Hildur frumsýnir nýtt myndband: Tók upp í uppáhalds borginni Stefán Árni Pálsson skrifar 1. nóvember 2016 16:00 Hildur gerir það gott. Tónlistarkonan Hildur gefur út sitt þriðja lag og myndband í dag og nefnist lagið Would You Change? Lag og texta samdi Hildur sjálf en um pródúseringu sá Janus Rasmussen, kenndur við Kiasmos og Bloodgroup. Til þess að gera myndbandið fór Hildur til Berlínar þar sem það var tekið upp. Andrea Björk Andrésdóttir sá um leikstjórn, upptökur og klippingu. Vigdís Erla Guttormsdóttir kom einnig að myndatöku og Kristjana Björg Reynisdóttir sá um stílerseringuna. „Ástæðan fyrir að við gerðum myndbandið í Berlín var að Andrea var nýflutt þangað og spurði mig hvort mig langaði ekki bara að skella mér út? Þar sem Berlín er ein af mínum uppáhalds borgum þurfti ég ekki að hugsa mig tvisvar um,“ segir Hildur. „Mér fannst líka hugmyndin um borgina að næturlagi passa fullkomlega við lagið og stemmninguna. Við tókum myndbandið upp á þremur kvöldum, aðallega í Neukölln hverfinu. Við fengum líka frábæran hóp af Íslendingum búsettum í Berlín til að koma og leika í myndbandinu og endaði það í ágætis Íslendingapartíi sem var mjög skemmtilegt.“ Á döfinni hjá Hildi eru sjö tónleikar á Iceland Airwaves hátíðinni og því í mörgu að snúast. Þeir sem vilja sjá Hildi er bent á eftirfarandi dagskrá: HILDUR Á AIRWAVESMIÐVIKUDAGUR - LAUNDROMAT-17:00FIMMTUDAGUR - AMERICAN BAR - 16:00 - 12 TÓNAR - 17:45FÖSTUDAGUR - ODDSSON - 12:00 - NASA (ON VENUE) - 20:00LAUGARDAGUR - BRYGGJAN - 14:00 - HARPA KALDALÓN (ON VENUE) - 01:00 Airwaves Tónlist Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Tónlistarkonan Hildur gefur út sitt þriðja lag og myndband í dag og nefnist lagið Would You Change? Lag og texta samdi Hildur sjálf en um pródúseringu sá Janus Rasmussen, kenndur við Kiasmos og Bloodgroup. Til þess að gera myndbandið fór Hildur til Berlínar þar sem það var tekið upp. Andrea Björk Andrésdóttir sá um leikstjórn, upptökur og klippingu. Vigdís Erla Guttormsdóttir kom einnig að myndatöku og Kristjana Björg Reynisdóttir sá um stílerseringuna. „Ástæðan fyrir að við gerðum myndbandið í Berlín var að Andrea var nýflutt þangað og spurði mig hvort mig langaði ekki bara að skella mér út? Þar sem Berlín er ein af mínum uppáhalds borgum þurfti ég ekki að hugsa mig tvisvar um,“ segir Hildur. „Mér fannst líka hugmyndin um borgina að næturlagi passa fullkomlega við lagið og stemmninguna. Við tókum myndbandið upp á þremur kvöldum, aðallega í Neukölln hverfinu. Við fengum líka frábæran hóp af Íslendingum búsettum í Berlín til að koma og leika í myndbandinu og endaði það í ágætis Íslendingapartíi sem var mjög skemmtilegt.“ Á döfinni hjá Hildi eru sjö tónleikar á Iceland Airwaves hátíðinni og því í mörgu að snúast. Þeir sem vilja sjá Hildi er bent á eftirfarandi dagskrá: HILDUR Á AIRWAVESMIÐVIKUDAGUR - LAUNDROMAT-17:00FIMMTUDAGUR - AMERICAN BAR - 16:00 - 12 TÓNAR - 17:45FÖSTUDAGUR - ODDSSON - 12:00 - NASA (ON VENUE) - 20:00LAUGARDAGUR - BRYGGJAN - 14:00 - HARPA KALDALÓN (ON VENUE) - 01:00
Airwaves Tónlist Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira