Nissan Qashqai áfram framleiddur í Bretlandi Finnur Thorlacius skrifar 1. nóvember 2016 09:53 Nissan Qashqai er mest seldi jepplingur Evrópu. Þrátt fyrir alla þá óvissu sem útganga Bretlands úr Evrópusambandinu hefur skapað fyrir bíliðnaðinn hefur Nissan staðfest að framleiðsla vinsælasta jepplings Evrópu og heimsins alls, Nissan Qashqai verður áfram í Bretlandi, en bíllinn er framleiddur þar í miklu magni í borginni Sunderland. Ekki nóg með það heldur verður bætt við framleiðslu næstu kynslóðar Nissan X-Trail jeppans í verksmiðjunni. Hins vegar sagði forstjóri Renault-Nissan, Carlos Ghosn, að hann muni skera niður frekari fjárfestingar í Bretlandi ef mótaðgerðir við aukna skatta á bíla framleidda í Bretlandi verða ekki að veruleika. Breska ríkisstjórnin hefur þó nýlega sannfært Ghosn um að fyrirtækið muni njóta stuðnings og trygginga fyrir framleiðslu sinni og það ætti að þýða að hún muni jafna út þá skatta sem á bíla Nissan gæti lagst á meginlandi Evrópu. Brexit Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent
Þrátt fyrir alla þá óvissu sem útganga Bretlands úr Evrópusambandinu hefur skapað fyrir bíliðnaðinn hefur Nissan staðfest að framleiðsla vinsælasta jepplings Evrópu og heimsins alls, Nissan Qashqai verður áfram í Bretlandi, en bíllinn er framleiddur þar í miklu magni í borginni Sunderland. Ekki nóg með það heldur verður bætt við framleiðslu næstu kynslóðar Nissan X-Trail jeppans í verksmiðjunni. Hins vegar sagði forstjóri Renault-Nissan, Carlos Ghosn, að hann muni skera niður frekari fjárfestingar í Bretlandi ef mótaðgerðir við aukna skatta á bíla framleidda í Bretlandi verða ekki að veruleika. Breska ríkisstjórnin hefur þó nýlega sannfært Ghosn um að fyrirtækið muni njóta stuðnings og trygginga fyrir framleiðslu sinni og það ætti að þýða að hún muni jafna út þá skatta sem á bíla Nissan gæti lagst á meginlandi Evrópu.
Brexit Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent