Vonleysið í nóvember Þórlindur Kjartansson skrifar 18. nóvember 2016 07:00 Það læðist stundum að mér sú hugsun að það geti verið að Ísland, þessi dásamlega eyja okkar, sé—þegar öllu er á botninn hvolft—bara alls ekki byggileg. Það sé bara misskilningur að náttúra Íslands og hnattstaða henti nógu vel fyrir okkar dýrategund. Kannski er þetta bara ein langvarandi lygasaga íslenskra þverhausa að mannlíf geti þrifist hér á hjara veraldar. Reyndar læðist þessi grunur alls ekki oft að mér. En það gerist þó einna helst í nóvembermánuði.Sigur ljóssinsSíðhaustið og snemmveturinn geta verið okkur Íslendingum mjög erfiðir. Það dimmir hratt. Morgnarnir eru myrkir og nístandi—og við vitum að morgundagurinn verður ennþá styttri og kaldari. Ég skal að minnsta kosti játa að ég hef meiri tilhneigingu til þess að vorkenna sjálfum mér í nóvember heldur en öðrum mánuðum. Mér finnst allt þyngra og erfiðara. Ég á erfiðara með að sofna á kvöldin og vakna á morgnana. Mér finnst erfiðara að finna skemmtilega tónlist á Spotify, góða þætti á Netflix, hafnaboltatímabilið er búið, það er orðið of kalt og dimmt til þess að grilla og það er ekki tímabært sökkva sér á kaf í jólaundirbúninginn. En, eins og sannur Íslendingur, þá bítur maður á jaxlinn og bíður af sér óþægindin í þeirri vissu að eitthvað betra sé handan við hornið. Nóvembermánuður er eins og raun sem við þurfum að þola í stutta stund áður en veröldin færir okkur aftur heim sanninn um að hún hafi upp á meira og betra og bjóða. Ef okkur tekst að þrauka þennan mánuð þá erum við verðlaunuð með tilhlökkun jólanna, þegar við segjum gangi himintunglanna stríð á hendur og neitum myrkrinu um vald sitt. Við lýsum upp heimili okkar og umhverfi og ákveðum að vera glöð og bjartsýn. Við vitum að eftir jólin gengur möndulhalli jarðarinnar til liðs við okkur á ný og jafnvel í verstu vetrarveðrunum getum við huggað okkur við að sólin er smám saman að sigra.Litlu hlutirnirÞegar maður liggur í rúminu sínu á nóvemberkvöldum og vorkennir sjálfum sér þá ætti maður auðvitað líka að reyna að vera þakklátur fyrir litlu hlutina í lífinu. Ég er til dæmis þakklátur fyrir að hafa ekki þurft að hafa áhyggjur af því í gærkvöldi þegar ég fór að sofa að einhvern tímann um nóttina gæti lögreglan bankað upp á hjá mér, ruðst inn til mín, hent dótinu mínu ofan í ferðatöskur og svarta plastpoka, dregið svo grátandi börnin mín og konuna mína út í lögreglubíl og þvingað okkur öll um borð í flugvél á leiðinni á ókunnan áfangastað í útlöndum og skilja okkur þar eftir með svörtu plastpokana í biðröð til þess að láta skrásetja okkur á einhverjum öðrum stað þar sem enginn vill neitt með okkur hafa. Þegar ég skrifa þetta á fimmtudegi get ég ekki vitað hvað gerðist í nótt. Ég veit ekki hvort einhverjum lögreglumönnum var fyrirskipað að beita ofbeldi ríkisins til þess að draga sex mánaða og tveggja ára börn sem fæddust á Íslandi út af heimilum sínum, eins og til stóð fyrr í vikunni. Ég hef ekki hugmynd um hvort ákvörðun Íslands um að hafna þessum börnum sé „lögfræðilega rétt niðurstaða“. Ég veit bara að hún er röng. Fyrir mér hafa þessi börn rétt sem er æðri lagatúlkunum og tölvuskráningum til þess að eiga sína fósturjörð.Að velja ÍslandFólk sem hrekst hingað, af ýmsum ástæðum, hefur lagt á sig mikið erfiði og jafnvel lagt sig í umtalsverða hættu, til þess að gerast Íslendingar. Þetta fólk hefur með ákafa valið að deila með okkur dimmum nóvembermánuðunum. Þetta er meira en hægt er að segja um flest okkar hinna sem höfum aldrei þurft að hafa áhyggjur af því að vera rekin út á gaddinn af landinu sem ól okkur. Valdbeitingin sem á sér stað þegar fólk er dregið út af heimilum sínum er ljót, en það er gott að hún sé orðin sýnilegri, því það eykur samúð okkar með bæði varnarlausa fólkinu og blessuðum lögregluþjónunum sem er fyrirskipað að framkvæma aðgerðirnar. Maður hlýtur að spyrja sig hvort það sé leggjandi á okkar góðu lögreglumenn og -konur að senda þau um miðjar nætur til þess að draga grátandi börn út af heimili sínu til þess að senda þau með ofbeldi burt frá eina föðurlandinu sem þau eiga. Ísland er svo sannarlega byggilegt. Besta sönnun þess er vitaskuld sú að til er fólk sem keppist við að gera það að heimili sínu. Vonandi fá þau Jónína, Hanef og foreldrar þeirra frið til þess að eiga sér framtíð með okkur á þessari dásamlegu eyju.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórlindur Kjartansson Mest lesið Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson Skoðun
Það læðist stundum að mér sú hugsun að það geti verið að Ísland, þessi dásamlega eyja okkar, sé—þegar öllu er á botninn hvolft—bara alls ekki byggileg. Það sé bara misskilningur að náttúra Íslands og hnattstaða henti nógu vel fyrir okkar dýrategund. Kannski er þetta bara ein langvarandi lygasaga íslenskra þverhausa að mannlíf geti þrifist hér á hjara veraldar. Reyndar læðist þessi grunur alls ekki oft að mér. En það gerist þó einna helst í nóvembermánuði.Sigur ljóssinsSíðhaustið og snemmveturinn geta verið okkur Íslendingum mjög erfiðir. Það dimmir hratt. Morgnarnir eru myrkir og nístandi—og við vitum að morgundagurinn verður ennþá styttri og kaldari. Ég skal að minnsta kosti játa að ég hef meiri tilhneigingu til þess að vorkenna sjálfum mér í nóvember heldur en öðrum mánuðum. Mér finnst allt þyngra og erfiðara. Ég á erfiðara með að sofna á kvöldin og vakna á morgnana. Mér finnst erfiðara að finna skemmtilega tónlist á Spotify, góða þætti á Netflix, hafnaboltatímabilið er búið, það er orðið of kalt og dimmt til þess að grilla og það er ekki tímabært sökkva sér á kaf í jólaundirbúninginn. En, eins og sannur Íslendingur, þá bítur maður á jaxlinn og bíður af sér óþægindin í þeirri vissu að eitthvað betra sé handan við hornið. Nóvembermánuður er eins og raun sem við þurfum að þola í stutta stund áður en veröldin færir okkur aftur heim sanninn um að hún hafi upp á meira og betra og bjóða. Ef okkur tekst að þrauka þennan mánuð þá erum við verðlaunuð með tilhlökkun jólanna, þegar við segjum gangi himintunglanna stríð á hendur og neitum myrkrinu um vald sitt. Við lýsum upp heimili okkar og umhverfi og ákveðum að vera glöð og bjartsýn. Við vitum að eftir jólin gengur möndulhalli jarðarinnar til liðs við okkur á ný og jafnvel í verstu vetrarveðrunum getum við huggað okkur við að sólin er smám saman að sigra.Litlu hlutirnirÞegar maður liggur í rúminu sínu á nóvemberkvöldum og vorkennir sjálfum sér þá ætti maður auðvitað líka að reyna að vera þakklátur fyrir litlu hlutina í lífinu. Ég er til dæmis þakklátur fyrir að hafa ekki þurft að hafa áhyggjur af því í gærkvöldi þegar ég fór að sofa að einhvern tímann um nóttina gæti lögreglan bankað upp á hjá mér, ruðst inn til mín, hent dótinu mínu ofan í ferðatöskur og svarta plastpoka, dregið svo grátandi börnin mín og konuna mína út í lögreglubíl og þvingað okkur öll um borð í flugvél á leiðinni á ókunnan áfangastað í útlöndum og skilja okkur þar eftir með svörtu plastpokana í biðröð til þess að láta skrásetja okkur á einhverjum öðrum stað þar sem enginn vill neitt með okkur hafa. Þegar ég skrifa þetta á fimmtudegi get ég ekki vitað hvað gerðist í nótt. Ég veit ekki hvort einhverjum lögreglumönnum var fyrirskipað að beita ofbeldi ríkisins til þess að draga sex mánaða og tveggja ára börn sem fæddust á Íslandi út af heimilum sínum, eins og til stóð fyrr í vikunni. Ég hef ekki hugmynd um hvort ákvörðun Íslands um að hafna þessum börnum sé „lögfræðilega rétt niðurstaða“. Ég veit bara að hún er röng. Fyrir mér hafa þessi börn rétt sem er æðri lagatúlkunum og tölvuskráningum til þess að eiga sína fósturjörð.Að velja ÍslandFólk sem hrekst hingað, af ýmsum ástæðum, hefur lagt á sig mikið erfiði og jafnvel lagt sig í umtalsverða hættu, til þess að gerast Íslendingar. Þetta fólk hefur með ákafa valið að deila með okkur dimmum nóvembermánuðunum. Þetta er meira en hægt er að segja um flest okkar hinna sem höfum aldrei þurft að hafa áhyggjur af því að vera rekin út á gaddinn af landinu sem ól okkur. Valdbeitingin sem á sér stað þegar fólk er dregið út af heimilum sínum er ljót, en það er gott að hún sé orðin sýnilegri, því það eykur samúð okkar með bæði varnarlausa fólkinu og blessuðum lögregluþjónunum sem er fyrirskipað að framkvæma aðgerðirnar. Maður hlýtur að spyrja sig hvort það sé leggjandi á okkar góðu lögreglumenn og -konur að senda þau um miðjar nætur til þess að draga grátandi börn út af heimili sínu til þess að senda þau með ofbeldi burt frá eina föðurlandinu sem þau eiga. Ísland er svo sannarlega byggilegt. Besta sönnun þess er vitaskuld sú að til er fólk sem keppist við að gera það að heimili sínu. Vonandi fá þau Jónína, Hanef og foreldrar þeirra frið til þess að eiga sér framtíð með okkur á þessari dásamlegu eyju.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu