Meira ruglið, eða hvað? Jónas Sen skrifar 19. nóvember 2016 15:30 Víkingur Heiðar var í aðalhlutverki og lék listavel á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands síðastliðinn fimmtudag. Fréttablaðið/GVA Tónlist Sinfóníutónleikar Verk eftir R. Strauss, Hauk Tómasson og Igor Stravinskí. Einleikari: Víkingur Heiðar Ólafsson. Stjórnandi: Yan Pascal Tortelier. Eldborg í Hörpu Fimmtudaginn 17. nóvember Maður hefði getað sagt í hléinu á Sinfóníutónleikum á fimmtudagskvöldið: Þetta var nú meira ruglið. Það voru nefnilega mjög skrýtin verk á efnisskránni fyrir hlé. Annars vegar var það Burleska eftir Richard Strauss, hins vegar From Darkness Woven eftir Hauk Tómasson. Þau voru eins og hvítt og svart. Burleska er í eðli sínu brandari (orðið burla á ítölsku þýðir prakkarastrik) og getur verið tónlist, saga eða leikrit. Tilgangurinn er að fá fólk til að hlæja með fáránlegum efnistökum, ýkjum og furðulegum uppákomum. Tónlist Hauks var aftur á móti drungaleg og fráhrindandi, dökkur tónavefur sem virtist ekki sérlega innblásinn. Tónahendingarnar voru hryssingslegar, hljómarnir óþægilegir áheyrnar, hljómsveitarraddsetningin laus við allan sjarma. Haukur hefur oft sent frá sér framandi tónsmíðar sem eru heillandi, en hér virðist honum hafa brugðist bogalistin. Tónlistin hans við hliðina á Strauss og tveimur skemmtilegum verkum eftir Stravinskí eftir hlé átti einfaldlega ekki heima þarna. Burleskan kom miklu betur út. Stefin voru skondin, framvindan manísk og kom stöðugt á óvart. Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari var í einleikshlutverkinu og leikur hans var elegant og glæsilegur. Alls konar hröð tónahlaup voru óaðfinnanleg, innhverfari kaflar sannfærandi. Hljómsveitin spilaði líka af gríðarlegu fjöri undir líflegri stjórn Yans Pascal Tortelier. Mismunandi hljóðfærahópar voru öruggir á sínu, túlkunin skemmtilega hamslaus. Eftir hlé var fyrst Kaprísa fyrir píanó og hljómsveit eftir Stravinskí þar sem Víkingur var aftur í aðalhlutverki. Tónmálið var í nýklassískum stíl þar sem einfaldleikinn var í fyrirrúmi, en tóntegundaskiptin nokkuð frábrugðin tónlist fyrri alda. Það var eitthvað fallega heiðríkt við músíkina, sem rann áfram áreynslulaust, frábærlega leikin af Víkingi og hljómsveitinni. Píanóleikurinn var snarpur og grípandi. Hljómsveitarspilið var blæbrigðaríkt og tæknilega vandað, samtaka og í prýðilegu styrkleikajafnvægi. Kaprísa, eða capriccio, hefur verið þýtt sem gletta á íslensku. Það er s.s. líka brandari eins og Burleskan eftir Strauss, en húmorinn er þó miklu fínni og kurteislegri. Grínið skilaði sér ágætlega í túlkuninni, sem var létt og litrík. Lokaverkið á efnisskránni var Eldfuglinn eftir Stravinskí. Það var þó ekki allur ballettinn eins og hann er leikinn undir dansi, heldur svíta, þ.e. röð kafla í tónleikaformi. Óþarfi er að rekja söguþráð ballettsins hér, en hann er byggður á rússneskum ævintýrum. Tónlistin er hrífandi, spennuþrungin og kraftmikil, en inn á milli eru ákaflega seiðandi kaflar sem maður getur hlustað á aftur og aftur. Túlkun Torteliers var framúrskarandi. Hún var full af skáldskap, lifandi og áleitin. Hljómsveitin spilaði af stakri fagmennsku, tæknin þvældist aldrei fyrir. Stígandin í verkinu var mögnuð, og hápunkturinn gæddur sprengikrafti. Hvílík skemmtun! Niðurstaða: Að mestu flottir tónleikar með góðri tónlist og vönduðum flutningi.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. nóvember. Menning Tónlistargagnrýni Mest lesið Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Menning Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Menning Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Lífið Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Tónlist Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Uppskriftir Linda Nolan látin Lífið Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ Lífið Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Lífið Fleiri fréttir Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Tónlist Sinfóníutónleikar Verk eftir R. Strauss, Hauk Tómasson og Igor Stravinskí. Einleikari: Víkingur Heiðar Ólafsson. Stjórnandi: Yan Pascal Tortelier. Eldborg í Hörpu Fimmtudaginn 17. nóvember Maður hefði getað sagt í hléinu á Sinfóníutónleikum á fimmtudagskvöldið: Þetta var nú meira ruglið. Það voru nefnilega mjög skrýtin verk á efnisskránni fyrir hlé. Annars vegar var það Burleska eftir Richard Strauss, hins vegar From Darkness Woven eftir Hauk Tómasson. Þau voru eins og hvítt og svart. Burleska er í eðli sínu brandari (orðið burla á ítölsku þýðir prakkarastrik) og getur verið tónlist, saga eða leikrit. Tilgangurinn er að fá fólk til að hlæja með fáránlegum efnistökum, ýkjum og furðulegum uppákomum. Tónlist Hauks var aftur á móti drungaleg og fráhrindandi, dökkur tónavefur sem virtist ekki sérlega innblásinn. Tónahendingarnar voru hryssingslegar, hljómarnir óþægilegir áheyrnar, hljómsveitarraddsetningin laus við allan sjarma. Haukur hefur oft sent frá sér framandi tónsmíðar sem eru heillandi, en hér virðist honum hafa brugðist bogalistin. Tónlistin hans við hliðina á Strauss og tveimur skemmtilegum verkum eftir Stravinskí eftir hlé átti einfaldlega ekki heima þarna. Burleskan kom miklu betur út. Stefin voru skondin, framvindan manísk og kom stöðugt á óvart. Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari var í einleikshlutverkinu og leikur hans var elegant og glæsilegur. Alls konar hröð tónahlaup voru óaðfinnanleg, innhverfari kaflar sannfærandi. Hljómsveitin spilaði líka af gríðarlegu fjöri undir líflegri stjórn Yans Pascal Tortelier. Mismunandi hljóðfærahópar voru öruggir á sínu, túlkunin skemmtilega hamslaus. Eftir hlé var fyrst Kaprísa fyrir píanó og hljómsveit eftir Stravinskí þar sem Víkingur var aftur í aðalhlutverki. Tónmálið var í nýklassískum stíl þar sem einfaldleikinn var í fyrirrúmi, en tóntegundaskiptin nokkuð frábrugðin tónlist fyrri alda. Það var eitthvað fallega heiðríkt við músíkina, sem rann áfram áreynslulaust, frábærlega leikin af Víkingi og hljómsveitinni. Píanóleikurinn var snarpur og grípandi. Hljómsveitarspilið var blæbrigðaríkt og tæknilega vandað, samtaka og í prýðilegu styrkleikajafnvægi. Kaprísa, eða capriccio, hefur verið þýtt sem gletta á íslensku. Það er s.s. líka brandari eins og Burleskan eftir Strauss, en húmorinn er þó miklu fínni og kurteislegri. Grínið skilaði sér ágætlega í túlkuninni, sem var létt og litrík. Lokaverkið á efnisskránni var Eldfuglinn eftir Stravinskí. Það var þó ekki allur ballettinn eins og hann er leikinn undir dansi, heldur svíta, þ.e. röð kafla í tónleikaformi. Óþarfi er að rekja söguþráð ballettsins hér, en hann er byggður á rússneskum ævintýrum. Tónlistin er hrífandi, spennuþrungin og kraftmikil, en inn á milli eru ákaflega seiðandi kaflar sem maður getur hlustað á aftur og aftur. Túlkun Torteliers var framúrskarandi. Hún var full af skáldskap, lifandi og áleitin. Hljómsveitin spilaði af stakri fagmennsku, tæknin þvældist aldrei fyrir. Stígandin í verkinu var mögnuð, og hápunkturinn gæddur sprengikrafti. Hvílík skemmtun! Niðurstaða: Að mestu flottir tónleikar með góðri tónlist og vönduðum flutningi.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. nóvember.
Menning Tónlistargagnrýni Mest lesið Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Menning Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Menning Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Lífið Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Tónlist Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Uppskriftir Linda Nolan látin Lífið Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ Lífið Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Lífið Fleiri fréttir Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira