Tónlist

T-Pain gefur út lag um glaumgosann Dan Bilzerian

Anton Egilsson skrifar
Dan Bilzerian er greinilega í miklum metum hjá rapparnum kunna.
Dan Bilzerian er greinilega í miklum metum hjá rapparnum kunna.
Rapparinn T-Pain fjallar um íslandsvininn og glaumgosann Dan Bilzerian í sínu nýjasta lagi. Lagið heitir einfaldlega Dan Bilzerian og fjallar texti lagsins um háfleygan lífstíl kappans. T-Pain er hvað þekktastur fyrir að notast mikið við raddbreytingarforritið „auto-tune“ í lögum sínum og á því er engin breyting í þessum nýja smelli.

Bilzerian er 36 ára Bandaríkjamaður en af armenskum ættum. Hann er einna þekktastur fyrir Instagram reikning sinn og er sem stendur í 47. sæti yfir þá notendur sem eru með flesta fylgjendur forritsins. Þar deilir hann myndum og myndböndum af villtu líferni sínu.

Bilzerian sagði það mikinn heiður að lagið hafi verið samið um hann en hann tjáði sig um hið nýútgefna lag við tónlistarsíðuna Genius.

„Þetta er níunda eða tíunda lagið sem er samið um mig en T-Pain er einn af þeim allra bestu í bransanum, svo það var mikill heiður þegar hann spurði mig um leyfi til þess að nota nafnið mitt“ sagði Bilzerian.

Bilzerian var staddur hér á landi í júlí síðastliðnum og dvaldi í nokkra daga en það var hluti af ferðalagi hans víðs vegar um Evrópu. Í kjölfar ferðalagsins gaf hann út myndband þar sem sýnt var úr ferðinni en í því sást hann meðal annars spóka sig um í Bláa lóninu og í snjósleðaferð á Langjökli.

 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×