Opel merkið á Chevrolet Bolt fyrir Evrópu Finnur Thorlacius skrifar 2. nóvember 2016 09:22 Opel Ampera-e er með 322 km drægni. Opel sýndi „nýjan“ bíl á bílasýningunni í París sem nú er hafin og þekkja flestir þennan bíl sem hinn nýja rafmagnsbíl Chevrolet Volt. Ástæðan er náttúrulega sú að General Motors á bæði Chevrolet og Opel merkin og með þessu er ljóst að bíllinn verður markaðssettur í Evrópu undir merkjum Opel. Þar mun hann heita Ampera-e og vitnar þar í fyrri bíl Opel, Ampera sem er rafmagnsbíll sem er með brunavél er framleiðir rafmagn þegar því rafmagni sem bíllinn hefur verið hlaðinn af þrýtur. Engar aðrar breytingar verða á Bolt bílnum frá Chevrolet aðrar en að hann fær Opel merkið. Opel Ampera-e er með 200 hestafla rafmótora með 360 Nm togi og er eins sprækur og OPC gerðir Opel bíla og því ári snarpur bíll. Reyndar á þessi bíll að vera sýnu sprækari en Opel Insignia OPC, Opel Astra TCR, Opel Adam R2 og Opel Corsa OPC. Opel Ampera-e er aðeins 3,2 sekúndur í 50 km hraða og 4,5 sekúndur frá 80 til 120 km hraða, en hámarkshraði hans er þó aðeins 150 km/klst. Bíllinn er með 60 kWh lithium rafhlöðum og drægnin er 322 km, sem verður að teljast gott fyrir svo lítinn bíl. Opel Ampera-e verður ekki framleiddur af Opel heldur í verksmiðju Chevrolet í Detroit, við hlið Bolt bílsins. Opel mun svo kynna nýja kynslóð Ampera bílsins á næsta ári og er hann líkt og Ampera-e alveg eins og kynbróðir hans, en í þessu tilviki Volt. Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent
Opel sýndi „nýjan“ bíl á bílasýningunni í París sem nú er hafin og þekkja flestir þennan bíl sem hinn nýja rafmagnsbíl Chevrolet Volt. Ástæðan er náttúrulega sú að General Motors á bæði Chevrolet og Opel merkin og með þessu er ljóst að bíllinn verður markaðssettur í Evrópu undir merkjum Opel. Þar mun hann heita Ampera-e og vitnar þar í fyrri bíl Opel, Ampera sem er rafmagnsbíll sem er með brunavél er framleiðir rafmagn þegar því rafmagni sem bíllinn hefur verið hlaðinn af þrýtur. Engar aðrar breytingar verða á Bolt bílnum frá Chevrolet aðrar en að hann fær Opel merkið. Opel Ampera-e er með 200 hestafla rafmótora með 360 Nm togi og er eins sprækur og OPC gerðir Opel bíla og því ári snarpur bíll. Reyndar á þessi bíll að vera sýnu sprækari en Opel Insignia OPC, Opel Astra TCR, Opel Adam R2 og Opel Corsa OPC. Opel Ampera-e er aðeins 3,2 sekúndur í 50 km hraða og 4,5 sekúndur frá 80 til 120 km hraða, en hámarkshraði hans er þó aðeins 150 km/klst. Bíllinn er með 60 kWh lithium rafhlöðum og drægnin er 322 km, sem verður að teljast gott fyrir svo lítinn bíl. Opel Ampera-e verður ekki framleiddur af Opel heldur í verksmiðju Chevrolet í Detroit, við hlið Bolt bílsins. Opel mun svo kynna nýja kynslóð Ampera bílsins á næsta ári og er hann líkt og Ampera-e alveg eins og kynbróðir hans, en í þessu tilviki Volt.
Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent