og þessari kyrrð í tónlistinni,“ segir Högni. Fyrirtækið stefnir í framtíðinni að því að þróa þennan hljóðheim áfram í samstarfi við Högna og fleiri íslenska tónlistarmenn. Tíska og hönnun Tónlist Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Á 90 ára afmæli 66°Norður var tónlistarmaðurinn Högni Egilsson fenginn til að semja tónlist fyrir fyrirtækið. Ný vetrarherferð merkisins – Á tökustað – var í vikunni tilnefnd til evrópsku auglýsingaverðlaunanna Epica, ein íslenskra auglýsinga. „Veðurfarið er náttúrulega brjálæðislegt hér á landi og mig langaði að vinna með þessar andstæður sem eru til staðar í veðrinu,“ segir Högni Egilsson tónlistarmaður sem var fenginn til að semja tónlist fyrir merkið 66°Norður. Uppleggið var að brúa bilið milli íslenskrar kórtónlistar „sem hefur fornan blæ“ eins og Högni orðar það og „nýrri tónlistar sem minnir á það sem heyrist á klúbbum og í útvarpinu.“Frá tökum á nýrro línu 66°Norður.Þannig er hægt að minna á arfleifð 66°Norður með tónlistinni, en fyrirtækið framleiddi sem kunnugt er föt fyrir sjófarendur í upphafi en er orðið risastórt fyrirtæki sem selur fatnað sem hæfir bæði við vinnu á Norður-Atlantshafi sem og á strætum stórborga. Verkið sem Högni samdi er kórverk sem kammerkórinn Schola Cantorum flutti. Verkið var svo klippt í sundur og endurhljóðblandað af Högna og Marteini Hjartarsyni sem hefur getið sér gott orð nýverið fyrir taktsmíði fyrir rappara á borð við GKR.Högni Egilsson stýrði kammerkórnum Schola Cantorum.„Ef maður er úti að ganga og það er hræðilegt veður þá er það stundum svo yfirþyrmandi að veðrið skapar einhvern innri frið. Mig langaði til að finna fyrir þessari ró og þessari kyrrð í tónlistinni,“ segir Högni. Fyrirtækið stefnir í framtíðinni að því að þróa þennan hljóðheim áfram í samstarfi við Högna og fleiri íslenska tónlistarmenn.
Tíska og hönnun Tónlist Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira