Hárprúð Hjaltalín heillaði á fyrsta degi Airwaves Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. nóvember 2016 15:00 Sigríður Thorlacius og Högni slógu ekki feilnótu með Hjaltalín í gær. vísir/ernir Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves hófst með látum í gær. Hljómsveitin Hjaltalín er ein af þeim sveitum sem troða upp utandagskrár á hátíðinni í ár, eða á því sem kallað er Off Venue, og hélt hún tónleika á Bryggjunni Brugghúsi úti á Granda í gærkvöldi. Um einu tónleika sveitarinnar á Airwaves var að ræða. Því var vel mætt á Bryggjuna og urðu áhorfendur ekki fyrir vonbrigðum ef marka mátti stemninguna og fagnaðarlætin eftir seinasta lag sveitarinnar.Það var vel mætt á Bryggjuna Brugghús í gær á fyrsta degi Iceland Airwaves.vísir/ernirEflaust eru ekki margar íslenskar hljómsveitir hárprúðari en Hjaltalín og er fyrirsögnin vísun í það enda bæði söngvarinn Högni og bassaleikarinn Guðmundur Óskar með fallegt sítt hár. Þá má segja það sama um söngkonuna Sigríði Thorlacius en aðalmálið er auðvitað tónlistin. Sveitin byrjaði á einu vinsælasta lagi sínu Crack in a Stone við góðar undirtektir en það er, líkt og flest lögin sem hljómuðu á Bryggjunni í gær, af þriðju plötu sveitarinnar Enter 4.Högni söng lagið We Will Live for Ages af mikilli innlifun og skellti sér út í áhorfendaskarann.vísir/ernirNæst á lagalistanum var einnig af Enter 4, lagið Letter To [...], en lag númer þrjú heitir Baroness og er af nýrri plötu sveitarinnar sem stefnt er á að komi út á næsta ári. Ekki verður sagt annað en að lagið lofi góðu um það sem koma skal en að því loknu var komið að öðru lagi af Enter 4 sem heitir Myself. Næstseinasta lagið var annað gríðarlega vinsælt lag sem kom út sem smáskífa í fyrra, We Will Live for Ages. Högni hvarf á tímabili af sviðinu og fór út á gólf þar sem hann söng af mikilli innlifun á meðal ánægðra áhorfenda. Undirrituð hélt þá að hápunkti tónleikanna væri náð en það var ekki svo þar Hjaltalín sýndi allar sínar bestu hliðar í lokalaginu, We. Áhorfendur urðu ekki fyrir vonbrigðum á tónleikum Hjaltalín í gær.vísir/ernirHögni og Sigríður nutu sín bæði vel í söngnum og það var hrein unun að hlusta á þau, ekki síst í blálokin í rólegum lokakafla en We er kröftugt lag þar sem nokkuð mæðir á trommaranum, Axeli Haraldssyni, og átti hann stórleik. Það er eiginlega synd að Hjaltalín komi ekki aftur fram á Airwaves í ár því þeir sem misstu af í gær misstu bara af frekar miklu. Hljómsveitin hefur ekki aðeins á að skipa framúrskarandi söngvurum heldur einnig afbragðs hljóðfæraleikurum og það skilaði sér heldur betur á Bryggjunni.Flest laganna voru af þriðju plötu Hjaltalín, Enter 4.vísir/ernir Airwaves Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves hófst með látum í gær. Hljómsveitin Hjaltalín er ein af þeim sveitum sem troða upp utandagskrár á hátíðinni í ár, eða á því sem kallað er Off Venue, og hélt hún tónleika á Bryggjunni Brugghúsi úti á Granda í gærkvöldi. Um einu tónleika sveitarinnar á Airwaves var að ræða. Því var vel mætt á Bryggjuna og urðu áhorfendur ekki fyrir vonbrigðum ef marka mátti stemninguna og fagnaðarlætin eftir seinasta lag sveitarinnar.Það var vel mætt á Bryggjuna Brugghús í gær á fyrsta degi Iceland Airwaves.vísir/ernirEflaust eru ekki margar íslenskar hljómsveitir hárprúðari en Hjaltalín og er fyrirsögnin vísun í það enda bæði söngvarinn Högni og bassaleikarinn Guðmundur Óskar með fallegt sítt hár. Þá má segja það sama um söngkonuna Sigríði Thorlacius en aðalmálið er auðvitað tónlistin. Sveitin byrjaði á einu vinsælasta lagi sínu Crack in a Stone við góðar undirtektir en það er, líkt og flest lögin sem hljómuðu á Bryggjunni í gær, af þriðju plötu sveitarinnar Enter 4.Högni söng lagið We Will Live for Ages af mikilli innlifun og skellti sér út í áhorfendaskarann.vísir/ernirNæst á lagalistanum var einnig af Enter 4, lagið Letter To [...], en lag númer þrjú heitir Baroness og er af nýrri plötu sveitarinnar sem stefnt er á að komi út á næsta ári. Ekki verður sagt annað en að lagið lofi góðu um það sem koma skal en að því loknu var komið að öðru lagi af Enter 4 sem heitir Myself. Næstseinasta lagið var annað gríðarlega vinsælt lag sem kom út sem smáskífa í fyrra, We Will Live for Ages. Högni hvarf á tímabili af sviðinu og fór út á gólf þar sem hann söng af mikilli innlifun á meðal ánægðra áhorfenda. Undirrituð hélt þá að hápunkti tónleikanna væri náð en það var ekki svo þar Hjaltalín sýndi allar sínar bestu hliðar í lokalaginu, We. Áhorfendur urðu ekki fyrir vonbrigðum á tónleikum Hjaltalín í gær.vísir/ernirHögni og Sigríður nutu sín bæði vel í söngnum og það var hrein unun að hlusta á þau, ekki síst í blálokin í rólegum lokakafla en We er kröftugt lag þar sem nokkuð mæðir á trommaranum, Axeli Haraldssyni, og átti hann stórleik. Það er eiginlega synd að Hjaltalín komi ekki aftur fram á Airwaves í ár því þeir sem misstu af í gær misstu bara af frekar miklu. Hljómsveitin hefur ekki aðeins á að skipa framúrskarandi söngvurum heldur einnig afbragðs hljóðfæraleikurum og það skilaði sér heldur betur á Bryggjunni.Flest laganna voru af þriðju plötu Hjaltalín, Enter 4.vísir/ernir
Airwaves Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira